Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 12. október 2008 11 kraftur og notar óspart ýkta mynd af sjálfum sér. Casper: Lars er samt mjög vina- legur og góður maður og mjög góður vinur okkar. Frank: Já, hann er mjög vinaleg- ur í raunveruleikanum. Frank og Casper hófu samstarf í sjónvarpsþáttunum Casper og Mandrilaftalen sem sýndir voru á dönsku sjónvarpsstöðinni DR2 í lok síðustu aldar. Frank: Casper var fenginn til þess að gera þessa þáttaröð, enda var hann þá orðinn stjarna. Svo fékk hann mig og fleiri til liðs við sig. Ég var eins og lítið fræ við hlið hans. Casper: Ég hafði séð til Franks og vildi fá hann með. Í fyrstu var hann reyndar upptekinn en kom síðar inn. Við fundum fljótlega út að við unnum vel saman. Við erum báðir mjög metnaðarfullir þegar kemur að því sem við gerum. Frank (glottandi): Við elskum báðir metnað. Casper: Við vinnum alltaf út frá einhverju sem skiptir máli og það skiptir máli fyrir okkur að hlut- irnir séu í samhengi. Eins og í næstu seríu þá verður Casper rosaleg þunglyndur og endar á lokaðri geðdeild. Ég lenti einmitt í krísu, hékk á sófanum hjá Frank í fleiri vikur og komst hvergi. Frank: He, he, já einmitt hann hékk bara á sófanum og grét. Casper: Nei, í alvöru talað þá er ég búinn að ganga í gegnum efa- semdartímabil, lífskrísu sem er eðlileg. Allir eiga sína góðu daga og slæmu daga. Það er eðlilegt fyrir okkur að nota það sem við upplifum í þættina okkar. Frank og Casper í Klovn lenda alltaf í ýktari hlutum en Frank og Casper í raunveruleikanum. Hvernig er sambandi ykkar háttað í dag? Frank: Casper hefur kennt mér mikið um það hvernig það er að vera þekktur. Ég er sennilega feimnari en Casper, ekki eins mikið út á við. Casper: Ég er búinn að vera þekktur í Danmörku síðan ég var mjög ungur þannig að ég var sjó- aðri en Frank í því að meðhöndla fjölmiðla og frægðina. Nú erum við hins vegar jafningjar þegar kemur að frægðinni og getum stutt hvorn annan í því. Frank: Við förum til dæmis aldrei á frumsýningar kvikmynda þar sem við komum hvergi nærri. Casper: Nei, ég vil miklu heldur borga mig inn á mynd ef mig langar að sjá hana heldur en að mæta á frumsýningu og vera þar með að keppa við aðra fræga um athygli ljósmyndaranna. Ég lýsti því yfir fyrir mörgum árum að ég kæri mig ekki um hvernig blöð eins og til dæmis Séð og heyrt hér í Danmörku vinna. Ég fer til dæmis aldrei í viðtöl við þess háttar blöð. Þau minna mig á pylsugerð, það er öllu steypt ofan í sömu hakkavél og út kemur eins- leitur og óáhugaverður massi. Frá hvaða blaði ertu annars? Frank: Ég var einmitt að hugsa það sama, kemurðu nokkuð frá slúðurblaði á Íslandi? Þeir róast þegar þeir fá að vita að viðtalið muni birtast í útbreidd- asta dagblaði Íslands, Fréttablað- inu. Casper: Fedt man. Eigið þið bara fræga vini, eru engir Pivertar í hópnum lengur? (Í þáttunum er Pivert seinfær vinur Franks sem er giftur heila- dauðri konu). Casper: Ég á alls konar vini. Ég hélt upp á fertugsafmælið mitt í sumar og þar var fólk úr öllum áttum. Vinir mínir eiga það samt sameiginlegt að þeir hafa tekið ákvörðun um hvernig lífi þeir vilja lifa og lifa samkvæmt því, eltast ekki við það sem er flott hverju sinni. Ég er ekki með neina Piverta í mínum félagsskap leng- ur, þeir eru horfnir. Frank: Ég er sennilega með einn til tvo í kringum mig og svo spyrja þeir mig hvor fyrir sig hvort þeir séu fyrirmynd að Pivert í Klovn. Ég þvertek nátt- úrulega fyrir það. (Casper hlær mikið, og það krymt- ir í Frank.) Casper: Svo á ég náttúrulega góðan vin innan konungsfjöl- skyldunnar, en ég vil ekki tjá mig meira um það. Hvernig horfir framtíðin