Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 10
10 9. október 2008 FIMMTUDAGUR TAÍLAND, AP Taílenskir mótmæl- endur, sem vikum saman hafa krafist þess að stjórn landsins segi af sér, eru farnir að reisa götuvígi, kveikja í bílum og kasta flöskum að lögregluþjónum, sem á móti eru farnir að beita táragasi. Átökin kostuðu að minnsta kosti einn mann lífið í gær og 350 manns særðust. Átökin í gær voru þau alvarlegustu síðan mótmælin hófust fyrir hálfum öðrum mánuði. Spennan jókst verulega strax á mánudag þegar mótmælendur umkringdu þinghúsið í Bangkok og reistu þar götuvígi úr gaddavír og hjólbörðum. - gb Átök harðna í Taílandi: Reisa götuvígi og grýta lögregluþjóna TÁRAGASI BEITT Spenna vex í Taílandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í SKJÓLI BAK VIÐ GLER Gestir í dýra- garði á Filippseyjum virða fyrir sér tígrisdýr sem gnæfir yfir þeim og hallar sér upp að glervegg, sem er á milli þess og áhorfenda. NORDICPHOTOS/AFP STÓRIÐJA Norðurál hefur farið þess á leit við iðnaðarráðuneytið að flýta framkvæmdum við álverið í Helgu- vík og óskað eftir heimild til að byggja stærra ver en upphaflega var áætlað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst ósk þessa efnis til ráðuneytisins nýlega. Framkvæmdir við álver Norð- uráls í Helguvík ganga samkvæmt áætlun; öll leyfi liggja fyrir og úthlutun losunarheimilda barst í lok september. Losunarheimildir leyfa framleiðslu á 50 þúsund tonnum af áli árið 2010 og 150 þús- und tonnum árin 2011 og 2012, eins og áætlað hefur verið. Nú liggur á borði iðnaðarráðherra erindi frá Norðuráli þar sem áhugi fyrirtækisins á að stækka álverið kemur fram. Fyrirtækið hefur einnig hug á að flýta framkvæmd- um, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það rétt að Norðurál vilji flýta framkvæmd- um. Búið sé að tryggja orkusamn- inga til að hefja framleiðslu í árs- lok 2010 en frekar óljóst sé um hversu fljótt náist að afla orku til þeirrar framleiðslu sem áætluð er í framhaldinu. „Það sem þeir eru að leggja áherslu á er að flýta framkvæmdum og leggja fjár- magn inn í landið í auknum mæli. Þeir hafa fjármagn til að halda hratt áfram að því gefnu að orka fáist.“ Umhverfismatið fyrir álverið í Helguvík gerir ráð fyrir 250 þús- und tonna framleiðslu en að sögn Árna leyfir aðstaðan í Helguvík um 350 þúsund tonna álver. „Ég hef ekki upplýsingar um hugsan- lega stækkun enda er hún bundin nýju umhverfismati og nauðsyn- legum leyfum að sjálfsögðu.“ Árni segir að alltaf hafi legið fyrir áhugi fyrirtækisins um að reisa stærra álver en 250 þúsund tonn. „Þetta er alltaf hugsað í 120 þúsund tonna áföngum og þá er um þrjá áfanga að ræða. Umhverf- ismatið gerir ráð fyrir fyrsta og öðrum áfanga og í mínum huga snýst verkefnið um að ljúka þeim áður en menn velta vöngum yfir stækkun.“ Ágúst F. Hafberg, framkvæmda- stjóri viðskiptaþróunar og sam- skipta, segist ekki geta tjáð sig um hvort Norðurál hafi sent inn erindi til iðnaðarráðuneytisins. Aðspurð- ur um hvort þróun efnahagsmála á Íslandi og í heiminum hafi haft áhrif á fyrirtækið svarar Ágúst að efnahagsástandið hafi ekki haft áhrif á fyrirtækið hingað til og áform varðandi byggingu álvers í Helguvík standi. Ekki náðist í iðnaðarráðherra við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is Norðurál fer fram á stækk- un í Helguvík við ráðherra Á borði Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra liggur erindi frá Norðuráli um stækkun álversins í Helguvík og hröðun framkvæmda. Fyrirtækið hefur tryggt fjármögnun áætlaðra framkvæmda. HELGUVÍK FRAMTÍÐARINNAR Upphaflegar hugmyndir um álverið gerðu ráð fyrir 250 þúsund tonna framleiðslu árið 2012. DÓMSMÁL Maður um tvítugt hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Honum var gefið að sök að hafa kýlt annan mann í andlitið fyrir utan Draugabarinn á Stokks- eyri með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. Árásarmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Þá hefur rúmlega fertugur maður verið dæmdur til að greiða manni ríflega 130 þúsund krónur í skaðabætur vegna líkamsárásar. Manninum var ekki gerð refsing að öðru leyti þar sem sannað þótti að maðurinn sem hann réðst á hefði að hluta átt upptök að átökunum. - jss Héraðsdómur Suðurlands: Dæmdir fyrir líkamsárásir VIÐSKIPTI „Við tjáum okkur ekki um aðstæðurnar sem stendur,“ sagði starfsmaður útibús Lands- bankans í Lúxemborg og skellti á í gær skömmu eftir að spurðist út að stjórn Landsbankans í borginni hefði óskað eftir greiðslustöðvun. Stjórn Glitnis í Lúxemborg hefur sömuleiðis óskað eftir greiðslu- stöðvun. Fjármálaeftirlit Lúxemborgar hefur tekið yfir stjórn beggja banka. Starfsemi Landsbankans hefur þegar verið lokað en Glitnir í Lúxemborg var enn starfandi í gær. Innistæður viðskiptavina beggja banka hafa verið frystar. Útibú bankanna beggja eru í þeirra eigu en starfsemin var þjóðnýtt á þriðjudagsmorgun eftir að Alþingi samþykkti neyðarlög sem heimila Fjármálaeftirlitinu yfirtöku á stjórn þeirra. Báðir bankarnir sinna margvís- legri einkabankaþjónustu, eigna- stýringu og annarri fjármálaþjón- ustu. Bankarnir opnuðu útibú í Lúx- emborg árið 2003 en Landsbank- inn tók þar yfir starfsemi Búnað- arbankans. - jab HORFT YFIR LÚXEMBORG Stjórnir Lands- bankans og Glitnis í Lúxemborg hafa óskað eftir greiðslustöðvun. Landsbankinn og Glitnir í Lúxemborg í umsjá fjármálaeftirlitsins þar: Bankarnir teknir yfir í Lúxemborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.