Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 52
32 9. október 2008 FIMMTUDAGUR Silfurrefurinn Richard Gere snýr aftur í kvik- myndahús landsmanna nú um helgina í rómantísku dramamyndinni Nights in Rodanthe, mörgum eflaust til mikils fagnaðar. Í Nights in Rodanthe segir frá Adrienne Willis, sem Diane Lane leikur. Líf Adrienne er ein óreiða; maðurinn hennar heldur fram hjá henni og hún á í stormastömu sam- bandi við dóttur sína á tánings- aldri. Hún flýr á gistihús í afskekktum strandbæ til að koma reiðu á hugsanir sínar og kemst þar í kynni við Paul Flanner, per- sónu í meðförum Richard Gere. Flanner tekst sjálfur á við stórar samviskuspurningar og er því skiljanlegt að hann finni vissan samhljóm í hinni ráðvilltu Adri- enne. Þau verja saman ógleyman- legri rómantískri helgi við strönd- ina og reyna að ráða í lífsgátuna. Af ofangreindri lýsingu þarf engan að undra að myndin byggist á sögu eftir Nicholas Sparks, en hann samdi einnig bókina sem síðar varð að myndinni The Note- book. Að auki samdi hann sögurn- ar A Walk to Remember og Message in a Bottle, en báðar urðu þær síðar að myndum sem segja mætti að séu nánast miskunnar- lausar í yfirþyrmandi rómantík sinni og tilfinningaátökum. Svo mikið er næsta víst að fáir sleppa frá sagnaheimi Sparks með þurra hvarma. Leikstjóri Nights in Rodanthe er George C. Wolfe, en myndin er fyrsta leikstjórnarverkefni hans sem sýnt er í kvikmyndahúsum. Hann er þó enginn nýgræðingur í leikstjórabransanum; maðurinn er þaulvanur sviðsleikstjóri og hefur tvisvar sinnum hlotið hin eftirsóttu Tony-verðlaun fyrir uppsetningar sínar á Broadway. Hann leikstýrði einnig sjónvarps- myndinni Lackawanna Blues sem gæðasjónvarpsstöðin HBO fram- leiddi og sýndi við góðan orðstír. Athygli vekur að óvenju hátt hlutfall þeirra sem koma að gerð myndarinnar eru konur; þannig er annar handritshöfundanna kona sem og nokkrir framleiðandanna. Einnig sjá konur um tónlist og heildarútlit framleiðslunnar, sem og hefðbundnari „kvennastörf“ kvikmyndabransans svo sem förð- un og búninga. Því má leiða líkum að því að Nights in Rodanthe sýni kvikmyndahúsagestum hvert kvikmyndabransinn myndi þróast væri yfirtaka kvenna yfirvofandi. vigdis@frettabladid.is Rómantík á ströndu Þau tíðindi berast úr heimi erlendra kvikmynda, og koma líkast til fáum á óvart, að leikstjórinn sérvitri Tim Burton hafi fengið eiginkonu sína, Helenu Bonham Carter, til að fara með hlut- verk í kvikmyndaaðlögun sinni á sögu Lewis Carroll um Lísu í Undralandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bonham Carter fer með veigamikið hlutverk í mynd eftir Burton; leikstjórinn er þekktur fyrir að notast við sömu leikarana aftur og aftur, enda hefur sú nálgun reynst honum vel. Hann hefur til að mynda ítrekað ráðið Johnny Depp til að fara með stór hlut- verk í myndum sínum og er Lísu-myndin engin undan- tekning frá því þar sem Depp mun fara með hlutverk Óða hattarans. Bonham Carter fer með hlut- verk rauðu drottningarinnar, en sú virðist vera einhvers konar aðlögun á hjartadrottn- ingunni skapstirðu sem kemur fyrir í upprunalegu sögunni. Rauða drottningin mun í það minnsta vera ámóta gjörn og fyrirmyndin á það að æpa „Hausinn af!“ við minnsta tilefni. Burton hefur einnig ráðið leikkonuna ungu Anne Hathaway, sem einna þekktust er fyrir hlutverk sitt í myndinni The Devil wears Prada, til að fara með hlut- verk hvítu drottningarinnar, en sú mun vera systir þeirrar rauðu og öllu betri í skapinu. Á meðal ann- arra leikenda í myndinni er fitu- bollan Matt Lucas, sem íslenskir áhorfendur þekkja úr þáttunum Little Britain, en hann fer með hlutverk viðundranna Tweedled- um og Tweedledee. Eins og gera mátti ráð fyrir verður myndin hæfileg blanda af samleik raunverulegs fólks og tölvugerðra vera og umhverfis. Tökur á myndinni hefjast nú síðar í haust, en hún er væntanleg í kvikmyndahús á vormánuðum árið 2010. - vþ Bonham og Hathaway drottningar í Undralandi BONHAM OG BURTON Hjónin vinna saman að gerð kvikmyndar um ævintýri Lísu í Undralandi. Í SÁLARKREPPU Richard Gere og Diane Lane í hlutverkum sínum í myndinni Nights in