Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 18
18 9. október 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 343 3.005 -1,28% Velta: 643 milljónir MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN EIMSKIP 51,61% BAKKAVÖR 27,16% ALFESCA 10,21% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 5,45 -10,21% ... Atorka 3,35 0,00% ... Bakkavör 9,79 -27,16% ... Eimskipafélagið 1,50 -51,61% ... Exista 4,62 +0,00% ... Glitnir 3,91 +0,00% ... Icelandair Group 15,50 -2,82% ... Kaupþing 654,00 +0,00% ... Landsbankinn 19,10 +0,00% ... Marel Food Systems 71,70 -0,42% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 82,80 -0,36% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 235,20 +30,96% Herrakvöld Fáks 11. október Villibráðarhlaðborð. Flosi Ólafsson og Jóhannes Kristjánsson fara með gamanmál. Happadrætti – hnakkur í verðlaun Alvöru diskótek að hætti Sigga Hlö Miðar seldir á skrifstofu Fáks og Skalla Hraunbæ Tekist á með fyndni Um síðustu helgi þrýstu aðilar vinnumarkaðarins á að gefin yrði út yfirlýsing um að teknar yrðu upp viðræður um Evrópusambands- og mynt- bandalagsaðild. „Þeim hefur löngu orðið ljóst að íslenska krónan er ekki traustur gjaldmiðill,“ segir í nýjasta hefti Vísbendingar, en um leið er bent á að þetta hafi nokkrir stjórnmála- og embættismenn neitað að viðurkenna. „Spyrja má hvers vegna allt stjórnmálalíf snúist um að útvega erlendan gjaldeyri fyrst krónan er svona góð. En það er aulafyndni rétt eins og hjá tveimur íslenskum banka- mönnum sem settu fyrir skömmu fram „gamanmál“ um hvort evrusinnar á Íslandi héldu ekki að alþjóðlega bankakreppan væri krónunni að kenna,“ segir þar líka. Að berja höfðinu við steininn Í umfjöllum Vísbendinar um efnahagsástand hér er allur almenningur sagður gera sér ljóst að ekki sé hægt að búa við gjaldmiðil sem enginn hafi áhuga á að kaupa eða eiga og að peninga- kerfið sé hér lokaðra en annars staðar vegna þess að fólk eigi erfitt með að fá nauðsynlegan gjaldeyri til viðskipta, námsdvalar erlendis eða ferðalaga. „Þetta ástand er krónunni að kenna og það myndi róa almenn- ing ef forystumenn í Sjálfstæðisflokknum hættu að berja höfðinu við steininn og viðurkenndu að þeir hefðu haft rangt fyrir sér í gengis- málum.“ Peningaskápurinn ... Ótti við heimskreppu og samdrátt- ur í olíunotkun hefur orðið til þess að olíuverð hefur fallið mikið að undanförnu. Tunnan af Norðursjáv- arolíu var á 81,86 dollara og hefur verðið ekki verið lægra í nærri ár. Olíuverð hefur nú fallið um 40 pró- sent síðan það náði hámarki júlí. Sérfræðingar hjá Merrill Lynch telja að olíuverð geti fallið niður í 50 dollara á tunnu, einkum ef heimshagkerfið siglir inn í kreppu. Þeir telja þó að líkur á alvarlegri heimskreppu séu tiltölulega litlar. Sérfræðingar Goldman Sachs telja líklegra að olíuverð eigi eftir að hækka aftur, og verði á bilinu 150 og 200 dollarar þegar á næsta ári. - msh Olíuverð ekki lægra í heilt ár ING Direkt, netbanki hollenska bankarisans ING, hefur keypt netbanka Kaupþings í Bretlandi. Með því eignast ING allar innistæður á Kaupþing Edge- reikningum Kaupþings, en þær munu nema 2,5 milljörðum punda. Alls eiga 160.000 Bretar inni- stæður á Kaupþing Edge. Áður höfðu bresk stjórnvöld lýst því yfir að dótturfélag Kaupþings í Bretlandi, Singer og Friedlander, sem hafði umsjón með Kaupþing Edge- reikningum Kaupþings, hefði hefði verið sett í greiðslustöðvun að beiðni breskra stjórnvalda. Bresk stjórnvöld hafa fryst allar eignir Landsbank- ans í Bretlandi. ING kaupir líka Heritable-bankann, sem var í eigu Landsbankans, en alls munu 22.200 breskir spari- fjáreigendur hafa átt 538 milljónir punda á reikning- um hjá bankanum. Icesave-reikningar Landsbank- ans eru ekki hluti kaupanna, en alls eiga 300.000 manns um 4,8 milljarða punda á þeim reikningum. Fjármálaráðuneyti Bretlands hefur lýst því yfir að það muni gangast í fulla ábyrgð fyrir innistæðum á Icesave-reikningum, en Gordon Brown, forsætis- ráðherra Breta, lýsti á mivikudag yfir furðu sinni á því að Íslendingar neituðu að taka ábyrgð á inni- stæðum Landsbankans í Bretlandi, og hótaði að bresk stjórnvöld myndu leita allra leiða til að neyða Íslendinga til að standa við skuldbindingar sínar. Brown vísaði þar að líkindum til ummæla Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í Kastljósi á þriðjudag, en þar sagði Davíð að ekki kæmi til greina að ríkið greiddi allar skuldir bankanna. Geir H. Haarde sagði á blaðamannafundi á miðvikudag að eignir Landsbankans myndu nægja fyrir skuldbindingum bankans í Bretlandi og að nú væri unnið að lausn málsins í góðri samvinnu ríkisstjórna landanna. - msh Kaupþing selur EDGE í Bretlandi til ING