Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 25
5 MENNING Forlagið sem tók til sín í fyrra útgáfur Vöku Helgafells og Máls og menningar tilkynnti snemma á þessu hausti að þar yrði stofnaður klúbbur fyrir bókmenntaáhugamenn. Nú þegar fjármálabál æðir um lönd og markaði er komið að stofnun hans og fyrir liggja nokkrar öndvegisút- gáfur á merkum bókmenntaverkum: Inngöngutil- boðið er óvenju glæsilegt; félagar sem skrá sig geta valið sér 2 bækur á aðeins 695 kr. af þeim tíu bókum sem þegar eru komnar út og sýna vel stefnu Klassíska kiljuklúbbsins: Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojevskí, Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie, Á vegum úti eftir Jack Kerouac, Ástin á tímum kólerunnar eftir Gabriel Garcia Marquez, Bréf til föðurins eftir Franz Kafka, og af íslenskri klassík eru komin út Bréf til Láru og Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson, Punktur punktur komma strik eftir Pétur Gunn- arsson, Samastaður í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur og Bernskan eftir Guðberg Bergs- son. Nokkrar af þessum bókum eru stórar að síðufjölda, eins og Bernskubækur Guðbergs og Glæpur og refsing. Allar útgáfur undir merkjum klúbbsins til þessa eru endurútgáfur, utan Bréfs til föður eftir Kafka. Sumar þeirra komu á sínum tíma aðeins út í einu upplagi og hafa lengi verið ófáanlegar. Það er yfirlýst stefna Jóhanns Páls Valdimarssonar að nú skuli reynt til þrautar að halda úti endurútgáfum sígildra verka þannig að nýir hópar lesenda og eldri eigi greiðan aðgang að sígildum verkum á viðráðanlegu verði. Eins og segir í tilkynningu Forlagsins: „Klassíski kilju- klúbburinn mun einbeita sér að þeim verkum sem staðist hafa tímans hörðu tönn, bæði í erlendum bókmenntaheimi og íslenskum.“ Bókaklúbbarnir hafa átt sér langa sögu hér á landi: Mál og menning kom undir sig fótunum með félagsformati, Almenna bókafélagið byggði á sama fyrirkomulagi sem félögin endurskipulögðu á áttunda áratugnum. Kiljuklúbbar á þeirra vegum gerbreyttu landslagi í útgáfu hér á landi og víkkuðu markað með lesefni rækilega á sínum tíma. Neon-útgáfa Bjarts, sem hefur staðið fyrir þýðingu og útgáfu margra nýlegra öndvegisrita, byggði á þessu forna fyrirkomulagi áskriftar. Á fyrri tíð var sala í félagi tíð, jafnvel í örkum og elstu útgáfur landsins: Hið íslenska bókmenntafé- lag og Fornritafélagið starfa á sama grundvelli. Félagar í Klassíska kiljuklúbbnum fá sex sinnum á ári sendar tvær öndvegisbækur, eina íslenska klassík og eina erlenda á aðeins 990 kr. hvora bók, sem er 50% afsláttur frá markaðs- verði. Inngöngutilboðið er kræsilegt: Veðjaðu á sjálfan þig og veldu þér tvær sígildar bækur á aðeins 695 krónur, segir söludeild hins nýja klúbbs en hann er starfræktur á vefsetri Forlagsins. Slóðin er www.forlagid.is/kiljuklubbur Nýr bókaklúbbur um klassík Jóhann Páll Valdimarsson segist vilja reyna til þrautar að halda úti klúbbi sem bjóði upp á útgáfur á sígildum ritum, bæði íslenskum og erlendum. 1960 fer Bacon í æ ríkari mæli að mála vini sína, oft eftir ljósmynd- um sem vinur hans, John Deakin, tók. Hann vildi mála fólk sem hann þekkti vel en aðeins eftir ljós- myndum – hann nennti ekki að hafa fólk fyrir augunum meðan hann málaði. Dyer og Bacon Einn af þeim sem hann málaði hvað oftast á þessum tíma var ástamaðurinn George Dyer. Bacon hélt því fram að þeir hefðu kynnst þegar Dyer braust inn til hans. Dyer var laglegur smákrimmi, ómenntaður, blautur og óöruggur með sjálfan sig innan um vini Bac- ons sem voru listamenn og aðrir tengdir listaheiminum. Sambandið við Dyer var engu rólegra en fyrri sambönd en Dyer var ekki jafn sterkur persónuleiki og aðrir ástmenn Bacons. Mynd- irnar sem Bacon málaði af Dyer virðast allar koma þessu til skila – Dyer eins og illa gerður hlutur, svífandi í lausu lofti eða einhvern veginn á ystu nöf. Kvöldið fyrir opnun á stórri yfirlitssýningu á verkum Bacons í París 1971 framdi Dyer sjálfsmorð á hótelinu sem þeir Bacon bjuggu á. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Dyer reyndi slíkt en í þetta skiptið tókst tilraunin. Skömmu eftir dauða Dyers byrj- aði Bacon á þrískiptingu í minn- ingu ástmannsins, notar nú bleika og rauða liti sem aldrei fyrr og raunsærra umhverfi en venjulega. Á sýningunni í Tate er eitt her- bergið helgað þremur þrískipting- um sem Bacon málaði næstu árin í minningu Dyers. Nú er Dyer allt í einu ekki eins og illa gerður hlutur heldur situr tryggilega í myndun- um sem markast af skekjandi söknuði og sektarkennd. Ró yfir kjötskrokkunum Nokkrum árum eftir lát Dyers tók Bacon upp samband við annan ómenntaðan mann úr svipuðu umhverfi og Dyer, John Edwards. Þetta varð lengsta og líklega far- sælasta samband Bacons. Þeir áttu eftir að halda saman þar til Bacon lést á ferðalagi í Madrid 1992. Bacon hélt áfram að mála svip- uð þemu og áður, heldur sig gjarn- an við þrískiptingana og kjöt- skrokkana, kynlífið og átökin og sækir til dæmis innblástur í harm- leiki Æskýlosar. Yfirbragð mynd- anna breytist þó algjörlega með tímanum. Tryllingslegur kraftur fyrri áratuga fjarar út, æðið renn- ur af myndunum og það fellur ró yfir þær. Litaskalinn þenst út, fleiri bjartir litir en þó venjulega með ögn óhreinu yfirbragði ekki ósvipað og við þekkjum í myndum Svavars Guðnasonar. Grísku harmleikirnir áttu að veita sálarhreinsun en þrískipting- ur Bacons eftir Oresteiu hefur ekki þetta stormandi afl. Skrokkarnir eru reyndar teygðir og snúnir sem fyrr en fletirnir eru fylltir þéttum, sléttum litum sem vekja ró og fag- urfræðilegar vangaveltur frekar en að feykja áhorfendum um koll líkt og eldri myndirnar gera. Eldri myndirnar eru algjörlega sálar- hreinsandi – grípa í mann og rífa í sálina: gott að þurfa ekki að ganga sjálfur í gegnum þjáninguna held- ur geta látið Bacon skekja sálina í vernduðu umhverfi Tate. eftir Jökul Jakobsson Leikstjórn Þórhallur Sigurðsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.