Rodanthe. > Frumsýndar um helgina Nights in Rodanthe - 5.6 af 10 hjá imdb.com; 27% hjá rottentomatoes.com The House Bunny - 5.8 af 10 hjá imdb.com; 38% hjá rottentomatoes.com Hamlet 2 - 6.4 af 10 hjá imdb.com; 63% hjá rottentomatoes.com Kvikmyndavefsíðan rottentom- atoes.com hefur tekið saman lista yfir 50 bestu teiknimyndir allra tíma. Þar kennir ýmissa grasa, til að mynda má finna nokkrar japanskar teiknimyndir á listanum, þó svo að meginþorri þeirra mynda sem komast að sé að sjálfsögðu bandarískur. Það kemur eflaust mörgum á óvart að sú mynd sem trónir á toppnum og þykir best allra teiknimynda er framhaldsmynd- in Leikfangasaga 2 frá árinu 1999. Myndin sú er úr smiðju Pixar-veldisins og er framhald Leikfanga- sögu sem kom út árið 1995. Leikfanga- saga 2 fékk vissu- lega afar jákvæða dóma gagnrýnenda á sínum tíma, en hefur þó varla náð stöðu sígildrar myndar. Einnig má teljast óvenju- legt að framhalds- mynd nái því að skáka forvera sínum. Þess má þó geta að Leik- fangasaga er í fjórða sæti á list- anum og er því langt frá því að teljast ómerkileg framleiðsla. Í öðru sæti listans er svo Disney-teiknimyndin um Mjall- hvít og dvergana sjö frá árinu 1937. Staða hennar kemur síður á óvart, enda um óumdeilanlega sígilda mynd að ræða sem hefur heillað börn og fullorðna svo áratug- um skiptir. Aðrar myndir sem kom- ast hátt á lista eru Gosi, sem vermir þriðja sætið og nýstirnið Wall-E sem vermir það fimmta. Á botni listans, í fimmtugasta sæti, er svo South Park- kvikmynd- in frá árinu 1999. Myndina þá prýddu grófir brandar- ar og enn grófari hreyfimyndir og því kannski ekki við öðru að búast en að myndin eigi misvel upp á pallborðið hjá gagn- rýnendum. - vþ Leikföngin sigursæl BÓSI OG VIÐAR Hetjur bestu teiknimyndar allra tíma? Sem kunnugt er hefur breski leikstjórinn Guy Ritchie, sem einna þekktastur er fyrir að vera kvæntur söngkonunni Madonnu, tekið að sér að leikstýra Holly- wood-mynd um ævintýri leynilög- reglumannsins snjalla, Sherlocks Holmes. Vonast er til að myndin muni endurvekja feril leikstjórans sem nokkuð hefur dalað síðustu miss- eri. Ritchie sló í gegn á tíunda áratugnum með ofbeldisfullum myndum á borð við Snatch og Lock, Stock and Two Smoking Barrels, sem hófu upp til skýjanna lífsstíl glæpamanna í Lundúna- borg. Myndir Ritchie hin síðari ár hafa þó fengið fremur slæma dóma enda þykir leikstjórinn nokkuð gjarn á að endurtaka sig. Botninum þótti náð með myndinni Swept Away þar sem Madonna var í einu af aðalhlutverkunum. Nýverið var svo tekin til sýninga í kvikmynda- húsum í Bretlandi myndin Rock‘n‘Rolla, en í henni leitar Ritchie á svipuð mið og áður; myndin segir frá ævintýrum djarf- ra glæpahunda í Lundúnaborg og hefur hlotið heldur dræmar viðtökur gagnrýnenda. Það er því skiljanlegt að aðdá- endur Sherlocks Holmes séu uggandi yfir því að hinn mistæki Ritchie muni leikstýra myndinni. Sjálfur hefur hann látið hafa eftir sér að Holmes takist ekki aðeins á við andstæðinga sína með ályktunarhæfni að vopni, heldur einnig hnefa og hnífa. Í hlutverki Holmes verður Robert Downey Jr., en Jude Law leikur Dr. Watson. - vþ Holmes mundar kutann GUY RITCHIE Leikstjóri með glæpamenn á heilanum. > LEIKSTÝRIR SJÁLFUM SÉR Íslandsvinurinn Forest Whitaker hefur tekið að sér að leika í og leikstýra kvik- mynd um ævi djassleikarans og snillings- ins Louis Armstrong. Fréttir þessar hafa vakið nokkra athygli þar sem Whitaker, sem á mikilli velgengni að fagna sem leikari, hefur aðeins tvisvar áður leik- stýrt kvikmynd og þótti útkoman í bæði skiptin síður en svo góð. V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . NÝ ÍSLENSK KVIKMYND - FRUMSÝND 9. OKTÓBER BESTA MYNDIN og Showtime verðlaunin - New York LGBT Festival Sérstakt afrek í þágu kvikmynda - Exit, Novi Sad, Serbía V i in n in g a r n g ve rð a a ERTU Á LEIÐINNI Í BÍÓ? SENDU SMS BTC BSR Á NÚMERIÐ 1900 VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA HVER VINNUR!9. BESTA MYNDIN - Teddy Awards Berline Film Festival ,,Áhrifarík kvikmynd" - LA Times ,,Heillandi og dómlaus frásögn - Hollywood Reporter bio@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.