Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 9. október 2008 Lag bresku rokksveitarinnar Oasis, The Turning, þykir sláandi líkt laginu Devil Woman með Cliff Richard. „Ég heyri alveg líkindin,“ sagði Janine Castle, meðlimur alþjóðlegu Cliff Richard-samtakanna. „Það er kominn tími til að Cliff fái viðurkenningu fyrir snilli sína á tónlistarsviðinu.“ Tvívegis hafa hinir Bítlalegu Oasis verið dæmdir fyrir lagastuld og þurft að láta af hendi fúlgur fjár. Lagið Whate- ver þótti of líkt How Sweet to Be an Idiot með hljómsveitinni The Bonzo Dog Doo-dah Band og lögunum Shakermaker og I´d Like to Teach the World to Sing með New Seekers þótti svipa óeðlilega mikið saman. Sakaðir um lagastuld CLIFF RICHARD Rokkararnir í Oasis eru sakaðir um að hafa stolið frá Cliff Richard. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ghosts From the Past, nýjasta plata hljómsveitarinnar Bang Gang, kemur út í Kína og Taívan um miðjan mánuðinn. Er þetta í fyrsta skipti sem Bang Gang kemst inn á þessa markaði. Nú styttist í að Bang Gang hiti upp fyrir frönsku sveitina Air í tveimur klassískum tónleikahöll- um í borgunum Reims og París 10. og 11. október. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst verða tónleikarnir óhefðbundnir að því leyti að þeir verða órafmagnaðir hjá báðum hljómsveitunum. Uppselt var á tónleikana fyrir langalöngu. Útgáfa í Kína og Taívan BARÐI JÓHANNSSON Forsprakki Bang Gang gefur út nýjustu plötu sína í Kína og Taívan um miðjan mánuðinn. Baggalútsmenn eru hvergi af baki dottnir því tvær plötur eru væntanlegar úr þeirra herbúðum á næst- unni. Á mánudaginn kemur í búðir ný barnaplata Braga Valdimars Skúlasonar og Kidda í Hjálmum, sem nefnist Gilligill, og um það bil mánuður er í næstu plötu Baggalúts, Nýjasta nýtt. Sú plata er alls- herjar gleðiplata, að sögn Braga Valdimars, enda veiti ekki af því í dag. „Ég vona að þegar fólk hættir að kaupa rolex-úrin og jeppana fari það kannski að kaupa plötur í staðinn, það er okkur í hag. Við vonum bara að hlutirnir haldist innan við tuttugu þúsund kallinn,“ segir hann. Á meðal gesta á barnaplötunni verða Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson, Magga Stína, Bogomil Font og Snorri í Sprengjuhöllinni. Baggalútsmenn hafa farið mikinn á heimasíðu sinni að undanförnu, enda af nógu að taka úr íslensku efnahagslífi. „Það er búið að auka gullforða Bagga- lúts mikið á undanförnum vikum og mánuðum. Dem- antanámurnar okkar eru tryggar og við vorum ekki mikið í hlutabréfaviðskiptum, bara áttuðum okkur eiginlega ekkert á því,“ segir Bragi. „Það eru engir stórir bankar í okkar eigu, alla vega ekki heima, þannig að við erum ágætlega sáttir. Nú er bara að kaupa niðursuðuvörur og grófa skóflu og grafa sig í jörð.“ - fb Plötur í stað rolex og jeppa BAGGALÚTUR Strákarnir í Baggalúti fylgjast náið með fram- vindu mála í íslensku efnahagslífi. Útgáfutónleikar Motion Boys á Nasa í kvöld! Aðeins 1500 kr. inn og platan fylgir með eða aðeins 500 kr. Sérstakir gestir eru Sprengjuhöllin. GÓÐIR ÍSLENDINGAR! ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ! PLATAN MEÐ MOTION BOYS ER KOMIN ÚT! Inniheldur m.a lögin Hold Me Closer To your Heart, Waiting To Happen, Queen Of Hearts og Five 2 Love.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.