Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 8
8 9. október 2008 FIMMTUDAGUR EVRÓPUMÁL Diana Wallis, einn af varaforsetum Evrópuþingsins, hefur sent Olli Rehn, stækkunar- málastjóra Evrópusambandsins, bréf þar sem hún skorar á hann að sjá til þess að aðildarumsókn frá Íslandi fái flýtimeðferð í gegn um ESB-kerfið, skyldi slík umsókn berast frá Íslandi. Með því að taka Ísland þannig með hraði inn í sínar raðir gæti Evrópusambandið orðið landinu stoð og stytta í þeim efna- hagsþrengingum sem það gengur nú í gegn um, að því er segir í til- kynningu frá skrifstofu Wallis. Diana Wallis hefur lengi átt sæti á Evrópuþinginu sem fulltrúi Frjálslyndra demókrata fyrir Yorkshire- og Humber-kjördæmi á Norðaustur-Englandi. Hún átti lengi sæti í tengslanefnd þingsins við EFTA-ríkin og í því hlutverki skrifaði hún fyrir nokkrum árum bók um stöðu Íslands og hinna EFTA-ríkjanna í Evrópusamvinn- unni. Nú er hún. sem fulltrúi þing- flokks frjálslyndra flokka frá öllum ESB-löndunum 27. einn af varaforsetum Evrópuþingsins. „Framkvæmdastjórinn (Olli Rehn) kvað hafa sagt að aðildar- viðræður við Ísland gætu tekið allt að ár en ég hef eftir öðrum heimildum að hugsanlegt væri að ljúka slíkum viðræðum á hálfu ári, jafnvel skemur. Ég hef skrifað Olli Rehn til að biðja hann um að gefa aðildarumsókn frá Íslandi flýtimeðferð, skyldi hún berast,“ segir í tilkynningunni frá skrif- stofu Wallis í gær. Tekið er fram að það sé að sjálf- sögðu undir Íslendingum sjálfum komið hvort þeir kjósi að sækja um aðild, en Wallis segir að sig gruni að „athafnasvigrúm ríkis- stjórnarinnar í Reykjavík þreng- ist nú snöggt í ljósi efnahags- ástandsins í landinu. Svo virðist sem köll eftir inngöngu (í ESB) úr öllum áttum stjórnmálaumræð- unnar og frá leiðtogum atvinnu- lífsins og verkalýðshreyfingarinn- ar séu að ná hámarki“. „Mín tilfinning er sú, eftir að hafa fylgst með samskiptum ESB og Íslands í um áratug, er að með sérreglum um sjávarútveg væri hægt að semja um fulla aðild Íslands að ESB á nokkrum vikum fremur en mánuðum. Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir Ísland þar sem ég tel að svo fljót afgreiðsla myndi binda enda á efnahags ó- vissuna í landinu að miklu leyti,“ segir Wallis. Þegar leitað var viðbragða frá skrifstofu Ollis Rehn í Brussel áréttaði Anna-Kaisa Itkonen, einn talsmanna Rehns, fyrri ummæli hans um að aðildarumsókn frá Íslandi yrði vel tekið. audunn@frettabladid.is FLÝTIMEÐFERÐ? Wallis leggur til að Ísland fái inngöngu í ESB „á nokkrum vikum fremur en mánuðum“ ef Íslendingar skyldu ákveða að sækja um. NORDICPHOTOS/AFP ESB-aðildarumsókn fái flýtiafgreiðslu Einn af varaforsetum Evrópuþingsins hvetur til að séð verði til þess að aðildar- viðræður við Ísland yrðu afgreiddar eins fljótt og auðið væri, skyldi aðildarum- sókn berast frá Íslandi, í því skyni að hjálpa Íslandi í efnahagsþrengingunum. OLLI REHN DIANA WALLIS STJÓRNMÁL Ekki er tilefni til að ræða um aðild að Evrópusamband- inu nú um stundir. Stjórnvöld verða að fá svigrúm til að takast á við stöðuna eins og hún er. Þetta segja Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins, og Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er ekki viðfangsefni núna að taka svona mál til krufningar og ASÍ ætlar ekki að dunda sér við slíka umræðu,“ segir Gylfi. „Þau mál fara ekki frá okkur og ég held að það eigi ekki að vera að tala um þetta akkúrat í augnablik- inu,“ segir Vilhjálmur. Betra sé að láta rykið setjast og skoða málin seinna. Hann segir að þegar ró fær- ist yfir á ný og áhrif efnahagsum- rótsins á Ísland, ESB, evruna og Evrópska seðlabankann verða ljós muni málið koma til umræðu á ný. Gylfi segir að hvað sem líður núverandi ástandi hafi grundvallar- afstaða ASÍ ekki breyst; stöðug- leika sé krafist og hann fáist ekki með krónunni. „Gjaldmiðillinn er hluti af vandanum,“ segir Gylfi. Vilhjálmur segir að þótt það gæti hugsanlega haft jákvæð áhrif á erlendum fjármálamörkuðum að senda skilaboð um vilja Íslands til að ganga í ESB sé hætt við að eng- inn myndi heyra af þeim vilja. Svo mikið gangi á á evrusvæðinu nú um stundir. Evrópusamtökin vilja að umsókn um ESB-inngöngu verði undirbúin með markvissum hætti. Telja þau það ráðlegt í ljósi ríkjandi efna- hagsaðstæðna. - bþs Aðilar vinnumarkaðarins gefa stjórnvöldum svigrúm til að takast á við stöðuna: Umræður um ESB-aðild í salt VILHJÁLMUR EGILSSON GYLFI ARNBJÖRNSSON 1. Hvað heitir net-innláns- reikningur Landsbankans í Bretlandi? 