Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 26
MENNING 6 Ljóð eru alla jafna svo persónu- legt samtal skálds og lesanda að áhrif þeirra ráðast að hluta af því hvort lesandinn þekkir höfund þeirra utan bókar eða ekki, hvort höfundur les ljóðin sjálfur upp- hátt, einhver annar, eða – eins og oftast – bara lesandinn sjálfur einn í hljóði og hefur ekki skímu um höfundinn að baki skáldinu og ljóðum þess – höfundinn sem býr í veruleika(num) sem kemur les- andanum ekki við. En kannist maður við hann, er erfitt að hrista hann af sér, veruleikann. Hvað er skáldskapur, ef ekki þessi straumur? mætti spyrja, er hann ekki sjálfur „alvöru lífs- reynsla?“ og um svarið eru vænt- anlega flestir sammála; án hans er enginn skáldskapur. En er þá plat að finna strauminn „beint úr veru- leikanum án milligöngu ljóðsins“ ... bíddu, er það hægt? Nei, auðvit- að ekki, ljóðið kveikir strauminn, orð skáldsins, ekkert annað, það er augljóst, að öðrum kosti væri les- andinn að hugsa um eitthvað allt annað. Eru áhrifin þá minni ef les- andinn þekkir ekki viðkomandi? Nei, ekki ef vel er ort, þ.e.a.s. ekki ef ljóðið orkar svo sterkt á lesand- ann að hann geri orð þess að sínum, þá breytir það engu – og þá erum við komin alveg í hring. Niður- staða: Þetta er bók sem vekur fal- lega tilfinningu og hugarflug sem barnssál okkar allra gleypir í fögn- uði, þar sem skilin hverfa á milli þess sem er töff (eða bara sniðugt og orðríkt) og þess sem er alveg einlægt og streymir beint í allar gáttir. Án sorgar / er hjartað bara bolli / sem blóðið sullast um (63). Við skulum öll lesa þessa bók, það gerir ekkert nema gott. Rifjum upp annað grunnatriði; samspil efnis og forms. Áhlaup síðustu aldar fólst í því að eyða mörkunum, í því gapi býr kjarn- orka atómljóðsins og ætthvíslar þess. Áhlaupið á sér sígilda for- sendu; varpa af sér þeim fjötrum brags og hefðar sem ávallt verja fyrr eða síðar hugmynd gærdags- ins gegn lífsnauðsynlegu morgun- máli ljóðsins. Láta lesandann fá það á tilfinninguna að ljóðið sé frjálsborið og klæði sig sjálft og horfi til framtíðar þótt það sé vissulega jafnframt smíðisgripur höfundar (í póstmódernískum samtíma) og búið til úr (engu nema) orðum í heimi sem er þó næstum alveg gaga og engin skyn- samleg orð ná yfir né nokkur regla. Höfundur ratar þessa alkunnu óvissuferð og spinnur af smekk- vísi, beitir þekkingu, sögu, bókviti, innsæi og kvenlegri vitund, otar saman ofvitru barni og óðamála vitringi, gefur ímyndun og orð- flaumi víða nánast frjálst flug. Skáldið hæðist að sjálfu sér í sama mund og það messar, trúir samt á alvöru ljóðsins og útrás, hvolfir yfir lesandann sögulegum vísun- um og bóklegum táknum af skondnu örlæti, fær hann til að hlæja og hlær svo að honum, skemmtir sér með honum, tárast með honum, minnir hann á mikil- fengleik þess að vera bara breysk og holdleg en þó ægilega ærleg mannvera sem elskar og elskar. Sigar skopi á ljótleikann. Þannig sigrar fegurðin (75). Bókin er völvuginning líðandi stundar, án tálsýnar, allur heimur- inn í beinni, stundum aðeins um of, kastljósi beint að kvenlegum gild- um, fegurð og friður sé með yður, lofsöngur síungrar nönnu. Bravó. Sigurður Hróarsson S ýningin opnaði í gær að viðstöddu fjölmenni. Þar blöstu við nær fimmtíu kunn verk úr einkasafni Reinholds Würth. Safnið varð til á 7. áratugnum og hefur vaxið í réttu hlutfalli við velgengni eigandans. Í því eru nú um 11.500 verk eftir viðurkennda meistara alþjóðlegrar nútímalistar. Í því broti sem nú kemur fyrir sjónir Íslendinga kennir margra grasa. Þar er að finna hið einstæða verk Edvards Munch, Vampyr, eða Blóð- sugu, sem hinn