við ykkur? Casper: Við erum að vinna að síð- ustu þáttaröðinni um Klovn um þessar mundir og síðan munum við fara hvor í sína áttina, alla- vega tímabundið. En við munum hjálpa hvor öðrum eins og við höfum gert hingað til. Frank: Þótt ég hafi sett dýra- læknanámið mitt í bið vil ég full- vissa íslensku þjóðina um að ég muni einhvern daginn eignast einhver dýr. Ég gæti vel hugsað mér að eiga íslenska hesta. Það er bara erfitt fyrir mig að eiga dýr eins og er af því að Casper er með svo mikið ofnæmi og dýrahár hafa tilhneigingu til að festast í fötum. Casper: Já, uss, ég þoli enginn dýr. Með ofnæmi fyrir öllum dýrum. En nú er gullkálfurinn dauður. Tími peningahyggju og óhollra viðmiða er búinn. Það eru að koma nýir tímar. Frank: Ég vil gjarnan koma á framfæri þakklæti til Stefáns Gíslasonar fyrirliða Bröndby fyrir hans framlag. Casper: Ég verð bara að segja að þetta er stærsti viðburður í lífi mínu. Ha, að veita þetta viðtal? Casper: Já að veita þetta viðtal, þetta er besti dagur lífs míns. CASPER OG FRANK: Gátu ekki keypt íslenskar krónur í Kaupmannahöfn til að borga stöðumælasekt í Reykjavík fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga í Garði helgina 17. til 19. október 2008 í Íþróttamiðstöðinni. Dagskrá sýningarinnar Föstudagur 17. okt. Opnun kl. 17:00. Sýningin er opin til kl. 20:00. Oddný Harðardóttir bæjarstjóri flytur ávarp. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Garði. Merkingar á fornminjum í Garði. Guðmundur Garðarsson. Laugardagur 18. okt. Sýningin er opin frá 10:00 - 17:00. 11.00 Barnakór Tónlistarskólans í Garði og Gerðaskóla. 13.00 Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Garði. 13.30 Börn frá leikskólanum Gefnarborg syngja. 14.00 Söngsveitin Víkingar. 14.30 Dans frá Kolumbíu. 15.00 Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Garði. 15.30 Margrét Lára Þórarinsdóttir flytur tónlist. 16.00 Vignir Bergmann flytur tónlist. 13.00-15.00 Stefán F. Einarsson matreiðir fiskrétti úr hráefni frá Nesfiski. Sunnudagur 19. okt. Sýningin er opin frá 10:00 - 17:00. 13.00 Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Garði. 14.00 Vignir Bergmann flytur tónlist. 15.00 Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Garði. 16:30 Útskálakirkja. Sr. Björn Sveinn Björnsson fer yfir sögu og muni kirkjunnar. Eivör Pálsdóttir flytur tónlist. Kaffisala í umsjón 10. bekkjar í Gerðaskóla. Barnahorn. Aðgangur ókeypis. www.svgardur.is Sýnendur: Alda Design ehf · Anna Hrefnudóttir · Auðarstofa · Ársól Kothúsum · Bifreiðaverkstæði Sigurðar Guðmundssonar · Björgunarsveitin Ægir · Bragi Einarsson · Bragi Guðmundsson · Brunavarnir Suðurnesja · Byggðasafnið á Garðskaga · Dagmar Róbertsdóttir · Fiskverkun Rafns Guðbergssonar · Elding félagsmiðstöð · Gauksstaðir · Gallery Garðskagi · Gerðaskóli · Gröfuþjónusta Tryggva Einars · Hafnarvídeó/N1 · Hárgreiðslustofan Kamilla · Hollvinir Útskála · Júlía Esther Cabrera Hidalog · Kiwanisklúbburinn Hof · Kristbjörg Ásta Jónsdóttir · Kristín Kristjánsdóttir · Kvennfélagið Gefn · Leikfanga- smiðjan · Leikskólinn Gefnarborg · Lionsfélagið Garður · Líba ehf · Magnús Gíslason · Menningarsetrið að Útskálum · Nesfiskur ehf · Norðurál Helguvík · AMP rafverktaki ehf · Unnur G. G. Grétarsdóttir · Reynir Katrínarson · Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum · SI Raflagnir · Seacrest Iceland · Slysavarnadeild Kvenna · Sparisjóðurinn · Sveitarfélagið Garður · Skagaflös · Útskálatún ehf · Útskálakirkja · Valgerður Reynaldsdóttir · Völundarhús · Þóranna Rafnsdóttir 08 -0 14 6 H en n ar H át ig n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.