Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 12
 12. október 2008 SUNNUDAGUR „Við vitum nú varla nákvæmlega hve- nær við fæddumst,“ viðurkennir Kol- beinn Bjarnason flautuleikari í tón- listarhópnum Caput en í dag fara fram afmælistónleikar hópsins í Langholts- kirkju klukkan 15.30 í tilefni af 20 ára starfsafmæli. „Þriðja janúar, árið 1988, héldum við átta krakkar tónleika í Norræna húsinu með nýrri tónlist og flestir af þeim sem komu fram á þeim tónleikum hafa verið með okkur í þessi tuttugu ár,“ segir Kolbeinn. Í upphafi hélt hópurinn eina tónleika á ári, 3. janúar, þegar meðlimir komu heim í jólafrí úr námi. Strax árið 1989 var hópurinn orðinn jafn stór og hann er nú. Það ár fór hópurinn í fyrstu tónleikaferðina til útlanda. „Við spiluðum ítalska tónlist á tón- leikunum það ár sem var síðar gefin út á Ítalíu eftir upptöku Ríkisútvarpsins. Í kjölfarið fórum við svo í fyrstu tón- leikaferðina til Ítalíu.“ Tónlistarhópur- inn Caput var fyrsta starfandi sinfóní- ettan á Íslandi og lýsir Kolbeinn þeim sem nútímatónlistarbandi í klassíska geiranum. „Það eru starfandi sinfón- íettur um allan heim og þær eru yfir- leitt í framsækinni tónlist og við höfum unnið með bæði íslenskum tónskáld- um og alþjóðlegum. Nei, við erum ekki fræg í útlöndum en við erum þekkt í hinum þrönga heimi nútímatónlistar,“ bætir hann við hlæjandi. Á sunnudaginn mun hópurinn leika einhver af þeim verkum sem hafa verið skrifuð sérstaklega fyrir hópinn eins og Spíral eftir Hauk Tómasson og einnig verða ljóðræn verk eftir Svein Lúðvík Björnsson á dagskrá. Frumflutt verða verk meðal annars eftir Áskel Más- son en hann verður einnig einleikari á trommur á tónleikunum. „Fyrir hlé verður þetta létt og skemmtilegt og eftir hlé verður leikin þungavigtar nú- tímatónlist,“ útskýrir Kolbeinn og lofar góðum tónleikum. heida@frettabladid.is TÓNLISTARHÓPURINN CAPUT: FAGNAR TUTTUGU ÁRA STARFSAFMÆLI Við erum frekar stefnulaus LOFA FLOTTUM TÓNLEIKUM Tónlistarhópurinn Caput heldur afmælistónleika í Langholtskirkju í dag í tilefni af 20 ára starfsafmæli. MYND/ HALLGRÍMUR ARNARSON Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Bergþóru Þorbergsdóttur Garðvangi, Garði (áður Nónvörðu 11, Keflavík). Guðmundur Jóelsson Anna Margrét Gunnarsdóttir Axel Jónsson Þórunn Halldórsdóttir Vignir Jónsson Marteinn Tryggvason Þorsteinn Jónsson Katrín Hafsteinsdóttir Íris Jónsdóttir Gylfi Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Heitt elskaður eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sigurður Sveinsson, Drekavogi 4, Reykjavík, sem lést mánudaginn 6. október, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 14. október kl. 15.00. Gróa Friðjónsdóttir Anton Sigurðsson Valný Óttarsdóttir Anna Hulda Sigurðardóttir Reynir Grétarsson Friðjón Þór Gróuson Hólmfríður Jóna Guðmundsdóttir Tinna Brá Sigurðardóttir Eyþór Snorrason og barnabörn. Móðir mín, Matthildur Árnadóttir (frá Bolungarvík) Höfðagrund 3, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 9. október. Pálmi Pálmason fjölskylda og aðstandendur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðríðar Petersen Hraunvangi 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa Karitas og starfsfólki líknardeildar Landakotsspítala. Elín Jóhannsdóttir Tryggvi Ólafsson Bryndís Petersen Leifur Jónsson Jóhann Petersen Pétur Jakob Petersen Auður Héðinsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Fanneyjar Sigurbaldursdóttur frá Ísafirði, Asparfelli 2. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki L-5 Landakoti. Ásta Dóra Egilsdóttir Jón Jóhann Jónsson Petrína Margrét Bergvinsdóttir Hulda Bergvinsdóttir Gunnar Hallsson Jón Bergvinsson Ingibjörg Viggósdóttir Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigríður E. G. Biering Áskógum 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 4. október. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtu- daginn 16. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Skógarbæjar. Helga E. Biering Sveinn B. Petersen Moritz W. Biering Sidsel Eriksen Guðrún Biering Hrafn Björnsson Bertha Biering Louise Biering barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sjafnar Óskarsdóttur, Vestursíðu 8, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Örn Njálsson Hafdís Njálsdóttir Guðný Sif Njálsdóttir Haukur Njálsson Hulda Marín Njálsdóttir Bergþóra Njálsdóttir makar, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ragnheiðar K. Þorkelsdóttur Sléttuvegi 19, Reykjavík. Hjartans þakkir færum við hjúkrunarþjónustu Karitas og starfsfóki 11E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða umönnun. Þorkell Helgason Björg R. Sigurðardóttir Hrafnhildur Helgadóttir Sigurður Geirmundarson Sigfús Jón Helgason Sólrún Sigurðardóttir Helga Helgadóttir Júlíus Jónasson ömmubörn og langömmubörn. timamot@frettabladid.is LEIKARINN HUGH JACKMAN ER FERTUGUR Í DAG. „Ég á eiginkonu og son, en hommasögurnar eru þegar komnar af stað. Það hlýt- ur að þýða að ég sé að klifra upp metorðastigann.“ Ástralski leikarinn Hugh Jack- man hefur gert garðinn fræg- ann í kvikmyndum á borð við X-men þar sem hann fer með hlutverk úlfamannsins Jarfa. Pönkarinn Sid Vicious var ákærður fyrir að verða kær- ustu sinni, Nancy Spungen, að bana þennan dag árið 1978. Sid kvaddi sjálfur þennan heim 2. febrúar 1979 þegar hann tók inn of stóran skammt af heró- íni. Sid var bassaleikari pönk- hljómsveitarinnar Sex Pistols en frægðarsól hennar reis sem hæst á árunum 1975 til 1978. Samband Sids og Nancy var stormasamt. Nancy var heróín- fíkill og Sid hellti sér út í þann lífsstíl enda upptekinn af þeirri ímynd að lifa hratt og deyja ungur. Hann hélt því fram að hann hefði fundið Nancy látna inni á baðherberginu þegar hann rankaði við sér úr lyfja- dái. Aldrei var sannað hvort Sid varð Nancy að bana eða ein- hver af þeim eiturlyfjasölum sem áttu leið upp á hótelher- bergi þeirra þessa nótt. ÞETTA GERÐIST: 12 OKTÓBER ÁRIÐ 1978 Sid Vicious ákærður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.