frábæri forkólfur expressjónismans og þekktasti málari Norðurlandanna málaði í fyrri heimstyrjöldinni, og er eitt af lykilverkum á ferli hans þótt ekki sé það frægara en Ópið sem er kunnast hans verka. Halldór Björn Runólfsson, for- stöðumaður listasafnsins, segir Würth vera eitt þeirra fyrirtækja í Þýskalandi sem fari ekki hátt en leggi mikið til samfélagsins. Úrval- ið sem hingað komi geymi mörg meistaraverk nútímamyndlistar og teygi sig allt til helstu málara okkar daga: þar eru fjögur verk eftir Ans- elm Kiefer og fimm verk eftir Ger- hard Richter en þeir eru báðir meðal helstu málara Evrópu í dag. Sýningin rekur nútímann í mynd- listinni frá Munch, impressjónism- anum til okkar daga. Hér er í fyrsta sinn sýnt verk eftir Magritte á Íslandi. Þar er líka að finna Höfn- ina í Le Havre, eftir Camille Piss- arro, elsta og virtasta frumkvöðul impressjónismans á 19. öld og aðra hafnarmynd frá Le Havre, eftir Eugène Boudin, upphafsmann list- málunar utandyra, sem kenndi hinum unga Claude Monet að mála undir berum himni upp úr miðri 19. öldinni. Af meistarverkum úr Würth- safninu, nær okkur í tíma, má nefna Ský yfir þökum, eftir Pierre Bonnard, frá upphafi millistríðsár- anna. Af samsvarandi þýskum verkum er Blómaveröndin í Wann- see, síðasta verk Max Liebermann, Stúlkan með hattinn milli birki- trjánna, sem Paula Modersohn- Becker, hinn skammlífi expressj- ónisti, málaði skömmu eftir aldamótin 1900, fimm árum fyrir andlátið. Þar er líka Blökkudansmeyjan eftir Ernst Ludwig Kirchner, helsta leiðtoga þýska expressjónismans og Þrír áhorfendur, vatnslitamynd eftir Emil Nolde. Þá eru Skordýra- nautabanarnir eftir abstrakt- súrr ealistann André Masson. Þar er stórvirkið Korna-Neg, eftir Vict- or Vasarely, föður op-listarinnar, kennara Eyborgar Guðmundsdótt- ur. Poppið á sinn fulltrúa á sýning- unni: Nektina á ströndinni eftir Roy Lichtenstein,, Horft af ver- öndinni II, eftir David Hockney,. Innpakkaða fiðlu eftir Christo, einn fremsta fulltrúa ný-raunsæisins, Ex-Ringeye, sameiginlegt málverk Andys Warhol, Jean-Michels Basquiat og Francescos Clemente, Af myndhöggvurum má nefna þá Günther Uecker, Bernar Venet, Stephan Balkenhol og Anthony Gormley, en sá síðastnefndi hlaut hin eftirsóttu, bresku Turner-verð- laun árið 1994. Sýningin úr safni Würths er hval- reki á fjörur áhugamanna um myndlist hér á landi. ÁST VIÐ FYRSTU SÝN Einn af stórsöfnurum Evrópu, Reinhold Würth, þýskur iðjuhöldur í járnvörubrans- anum, hefur lánað Listasafni Íslands gott úrval úr sínu nær tólf þúsund verka safni, um fi mmtíu verk sem verða til sýnis í safninu við Fríkirkjuveg næstu vikur. MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON LOFTNET KLÓRA HIMIN Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir JPV 2008 ★★★★ Einlæg ljóð í allar gáttir Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir sendir frá sér nýja ljóðabók. Sýningin stendur til 2. nóv. og er opin virka daga frá 11-17 og helgar 13-16. Boðið er uppá leiðsagnir eftir samkomulagi Sími 575-7700 – gerduberg@reykjavik.is GERÐUBERG www.gerduberg.is STEINA Vídeólistasýning Efri hæð Steina hlaut Heiðursorðu Sjónlistar árið 2008 b b b b b b b b b b b b b b b b bSkemmti- og fræðslukvöld um hrossakjötsneyslu Íslendinga fyrr og nú Fjölbreytt dagskrá: Veisla, skemmtun og fræðsla sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara! b b b b b b b b b b b b b b b b b b b b Hrossaveisla Auglýsingasími – Mest lesið „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Halldór Björn Runólfsson framan við stórt málverk Anselms Kiefer á sýningunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.