Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 44
24 9. október 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Gunnjóna Una Guðmunds- dóttir skrifar um átak Krabbameinsfélags Íslands Lokaátak í söfnun vegna kaupa á stafrænum tækjum til leitar að krabbameini í brjóstum stend- ur nú yfir en auk forvarna hefur Krabbameinsfélagið veitt fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum þess stuðning í ýmsu formi. Má í því sambandi nefna átta íbúðir sem Krabba- meinsfélagið hefur til ráðstöfun- ar fyrir fólk utan af landi sem þarf að sækja krabbameinsmeð- ferð til Landspítalans. Fyrir tæpu ári tók Ráðgjafar- þjónusta Krabbameinsfélagsins til starfa og starfar hún í samvinnu við stuðningshópa Krabbameins- félagsins. Þar hafa sjálfboða- liðar stuðnings- hópanna aðstöðu til að hitta sjúklinga og veita jafn- ingjafræðslu. Þegar krabbamein greinist er það mikið áfall fyrir sjúklinginn og fjölskyldu hans. Þá er hjálplegt að kynnast sögu fólks sem hefur upplifað svipaðar kringumstæður. Því er boðið uppá fræðslufundi þar sem foreldrar fræða aðra foreldra um hvaða áhrif það getur haft á barn þegar foreldri þess greinist með krabba- mein. Um slíkar aðstæður má segja að sjaldan líði barni betur en foreldri. Í Ráðgjafarþjónustunni starfa félagsráðgjafi og hjúkrunarfræð- ingur í fullu starfi og sálfræðing- ur og fleiri fagaðilar sem verk- takar. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, námskeið, fræðslufundi og djúpslökun. Markmið fræðslufundanna er að fræða sjúklinga og fagfólk um krabbamein og hugsanleg áhrif þess á lund og líkama. Markmið námskeiðanna er að styrkja fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur þess. Hald- in eru námskeið í hugrænni atferl- ismeðferð þar sem tekist er á við kvíða og vonleysi og einnig hafa verið haldin sjálfstyrkingarnám- skeið. Í Ráðgjafarþjónustunni er meðal annars boðið upp á félags- lega ráðgjöf en í samfélaginu eru ýmis úrræði fyrir hendi sem standa fólki til boða en það stend- ur misjafnlega að vígi hvað áunn- in réttindi hjá stéttarfélögum og lífeyrissjóðum varðar. Lög um almannatryggingar, félagsþjón- ustu sveitarfélaga og félagslega aðstoð eiga að tryggja að allir njóti lágmarks framfærslu. Við þessar aðstæður nýtir fólk fyrst rétt sinn á vinnumarkaði en þegar honum lýkur taka sjúkrasjóðir stéttarfélaganna við. Þegar greiðslur úr sjúkrasjóðum stétt- arfélaga falla niður geta tekið við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, félagsþjónustu sveitarfé- laga eða jafnvel lífeyrissjóðum. Greiðslur til sjúklinga eru háðar öðrum tekjum og áunnum réttind- um fólks á vinnumarkaði. Í Ráð- gjafarþjónustunni er hægt að fá aðstoð við að afla upplýsinga um áunnin réttindi og einnig er aðstoðað við að sækja um lífeyri sem fólk á rétt á. Þegar krabbamein greinist er eðlilegt að það orsaki kvíða hjá viðkomandi varðandi framtíðina, bæði hvað varðar heilsu, fjárhag eða ýmsa félagslega þætti. Því er mikilvægt að nýta sér þá aðstoð, upplýsingar og ráðgjöf sem í boði er. Við þessar aðstæður getur verið mikil hjálp í að fara yfir stöðu sinna mála með aðstoð fag- aðila. Gagnlegt getur verið að gera sér hugmyndir um þá fram- tíð sem í vændum er og oft er hægt að fyrirbyggja að léttvæg vandamál valdi áhyggjum og kvíða eða jafnvel depurð og von- leysi. Þjónusta Ráðgjafarþjónustunn- ar er veitt án endurgjalds og vilj- um við hvetja fólk í þessum aðstæðum að nýta sér hana. Nán- ari upplýsingar er að finna á www. krabb.is/rad Höfundur er félagsráðgjafi og verkefnisstjóri hjá Ráðgjafarþjón- ustu Krabbameinsfélags Íslands. Félagsráðgjöf fyrir fólk með krabbamein UMRÆÐAN Bjarni Jónsson skrifar um trú- boð í skólastarfi Er brotið á mannréttindum í íslensku skólakerfi? Er lífs- skoðun mín, sem húmanista, minna virði en kristin lífsskoðun? Ofurá- hersla á kristnar lífsskoðanir í kennslu í opinberum skólum er brot á réttindum foreldra með aðra lífsskoðun en kristna. Þrátt fyrir að eðlilegt sé að börn fái fræðslu um kristni þá ber námsefnið þess greinileg merki að ofur áhersla er á kristni á kostnað annarra lífs- skoðana og hlutlaust, gagnrýnið og fræðilegt sjónarhorn skortir í námsefnið. Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg (MDES) felldi dóm þann 29. júní 2007 í máli norskra foreldra gegn norska ríkinu (Föl- gerö ofl. gegn Noregi). Málatilbún- ingur hófst árið 1995 og var málið dómtekið 1997 og tapaðist það fyrir öllum dómsstigum Noregs þ. m.t. í hæstarétti. Nokkrir foreldr- ar skutu því fyrir Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna sem í áliti sínu þann 8. nóvember 2004 studdi málflutning foreldranna. Samtímis var málið rekið fyrir MDES sem felldi sinn dóm á síð- asta ári foreldr- um í vil. Krafa foreldr- anna var að börn þeirra fengju fulla undanþágu frá kristinfræði- kennslu þar sem hún bryti á rétti þeirra að ala börn sín eftir eigin lífsskoðun. Stefnt var vegna brota á 9. grein Mannréttindasátt- málans um Hugsana- samvisku- og trúfrelsi. Einnig var stefnt vegna brota á 14. grein sáttmálans um Bann við mismunun auk þess að stefnt var vegna brota á 8. grein um Friðhelgi einkalífs og fjöl- skyldu og að lokum var stefnt vegna brota á grein 2 í samnings- viðauka nr. 1 við Mannréttinda- sáttmálann en það er Rétturinn til menntunar. Dómstóllinn taldi ljóst að Norska ríkið hafi ekki tryggt að miðlun þekkingar í námsskrá hafi farið fram á hlutlægan, gagnrýn- inn hátt og í anda margbreytileika eins og lýst er í samningsviðauk- anum. Því telur rétturinn að sú ákvörðun að neita foreldrum um fulla undanþágu frá kennslu brjóti gegn mannréttindum samkvæmt samningsviðaukanum en hann hljómar svo: Engum manni skal synjað um rétt til menntunar. Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það að slík menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoð- anir þeirra. Rétturinn taldi það vera grund- vallaratriði menntunar að virða rétt foreldra að hafa eigin trúar- lega og heimspekilega sannfær- ingu. Gildir fyrri málsgreinin hvort sem er fyrir ríkis- eða einka- rekna skóla. Síðari málsgreinin tryggir möguleika á margbreyti- leika (pluralism) í kennslu sem er grundvöllur lýðræðislegs samfé- lags. Grein 2 heimilar ekki að gerð- ur sé mismunur á trúar- og lífs- skoðunum. Greinin áleggur ríkinu þá kvöð að virða lífsskoðun for- eldra í öllum sínum háttum varð- andi menntun. Ekki aðeins gildir það v/innihalds kennsluefnis og kennslu heldur í öllum sínum skyldum gagnvart þegnum sínum. Að auki er í sömum lögum gerð krafa um að ríkisvaldið standi vörð um að kennsla sé hlutlæg, gagn- rýnin og margbreytileg. Ríkisvald- inu er BANNAÐ (is forbidden) að innræta lífsskoðun þannig að ekki séu virtar trúarlegar eða heim- spekilegar skoðanir foreldra. Þar eru mörkin dregin. Fimmtudaginn 9. október kl. 16.00 verður opinn fundur Sið- menntar um dóm Mannréttinda- dómstólsins frá 29. júní 2007. Hann verður haldinn í fyrirlestr- arsal Þjóðminjasafnsins og mun Lorentz Stavrum, lögmaður for- eldranna, rekja sögu og eðli dóms- ins. Vegna sambærilegrar stöðu á Íslandi og Noregi hvað varðar lög um grunnskóla og námsskrá í kristinfræðum er spurning hvort að yfirvöld menntamála á Íslandi verði að taka tillit til dómsins og breyta námsskrá og þ.a.l. náms- efni. Spurt er hvort Íslendingar þurfi að taka tillit til dómsins eða ekki? Menntamálaráðherra hefur, í samtali við stjórnarmenn Sið- menntar, lýst yfir að engar breyt- ingar verði gerðar – þrátt fyrir dóminn. Siðmennt hefur ítrekað bent yfirvöldum á að hlíta beri dómnum. Höfundur er varaformaður Siðmenntar. Mannréttindabrot í skólum? GUNNJÓNA UNA GUÐMUNDSDÓTTIR BJARNI JÓNSSON Verðbólga UMRÆÐAN Róbert Laxdal skrifar um efnahagsmál Ég heiti Róbert Laxdal og mig langar til að segja ykkur frá mínum skoðunum. Þær fjalla mest um verðbólgu, bensínverð og fátækt fólk. Af hverju getum við Íslendingar ekki lifað lífi eins og allir aðrir? Maður þarf að borga svo mikið fyrir margt hérna á Íslandi. Þurfum við kannski öll að verða einhverjir miljónamæringar til að geta lifað góðu lífi hérna? Getum við ekki gert eitthvað annað til dæmis á jólunum en að kaupa og kaupa því fullorðna fólkið eyðir oft svo miklum pen- ingum í gjafir handa börnum og ættinni? Í dag sá ég fullt af Íslending- um vera að eyða peningunum sínum í Lego og fullt af öðru dóti. Þetta var í Toys R Us í Korpu- torgi. Ég var mjög hissa þegar ég sá að fullt af fólki var mjög æst þarna og var að fylla körfurn- ar sínar af dóti. Það er verðbólga og allir eiga að vera að spara á þessum tíma. Þetta fólk var ekki að spara. Ef þetta fólk vill kaupa svona mikið þá er kannski betra að gefa fátækum börnum gamla dótið. Gefa það í Rauða Kross- inn. Mundi mann langa til að líða eins og fátæku fólki? Það mundi ég ekki vilja. Það á enginn að vera fátækur á Íslandi. Í dag sá ég að bensínverð var komið upp í næstum því 180 krónur hver lítri. Mín skoðun er að bensínlítri á að kosta um 100 krónur. Af hverju búum við ekki til bílafyrirtæki sem selur okkur rafmagnsbíla og þá þurfum við ekkert bensín? Þetta voru mínar hugsanir og skoðanir í dag. Höfundur er nemi. Kommóður á tilboði w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 kr. 21.800 kr. 14.900 kr. 10.900 kr. 15.900 Ég geng til dyra staðráðinn: Nú er stundin. Að verjast aðsóknum. Halda þeim úti. Hætta. Og skelli í lás … Þá opnast, að baki mér, aðrar. Misstu ekki af þessari snilld ný ljóðabók eftir þorstein frá hamri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.