Direct Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra sló því föstu í sam- tali við danska blaðið Berlingske Tidende 14. apríl sl. að allir bankar landsins gætu reiknað með stuðn- ingi frá ríkisvaldinu lentu þeir í vandræðum. Utanríkisráðherra sótti Dan- mörku heim í apríl í því skyni að efla ímynd íslensks fjármálakerfis á alþjóðavettvangi og flutti meðal annars fyrirlestur um íslensku bankana og styrkleika þeirra. Á sama tíma fundaði Geir H. Haarde forsætisráðherra um sömu mál á New York og svaraði spurningum fjölmiðlafólks. Ingibjörg Sólrún sagði í viðtalinu að ríkisstjórn Íslands væri reiðubúin að styðja bankana beint með fram- lögum úr ríkis- sjóði og einnig til þess að auka gjaldeyrisvara- sjóð landsins. Hún hafnaði því að bankarn- ir kæmust í þrot áður en lausafjárkreppunni á alþjóðamörkuðum lyki og sagði að stjórnvöld myndu ekki láta það líð- ast að bankarnir yrðu gjaldþrota, eins og staðan væri. - bih Sagði bankana geta reiknað með stuðningi Utanríkisráðherra fundaði um stöðu bankanna í Danmörku í apríl og forsætisráðherra í Ameríku. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Gengi krónunnar féll um þrjátíu prósent á gjald- eyrismarkaði í gær eftir að Seðlabankinn lét af misheppnaðri tilraun til að festa gengi hennar. „Þetta var hagfræðilegur barna- skapur,“ segir Þórólfur Matthías- son, prófessor við Háskóla Íslands, um misheppnaða tilraun Seðla- banka Íslands til að festa gengi krónunnar í viðskiptum sínum á millibankamarkaði. Gengi krónunnar féll um rúm þrjátíu prósent á gjaldeyrismark- aði í gær eftir að Seðlabanki Íslands lét af tilraun sinni til að festa gengi krónunnar við gengis- vísitöluna 175. Það samsvarar 131 krónu fyrir evruna. Seðlabankinn hafði gripið til þess ráðs í fyrra- dag en þótti svo „ljóst að stuðning- ur við það gengi er ekki nægur“ eins og sagði í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þetta fasta gengi endurspeglaði aldrei raunveruleikann á markaði. Mikill munur hefur verið á geng- isskráningu krónunnar og nær ómögulegt að átta sig á hvers virði íslenska krónan er. Undir venju- legum kringumstæðum gengur krónan kaupum og sölum á ekki ósvipuðu gengi og gengisvísitala Seðlabankans segir til um. Í því árferði sem nú ríkir fara viðskipti með krónuna hins vegar að mestu leyti fram utan við hefðbundna markaði, beint á milli markaðsað- ila. Þórólfur segir að þegar seðla- banki segist festa gengi, þá felist í því yfirlýsing um að tryggja við- skipti með gjaldmiðil á tilteknu gengi „í ótakmörkuðu magni. Bankinn verður að vera tilbúinn til að halda uppi umtalsverðum viðskiptum,“ segir Þórólfur, en alls seldi Seðlabankinn sex millj- ónir evra fyrir krónur á þessu gengi. Geir H. Haarde sagði á blaða- mannafundi í gær að gengi krón- unnar myndi sveiflast áfram næstu daga, á meðan óvissa ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar, líkt og sérfræðingar hafa einnig bent á. holmfridur@markadurinn.is „Hagfræðilegur barna- skapur“ að festa gengið ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON PRÓFESSOR Kallar tilraun Seðlabankans „hagfræði- legan barnaskap“. „Viðskipti með bréf Kaupþings áttu að hefjast í morgun [í gær} en hætt var við það eftir fárviðrið í tengslum við Icesave-reikning Landsbankans,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallarinn- ar. Viðskipti með hlutabréf Kaup- þings, Landsbankans, Glitnis, Spron, Straums og Existu voru stöðvuð á mánudag. Viðskipti hóf- ust með bréf Kaupþings á markaði í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærmorg- un og féll gengi bréfa í bankanum um 34 prósent. Þórður segir margt óskýrt með framtíð hinna fjármálafyrirtækj- anna í Kauphöllinni en væntir þess að það skýrist á næstu dögum. Þórður segir að sé litið til ann- arra fyrirtækja en þeirra sem tengist fjármálageiranum sé ljóst að þau hafi átt undir högg að sækja vegna óróans nú um stundir. „Það er ekki að öllu leyti sanngjarnt þar sem verðmætasköpun þeirra er mikil, tekjur í erlendum gjaldeyri og þau háð öðrum lögmálum en fjármálafyrirtækin. Þau ættu við þessar aðstæður að standa mjög vel,“ segir hann og undrast að gengi íslenskra fyrirtækja sem selji vöru og þjónustu erlendis hafi lækkað upp á síðkastið á sama tíma og gengi krónunnar fellur. „Það virðist sem vantrú fjárfesta á fjármálalífinu bitni á þessum fyrirtækjum.“ - jab ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Forstjóri Kaup- hallarinnar segir hefðbundin fyrirtæki á markaði eiga framtíðina fyrir sér á næstu misserum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.Ó.L. Kaupþingsbréfin enn í salti Órói vegna Icesave-reikningsins tefur viðskipti með hlutabréf Kaupþings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.