2. Hver ætlaði að stappa stál- inu í fólk á samstöðutónleikum í gær? 3. Hver þjálfar körfuboltalið Snæfells? SVÖR Á SÍÐU 42 SVÍÞJÓÐ, AP Bandarískir og japanskir vísindamenn hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði og eðlisfræði í ár. Í gær skýrði sænska Nóbels- nefndin frá því að tveir Banda- ríkjamenn og einn Japani fái efnafræðiverðlaunin fyrir rannsóknir sínar á marglyttuprót- íni sem gjörbylti möguleikum manna til að rannsaka sjúkdóma og starfsemi lífvera. Einn Bandaríkjamaður og tveir Japanar hljóta hins vegar verð- launin í eðlisfræði fyrir rannsókn- ir á hegðun öreinda, að því er fram kom í tilkynningu Nóbelsnefndar- innar á þriðjudag. - gb Nóbelsverðlaun: Marglyttur og öreindafræði YOICHIRO NAMBO Einn þriggja kjarn- eðlisfræðinga sem fær eðlisfræðiverð- laun Nóbels í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tæplega tvítugur maður hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa samfarir við stúlku sem þá var fjórtán ára. Það var móðir stúlkunnar sem kærði manninn fyrir kynferðis- brot gegn ungri dóttur sinni. Greindi hún frá því að hann hefði ekið með dóttur hennar út á auða byggingarlóð við Fiskislóð í Reykjavík. Í bifreiðinni hafi ákærði fengið stúlkuna til að hafa við sig samfarir. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni fjögur hundruð þúsund krónur í skaðabætur. - jss Fangelsi og skaðabætur: Braut gegn ungri stúlku 3.249 SPARIÐ 3.250 OPNUNAR TÍMAR Mánudag a-föstuda ga 11-19 Laugarda ga 10-18 Sunnudag a 12-18 1.499 SPARIÐ 1.500 699 SPARIÐ 1.700 Sandur sem hægt er að móta 181238 GYROTOR-ÞYRLA Fjarstýrð. Getur fl ogið upp, niður, áfram og snúið við. Sendirinn nær allt að 15 m. Hægt að nota innan- og utandyra. Þú hleður í 25 mínútur og þyrlan fl ýgur í 7 mínútur. Með innbyggðri endurhlaðan- legri rafhlöðu og hleðslutæki. 24 sm. Þarf 1 D-rafhlöðu. Hægt að velja á milli margra gerða. Verð 6.499 022335 ALI BABA Pakkaðu hinum úrilla úlfalda Ali Babas En passaðu þig að þú gerir hann ekki meira úrillan, því þá hendir hann Ali Baba og farangrinum af baki. Fyrir 2-4 spilara. Frá 5 ára. Verð 2.399 450793 MOON SAND Hægt að velja milli margra gerða. Verð 2.999 Korputorg, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 5850 600 VIÐSKIPTI Seðlabanki Evrópu, auk seðlabanka Bandaríkjanna, Englands, Kanada, Sviss og Svíþjóðar ákváðu í gær að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig. Evrópsku seðlabankarnir veittu í kjölfarið níutíu milljörð- um dala inn á fjármálamarkaði til að liðka fyrir millibanka- viðskiptum. Á sama tíma lækkaði bandaríski seðlabankinn afsláttarvexti á beinar lánveit- ingar til banka um 50 punkta. Í sameiginlegri yfirlýsingu kemur fram að stýrivaxtalækk- unin sé sértækt neyðarúrræði til að vinna bug á djúpri fjár- málakreppu og sneiða hjá samdráttarskeiði. - jab Neyðarúrræði seðlabanka: Vextir lækka víða um heim BANKASTJÓRARNIR Seðlabankar margra landa lækkuðu stýrivexti óvænt í gær til að spyrna fæti við samdrætti. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP STÝRIVEXTIR LANDANNA Land Vaxtastig Bandaríkin 1,50%* Bretland 4,50%* Evrusvæðið 3,75%* Japan 0,50% Ísland 15,5% * Eftir stýrivaxtalækkun LÖGREGLUMÁL Flugvél Continental- flugfélagsins þurfti að lenda hérlendis í gær vegna veikinda farþega, sem misst hafði meðvit- und. Hann var rakleiðis fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Vélin var á leið frá Bandaríkjunum til Þýskalands. Flugstjórinn nýtti tækifærið til að vísa frá borði tveimur ölvuðum bandarískum konum sem höfðu verið með óspektir um borð. Þær munu sjálfar þurfa að verða sér úti um far úr landi. - sh Flugvél þurfti að millilenda: Einn veikur og tvær trítilóðar VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.