Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 50
30 9. október 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þess- ar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstu- dag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýn- ir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólk- ið í blokkinni. Áhorfendur eiga þó von á allt annarri upplifun því þeim verður ekki vísað til sætis í saln- um, líkt og venjan er, heldur hefur sérstökum áhorfendapöllum verið komið fyrir á sviðinu sjálfu en leik- ið verður á hliðarsviði og baksviði. Heldur þar áfram tilraunum sem Kjartan Ragnarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir gerðu á síðustu öld til að nýta hin miklu hliðarrými Stóra sviðsins fyrir áhorfenda- svæði, en nú verða leikhúsgestir settir á hringsviðið og þeim keyrt milli leiksvæða með snúningi. Það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir fjölda landsþekktra leikara í uppsetningunni, tónlistar- stjóri er Jón Ólafsson en tónlist verksins er flutt af Geirfuglunum. Nú þegar hefur fjöldi kortagesta valið sýninguna í áskrift en á þessu hausti hefur met verið slegið í sölu árskorta á verkefnaskrá Leikfé- lagsins. Uppselt á yfir 25 sýningar- kvöld og stefnir hraðbyri í fína aðsókn, en verk Ólafs eiga trygga aðdáendur. Fólkið í blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík. Fólkið í blokkinni ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinn- ur hárfíni er í forsvari fyrir hljóm- sveitina Sóna sem æfir stíft í kjall- aranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru, en ýmsar meinlegar uppák- omur og óvænt samkeppni gera honum erfitt fyrir. Tekst þeim að frumsýna söngleikinn? Ná Sara og Hannes saman? Og hver á skjald- bökuna í baðkarinu? Aðdáendur Ólafs Hauks þekkja efniviðinn af tveimur hljómplötum og einu smásagnasafni. Ólafur hefur lengi unnið með þessar smá- myndir og komið þeim íjafn ólíka miðla og dægurlagið og hljómdisk- inn með skondnum lögum sínum, en nú holdgervast sumar þeirra á stóra sviðinu. Hann hefur á farsæl- um ferli skrifað sig inn í hjarta þjóðarinnar, bæði með leikritum sínum og ógleymanlegum sönglög- um. Auk leiksýningarinnar stendur til að framleiða sjónvarpsþætti um ævintýri fólksins. Fyrir skemmstu fékk framleiðslufyrirtækið Pega- sus handritsstyrk til að vinna 12 þátta seríu upp úr sögum Ólafs. Leikstjóri verksins verður Kristóf- er Dignus sem einnig skrifar hand- rit í samvinnu við Ólaf Hauk. Aðstandendur sýningarinnar eru leikararnir Guðjón Davíð Karls- son, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafs- son, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Magnús Guðmundsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sara Marti Guð- mundsdóttir. Leikmynd gerir Vyt- autas Narbutas en Björn Berg- steinn Guðmundsson lýsir. Hljóðstjórn annast Sigurvald Ívar Helgason en búninga gerir Filippía I. Elísdóttir. pbb@frettabladid.is Fólkið í blokkinni LEIKLIST Fólkið í blokkinni stígur dans MYND LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR/GRÍMUR BJARNASON Kl. 17 Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra, fjallar um sögulandslagið í Vatns- dælasögu í stuttu erindi í Akureyraraka- demíunni í dag kl. 17. Í erindinu bendir Þór á að í sögunni sé notast við sögulandslag og fornminjar til að þjóna pólitískum hags- munum á 13. öld. Fyrirlesturinn fer fram í gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar- innar í Háskólabíói í kvöld hafa yfirskriftina Í sígaunasveiflu. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist sem á það sammerkt að tengjast eða sækja innblástur sinn í tónlist Roma-þjóðarinnar, sem löngum hefur verið kölluð sígaunar. Flökkuþjóð þessi á sér ríka og ein- staka tónlistarhefð sem mörg helstu tónskáld heimsins hafa hrifist af. Til að miðla þessari mergjuðu tónlist nýtur hljómsveitin liðsinn- is þýska hljómsveitarstjórans Sebastians Terwinkel og fiðluleik- arans Rachel Barton Pine. Hún þykir einhver magnaðasti fiðlu- leikari samtímans, litrík með afbrigðum og leikur af þeim ástríðuhita sem hentar þessari tónlist. Af verkum sem flutt verða má nefna Tzigane eftir Maurice Ravel, ungverska dansa Brahms og hina stórglæsilegu Carmen- fantasíu spænska fiðlusnillingsins Pablo de Sarasate. - vþ Fiðla í sveiflu RACHEL BARTON PINE Hæfileikaríkur fiðluleikari sem kemur fram með Sin- fóníuhljómsveitinni í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 9. október ➜ Tónleikar 20.00 Motion Boys halda útgáfu- tónleika á NASA. Sérstakir gestir verða Sprengjuhöllin. 21.00 Sveitin Hvar er Mjallhvít verður með útgáfutónleika í Iðnó. 21.00 Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum á Kaffi Rósenberg, Klapparstíg 25. Fram koma hljómsveit Andreu Gylfadóttur og Kvartett Jóns Páls Bjarnasonar. 22.00 Hljómsveitarnar B.SIG og Leðurbjöllurnar spila á Glaumbar. Aðgangur ókeypis. Skátar, Bloodgroup og Dlx Atx halda tónleika á Hraunsnefi í Borgarfirðinum. ➜ Fyrirlestrar 20.00 Ferðalagið að kjarna sjálfsins Maxine Gaudio heilari og orkumeistari verður með fyrirlestur byggðan á nýútkominni bók sinni, á Hótel Borg í kvöld. Söngkonan Diddú flytur lög af væntanlegri plötu sinni. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Sýningar Salt og pipar Í sýningarsal Amtsbókasafnsins á Akureyri stendur yfir sýning á salt- og piparstaukum sem Guðmundur Helgi Helgason hefur safnað. Bókasafnið er opið mán.-fös. 10.-19 og lau. 12-17. ➜ Ljósmyndasýningar Annar heimur Jóna Þorvaldsdóttir sýnir silver gelatin ljósmyndir sem hún tók í Kína, í Galleri Sævari Karli, Bankastræti 7. Sýningin stendur til 25. okt og er opin virka daga frá kl. 10.-18. og lau. 10.-16. ➜ Tónlist 12.00 Hádegistónleikar Sólrún Bragadóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari verða með tónleika í Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. 12.15 Hádegistónleikar Ómar Guðjónsson ásamt Matthíasi Hemstock og Þorgrími Jónssyni, leikur efni af nýrri plötu í Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti 7. ➜ Myndlist Myrkurlampi Haraldur Jónsson sýnir í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. Sýningin stendur yfir til 26. okt. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Páll Sólnes sýnir olíuverk í Gallerí Syrpu, Strandgötu 39, Hafnarfirði (2. hæð). Sýningin stendur til 26. okt. og er opin þri.-fös. 12-17. og lau. 10-14.. Tveir módernistar Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar og Þorvaldar Skúlasonar í Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Sýningin er opin 11.-17. alla daga nema þriðjudaga. Á fimmtudögum er opið til kl. 21. Rut Rebekka sýnir í Grafíksafni Íslands, stór olíumálverk. Sýningin stendur til 19. okt og er opin fim. - sun. kl. 14.00- 18.00. Grafíksafn Íslands, Tryggvagötu 17. ➜ Viðburður Suður-amerísk menningarhátíð í Kópavogi 12.00 Ekvador að fornu og nýju Hádegisleiðsögn um sýninguna í Gerðasafni, Hamraborg 4. 17.15 La Tigra (Tígrisynjan) Kvikmynd eftir Camilo Luzuriaga verður sýnd í Kórnum, Safnahúsi Kópavogs, Hamraborg 6a. 20.00 Náttúra - nýting - menning Kynning og fræðsla um Ekvador og Galapagos í Salnum, Hamraborg 6. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason Ekki missa af eldfjörugum söngleik og ekta diskófjöri! lau. 11/10 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 12/10 örfá sæti laus Macbeth William Shakespeare fim. 9/10 uppselt fös. 10/10 uppselt Takmarkaður sýningafjöldi Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin lau. 11/10, sun. 12/10 örfá sæti laus Hart í bak Jökull Jakobsson Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað Frumsýning 17. október Örfá sæti laus á fyrstu fimm sýningarnar www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Engisprettur Biljana Srbljanovic Heillandi leikhúsveisla - síðustu sýningar fim. 9/10 örfá sæti laus, fös. 10/10 Sá ljóti Marius von Mayenburg Nú á leikferð um landið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.