Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning október 2008 . M EÐ G Ó Ð FÚ SL EG U L EY FI U N U D Ó RU C O PL EY . Í DRAUMI SÉR- HVERS MANNS er fall hans falið Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 12. október 2008 — 279. tölublað — 8. árgangur Opið 13–18 Lokadagur BÆTIR Í VIND Í dag verða austan 10-15 m/s en hægari NV-til. Rigning í fyrstu sunnan- og vestanlands og úrkoma í flestum landshlutum í kvöld. Slydda sums staðar norðan til. Hiti á bilinu 2-10 stig. VEÐUR 4 3 2 4 7 5 VEÐRIÐ Í DAG % 20 40 60 80 100 40.000 slaufurSöfnunarmarkmið HEILBRIGÐISMÁL Ráðhús Reykja- víkur var lýst bleikt í gærkvöldi í tilefni af sölu Krabbameinsfé- lagsins á bleiku slaufunni, sem er tákn baráttunnar gegn brjósta- krabbameini. „Lýsingin var hönnuð í sjálfboðavinnu af nemendum Tækniskólans. Þetta var mjög metnaðarfullt verkefni og tókst afar vel,“ segir Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélagsins. „Með þessu viljum við votta Íslendingum þakklæti fyrir að hafa tekið svona vel undir átak okkar. Okkur langaði líka að lýsa upp skammd- egið, vekja von og hvetja lands- menn til samstöðu á þessum erfiðu tímum.“ Salan á slaufunum, sem eru fjörutíu þúsund, hefur gengið afar vel og eru þær nánast uppseldar. - fb Ráðhúsið í bleikum litum: Íslendingum vottað þakklæti BLEIKT RÁÐHÚS Ráðhús Reykjavíkur var lýst bleikum litum í gærkvöldi í tilefni af sölu á bleiku slaufunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EVRÓPUÆVINTÝRI VALS Á ENDA Kvennalið Vals á ekki lengur möguleika á að komast í átta liða úrslit Evrópukeppninnar eftir 2-3 tap á móti ítölsku meisturunum í Bardolino. 29 ICESAVE Í HOLLANDI Stuðningsmenn hollenska landsliðsins í knattspyrnu vísuðu til hremminga á íslenskum bankamarkaði þegar landslið Íslands og Hollands mættust í undankeppni HM í gær. Hollendingar fögnuðu sigri í leiknum og gátu líka fagnað því að samkomulag náðist um ábyrgðir á greiðslum til eigenda Icesave-reikninga Landsbankans í Hollandi. NORDIC PHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Nýtt félag sem tekur við rekstri Glitnis var stofnað á föstudag. Það hefur ekki enn tekið form- lega til starfa en búast má við að það verði fljótlega. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Birna Einarsdóttir bankastjóri Nýja Glitnis eins og bankinn mun heita. Birna er framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Glitnis. Formaður stjórnar Nýja Glitnis er Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Aðrir í stjórn bankans eru Þóra Hjaltested, Guðjón Ægir Sigurjónsson, Maríanna Jónsdóttir og Sigmundur Sigurgeirsson. Eins og áður segir hefur ekki verið gengið formlega frá því að nýja félagið taki yfir þann hluta Glitnis sem ætlunin er að verði áfram í rekstri. Skilanefnd á vegum fjármálaeftirlitsins er því enn að störfum við Glitni. Hið sama gildir um skilanefnd fyrir Kaupþing. Að sögn Írisar Bjarkar Hreins dóttur, talsmanns Fjármálaeftirlitsins, hefur sambærilegt nýtt félag ekki verið stofnað fyrir Kaupþing. Fastlega er búist við að mörg hundruð starfsmenn hjá Glitni missi vinnuna. Sama mun gilda um Kaupþing. Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kaupþings, sagði að tölvuskeyti hefði borist starfsmönnum þar sem skilanefnd bankans þakkar þeim fyrir metnað í starfi á undan- förnum dögum. Anna Karen Hauksdóttir, formaður Starfsmanna- félags Glitnis, segist ekkert hafa heyrt af fyrirætlun- um Fjármálaeftirlitsins með bankann. „Þessi óvissa er vond fyrir alla.