Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 38
 9. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Íslenskt grænmeti er fjölbreytt og mein- hollt og er um margt að velja. Nú er sá tími ársins þegar mikið er af nýju íslensku grænmeti í matvörubúðum. Þetta á sérstak- lega við um gróft og trefjaríkt grænmeti eins og spergilkál, gul- rætur, hvítkál, gulrófur, sellerí og grænkál. Tilvalið er að nýta sér þetta mikla úrval af nýju íslensku grænmeti til matargerðar. Kjör- ið er að nota grænmeti í rétti eins og íslenska kjötsúpu. Auðveld leið til að auka enn frekar grænmet- isneysluna er að hafa nóg af alls kyns grænmeti með matnum en æskilegt er að grænmeti sé um þriðjungur af hverri máltíð. Allt er vænt sem vel er grænt Grafin bleikja hentar bæði sem forréttur og álegg. Hollur er heimafenginn baggi og eitt af því sem Íslendingar fram- leiða er bleikja. Hana er fljótlegt að elda og reiða fram þannig að úr verði næringarrík máltíð. Kannski eiga líka ýmsir bleikju í frystinum úr veiðiferð sumarsins. Hana er upplagt að leggja í krydd- jurtir eins og timjan og steinselju og eiga sem grafna. Þannig hentar hún bæði sem forréttur og álegg. Bleikjan blívur Dyggðateppið er hannað af listakonunni Marý, öðru nafni Ólöfu Maríu Ólafsdóttur. Teppið er 155 x 210 cm að stærð og er það vélprjónað úr íslenskri gæð- aull í náttúrulegum litum. Hugmyndin að Dyggða- teppinu er sprottin frá íslensku dyggðaklæði sem talið er að sé frá fyrri hluta 18. aldar. Fundist hafa þrjú dyggðaklæði og eru þau öll varðveitt á Þjóð- minjasafni Íslands. Talið er að klæðin þrjú séu eftir dætur séra Hjalta Þorsteinssonar (1665-1754) próf- asts í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Séra Hjalti var einn helsti listamaður landsins á 18. öld en nokkur verka hans eru varðveitt á Þjóðminjasafninu. Talið er að Hjalti hafi sjálfur teiknað myndirnar á klæð- unum fyrir dætur sínar og þær svo saumað í en myndirnar á klæðunum svipa mjög til verka hans. Dyggðateppið er hannað og teiknað með nú- tímadyggðir í huga. Dyggðirnar eru ritaðar á íslensku: trú, þolinmæði, jákvæðni, heilsa, hreinskilni, heiðarleiki, fjölskyldu- og vina- bönd. Til hliðsjónar við val á nútímadyggð- um var notuð skoðanakönnun Gallup frá 1999 á því hverjar nútímadyggðir Íslendinga væru. Teppið yljar um leið og það minnir á að ástunda dyggðir og fæst teppið í Saltfélaginu, Þjóðminjasafni Íslands og á Birkiland.is. Teppið yljar um leið og það minnir á að ástunda dyggðir. Íslenskt kaffi er brakandi ferskt, líka þótt það sé borið fram með ítölsku sniði. Þjóðardrykkur Íslendinga er ný- lagaður molasopi, þótt útfærsl- ur alþjóðlegra kaffidrykkja hafi rutt sér til rúms í ríkari mæli með framandi kaffikönnuúrvali og heimsborgarahætti hin síðari ár, er fátt rómantískara og íslenskara en rjúkandi Bragakaffi. Þótt hillur verslana svigni undan spennandi kaffitegundum víðs vegar að úr heiminum er sann- leikurinn sá að ferskasta fáan- lega kaffið í íslenskar kaffikönnur er það sem hérlendis er nýbrennt og malað, laust við geymslu- og pakkabragð eftir flutning heims- hafanna á milli. Úrvalið er mikið og gott og sí- fellt er bryddað upp á freistandi nýjungum, hvort sem það er úr ilmandi kaffibaunum Kaffitárs, Te & kaffi eða Nýju kaffibrennsl- unnar. Íslenski sopinn Íslenskar dyggðir vélprjónaðar úr ull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.