Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 12
 9. október 2008 FIMMTUDAGUR DANMÖRK „Við búum um þrjú hundruð metrum frá staðnum þar sem morðið var framið og það hefur vissulega verið óþægileg nálægð.“ Þetta segir Gunnur Ósk Bjarnadóttir sem býr ásamt manni sínum og tveimur ungum börnum í Skovby á Jótlandi. Í síðustu viku var brotist inn hjá eldri hjónum í Skovby. Innbrotsmennirnir gengu í skrokk á gamla manninum og misþyrmdu honum. Konan hans slapp hins vegar út úr húsinu og komst undan á flótta. Þegar lögreglan mætti á staðinn var gamli maðurinn, sem var 78 ára, látinn. Í ágúst hafði einnig verið brotist inn hjá þessum sömu hjónum og skotvopnum stolið. Taldi lögreglan fullvíst að sömu menn hefðu verið að verki í báðum tilvikum. Fjórir menn af erlendum uppruna hafa nú verið handteknir, sterklega grunaðir um verknaðina. „Fólk hefur náttúrulega verið í sjokki, því þetta er svo lítill bær,“ segir Gunnur Ósk. „Hér var allt krökkt af lögreglumönnum og gatan lokuð. Svo auglýsti lög- reglan eftir svörtum BMW og okkur var sagt að mik- ill fjöldi ábendinga hefði borist. Fólki er vissulega rórra eftir að mennirnir voru handteknir.“ - jss Íslensk kona býr skammt frá húsi þar sem morð var framið á Jótlandi: Óþægileg nálægð við morðstað SKOTVOPN Í fyrri atrennu ódæðismannanna var stolið skot- vopnum sem gamli maðurinn notaði til veiða. 30% afsláttur Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Hverafold Akureyri - Höfn - Grindavík ...ódýrari kostur! TILBOÐIN GILDA 9. - 12. OKTÓBER w w w .m ar kh on nu n. is 30% afsláttur 50% afsláttur BBQ KJÚKLINGALEGGIR 439 kr/kg 626 kr/kg TILBOÐSÍS VANILLU OG SÚKKULAÐI 99 kr/stk. 198 kr/stk. HAMBORGARAR 2x175g 398 kr/kg 568 kr/kg KIMS SALTHNETUR 125g 99 kr/pk. KIMS OSTEPOPS 165g 199 kr/pk. FÉLAGSMÁL Gert er ráð fyrir að Íbúðalánasjóður taki yfir íbúðalán bankanna á óbreyttum kjörum. „Lánin verða bara öll tekin yfir eins og þau líta út, og það á einnig við um erlendu lánin,“ segir Guð- mundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Jóhanna Sigurðardóttir félags málaráðherra sagði í Frétta- blaðinu í gær að Íbúðalánasjóður- inn myndi taka lánin yfir með afslætti. Guðmundur segir að ekkert annað komi til greina en að taka lánin yfir á þeim kjörum sem skuldabréfin kváðu á um í upp- hafi. „Það er svo síðara tíma mál ef farið yrði að skuldbreyta lánum með einhverjum hætti eða breyta skilmálum í tengslum við greiðsl- u erfiðleika, en það liggur ekkert fyrir um það á þessu stigi.“ Ekki kemur til greina að sögn Guðmundar að taka lánin yfir á upp hafsgengi. „Það er auðvitað ekkert um það að ræða. Þá væri verið að mismuna lán takendum gríðarlega.“ Verð trygging á inn lendum lánum annarra lántak- enda væri þá að litlu höfð. Eins sé það ekki fýsi legur kostur að breyta lánunum nú þegar yfir í innlend lán. „Mér þætti með ólíkindum ef nokkur maður vildi það. Mér finnst nú sennilegra að menn vilji bíða eftir því að gengið lagist aftur og þá lækki lánin.“ Guðmundur segir Íbúðalánasjóð hafa ýmis úrræði lögum sam kvæmt til þess að létta undir með fólki í greiðsluerfiðleikum. „Þau felast í frestun greiðslu afborgana, svokallaðri frystingu, að skuld breyta vanskilum og síðan höfum við stundum lengt lánstíma til að létta greiðslubyrði.“ Nú séu einnig í skoðun fleiri möguleikar, meðal annars hvort hægt sé að lengja innheimtuferlið til að gefa fólki meiri tíma til að koma sínum málum í skil. Þá segir Guðmundur að það hafi verið rætt af alvöru hvort rétt væri að hætta að selja húsnæði sem Íbúða lánasjóður leysir til sín á nauðungarsölu, og breyta því heldur í félagslegt leiguhúsnæði. Þannig væri hægt að forðast það að þurfa að reka fólk út á gaddinn sem ekki getur staðið í skilum, auk þess sem örðugt geti reynst að selja húsnæði við þær markaðs að- stæður sem fyrirséðar eru á næst- unni. Hugsanlegt væri að fela öðrum aðila að sjá um slíkt verk- efni fyrir sjóðinn, til dæmis Félagsbústöðum. Allt sé þetta þó enn á teikni borðinu. stigur@frettabladid.is Lán verða tekin yfir á óbreyttum kjörum Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir að til að gæta sanngirni sé allt annað útilokað en að taka íbúðalán bankanna yfir á óbreyttum kjörum. Skoðað af alvöru hvort rétt sé að breyta íbúðum sem sjóðurinn leysir til sín í félagslegt leiguhúsnæði. EFNAHAGSHAUSTLÆGÐ Guðmundur segist búast við því að meiri erfiðleikar fylgi bankalánunum en hefðbundnum lánum Íbúðalánasjóðs. Þau séu hærri og erlendu lánin mörg hver risin yfir verðmæti eignanna. FRÉTTABLAÐIÐ / E. ÓL Lánin verða bara öll tekin yfir eins og þau líta út, og það á einnig við um erlendu lánin GUÐMUNDUR BJARNASON FORSTJÓRI ÍBÚÐALÁNASJÓÐS BANDARÍKIN, AP John McCain, sem hefur verið að dragast aftur úr í skoðanakönnunum, tókst ekki að bæta stöðu sína neitt í kappræðum við Barack Obama í fyrrinótt. Tæpar fjórar vikur eru nú til for- setakosninganna og fjármálakrepp- an, sem leggst af fullum þunga á Bandaríkin, virðist hafa fælt kjós- endur frá McCain og Repúblikana- flokknum eftir að hafa haft rep- úblikanann George W. Bush í átta ár á forsetastól. Demókratinn Obama þótti standa sig mun betur í kappræðunum, sem fóru að ósk McCains fram eins og hefðbundinn kosningafundur frek- ar en sem sjónvarpsfundur. Obama virkaði öruggur og stað- fastur meðan McCain þeyttist um sviðið og virtist ekki alveg vita hvernig hann ætti að haga sér við þessar aðstæður. Obama notfærði sér óspart efna- hagsvandræðin til að skjóta á McCain, einkum með því að tengja hann við efnahagsstefnu Bush for- seta. McCain kenndi hins vegar Obama og Demókrataflokknum um hrun fasteignalánabankanna Fredd- ie Mac og Fannie Mae, sem voru upphafið að keðjuverkun fjármála- kreppunnar sem nú er skollin á. Síðustu kappræður forsetafram- bjóðendanna fara fram á miðviku- dag. - gb Sjónvarpskappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum: Obama styrkir enn stöðu sína MCCAIN OG OBAMA Mættust í kapp- ræðum í fyrrinótt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Forsetakosningar 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.