“ segir Anna Karen. - gar Fjármálaeftirlitið hefur stofnað nýtt félag fyrir Glitni og ráðið nýjan bankastjóra: Stjórn skipuð fyrir Nýja Glitni FINNA TIL MEÐ ÍSLENDINGUM Trúðarnir í danska sjón- varpsþættinum Klovn ræða um áhyggjur sínar af íslensku efnahagslífi í viðtali við Fréttablaðið. SÍÐA 10 Veruleikans kalda ró ÖLD ER LIÐIN FRÁ FÆÐINGU STEINS STEINARRS. VELT ER UPP SPURNINGUNNI UM HVER SÉ NÚ STAÐA ÞESSA SKÁLDJÖFURS Í VITUND ÞJÓÐARINNAR. SJÁ MENNINGU VIÐSKIPTI Gunnar Sigurðsson, for- stjóri Baugs, segir stöðuna sem upp er komin í Bretlandi eftir gjaldþrot íslensku bankanna vera súrrealíska. „Aðstæðurnar sem hafa skapast fyrir Baug og fyrir- tæki félagsins eru mjög sérstakar. En þetta er eitthvað sem við erum að reyna að vinna úr,“ segir Gunnar. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formaður Baugs, tekur í sama streng. „Það er hart sótt að okkur í Bretlandi og það virðist ekki ætla að verða létt verk fyrir íslensk fyr- irtæki að lifa þetta af,“ segir Jón Ásgeir. Sir Philip Green, einn umsvifa- mesti kaupsýslumaður Bretlands- eyja, hefur verið orðaður við hugsan- leg kaup á starfsemi Baugs í Bretlandi. „Green er ekki búinn að kaupa félagið, það er alveg ljóst. En vissu- lega hefur hann áhuga á einhverj- um þessara eigna. Þetta eru góðar eignir,“ segir Jón Ásgeir. Breska viðskiptablaðið Financial Times greinir frá því að Sir Philip, sem er eigandi verslana á borð við BHS og Topshop, hafi í hyggju að leggja allt að tvo milljarða punda, jafnvirði um 77 milljarða króna, inn í Baug. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær funduðu Baugsmenn með Green og Björgvin G. Sigurðs- syni viðskiptaráðherra á föstudag. Í frétt sinni hefur Financial Times eftir Green að viðræðurnar hafi snúist um kaup hans á öllum skuldum Baugs í hinum gjaldþrota íslensku bönkum. „Allar eigurnar hafa verið frystar. En ég vil ekki að þessi fyrirtæki fari á hausinn og það vilja Jón og Gunnar ekki held- ur,“ hefur blaðið eftir Green. Enn fremur segir í frétt blaðsins að for- svarsmenn Baugs hafi tjáð Green að ekki væru allar eigur fyrirtækis- ins til sölu. Takist samningar um yfirtöku skuldanna verði Green í sterkri stöðu til að semja um frek- ari eignarhlut í fyrirtækinu, að mati blaðsins. Hvorki Jón Ásgeir né Gunnar vilja tjá sig nánar um hugsanlega aðkomu Greens að fyrirtækinu. - kg FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-2 fyrir Hollandi í undankeppni HM í Rotterdam í gær. Hollenska liðið komst yfir strax á 14. mínútu en náði aðeins að bæta einu marki við á meðan íslenska liðið náði að skapa sér nokkur ágæt færi. „Það er náttúrulega alltaf svekkjandi að tapa en það er líka spurning hvernig menn tapa. Það verður að taka það líka með í reikninginn. Við vorum að spila við eina af sterkari þjóðum heims og við getum alveg borið höfuðið hátt eftir leikinn,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. - óój, -óþ, Sjá Íþróttir bls 28 Undankeppni HM í fótbolta: Tap í Hollandi Staðan í Bretlandi orðin súrrealísk Forstjóri Baugs segir erfiða stöðu komna upp í bresku viðskiptalífi. Stjórnarfor- maður félagsins segir útlit fyrir lífróður íslenskra fyrirtækja ytra. Hann segir breska auðkýfinginn Sir Philip Green hafa áhuga á eignum fyrirtækisins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.