Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 34
FÓTBOLTI Stefán Gíslason segir íslenska liðið vera í framför þrátt fyrir tapið gegn Hollandi í gær. „Hvað getur maður sagt. Ég get ekki neitað því að ég sé svekktur. Við vorum samt að reyna að spila boltanum eins og fyrir okkur er lagt og það gekk ágætlega fannst mér gegn sterkum mótherja. Við náðum líka að skapa okkur ágætis marktækifæri og það er bara spurningin um að ná að klára þau betur. Maður getur aldrei verið ánægður með að tapa en við sýnd- um samt að við getum vel spilað fínan fótbotla,“ segir Stefán. Stefán var sérstaklega ósáttur við seinna markið sem Hollend- ingar skoruðu. „Við sofnuðum aðeins á verðin- um í fyrra markinu sem þeir náðu að skora og það er eitthvað sem við eigum alveg að geta komið í veg fyrir. Seinna markið var samt enn meira svekkjandi þar sem þar var bæði um hendi á Hollending- ana að ræða og rangstöðu. Það er náttúrulega mjög pirrandi að þeir hafi komist upp með það,“ segir Stefán. Stefán telur Ísland nú þurfa að bíta í skjaldarrendur og markmið- ið sé nú alveg klárt fyrir næsta leik, á miðvikudag þegar Make- dóníumenn koma í heimsókn á Laugardalsvöll. „Við verðum nú að taka þrjú stig gegn Makedóníu. Það er klárlega markmiðið og ef við ætlum ein- hvern tíman að taka þrjú stig í þessum riðli, þá er það á heima- velli gegn Makedóníu,“ segir Stefán. - óþ De Kuip, áhorf.: 37.500 Holland Ísland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–10 (6–1) Varin skot Van der Sar 2 – Gunnleifur 4 Horn 6–3 Aukaspyrnur fengnar 11–12 Rangstöður 1–1 1-0 Joris Mathijsen (15.) 2-0 Klaas-Jan Huntelaar (66.) 2-0 Trefoloni frá Ítalíu (x) 18 12. október 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is BYRJUNARLIÐIÐ Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður 8 Öruggur og sýndi af hverju hann átti skilið að vera valinn í liðið. Ragnar Sigurðsson, hægri bakvörður 7 Hafði í nógu að snúast en leysti hlutverk sitt prýðilega. Kristján Örn Sigurðsson, miðvörður 7 Fastur fyrir og stoppaði margar sóknir Hollendinga með góðum tæklingum. Hermann Hreiðarsson, miðvörður 7 Las leikinn vel og stjórnaði vörninni með sóma. Indriði Sigurðsson, vinstri bakvörður 7 Náði að halda sinni stöðu vel og var öruggur í sínum aðgerðum. Birkir Már Sævarsson, hægri vængmaður 7 Baráttuglaður og óþreytandi í hlaupum sínum fram völlinn. Brynjar Björn Gunnarsson, tengiliður 6 Kom með mikið öryggi inn í leik íslenska liðsins en skortir leikform. Stefán Gíslason, tengiliður 5 Fínn í fyrri hálfleik en var ekkert í boltanum í þeim seinni. Eiður Smári Guðjohnsen, sóknartengiliður 5 Náði ekki að setja mark sitt á leikinn og munar um minna. Emil Hallfreðsson, vinstri vængmaður 6 Átti ágætis spretti inn á milli en vantaði oft herslumuninn upp á hjá honum. Veigar Páll Gunnarsson, sóknarmaður 6 Duglegur og sýndi ágæt tilþrif, sérstaklega í fyrri hálfleik. VARAMENN 61. Theódór Elmar Bjarnason fyrir Ragnar Sigurðsson 5 Var lítið í boltanum og komst ekki í takt við leikinn. 73. Aron Einar Gunnarsson fyrir Brynjar Björn Gunnarsson - 87. Arnór Smárason fyrir Veigar Pál Gunnarsson - FRAMMISTAÐA ÍSLENSKA LIÐSINS >Meistaraliðin spila fyrir BUGL Meistarakeppni KKÍ fer fram í dag en þar munu mætast Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar karla og kvenna frá síðasta tímabili. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli Íslands- meistaranna eða í Toyotahöllinni í Keflavík. Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki klukkan 16.30 en hjá körlunum spila Keflavík og Snæfell klukk- an 19.15. Ágóðinn af leikjum í Meistarakeppninni hefur frá upphafi runnið til ákveðins málefnis / samtaka. Í ár varð BUGL, Barna og Unglingageðdeild Landspítalans fyrir valinu . FÓTBOLTI Ísland tapaði 2-0 gegn stórliði Hollands í gærkvöld en þetta var annar tapleikur liðsins í röð í undankeppni HM 2010 og Ísland situr á botni riðilsins með eitt stig. Dagskipunin á de Kuip-leik- vanginum var að heita einföld hjá landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni; agaður varnarleik- ur og að íslensku leikmennirnir sýndu þor og kjark til að halda boltanum og gripu þau sóknarfæri sem gæfust. Íslendingar byrjuðu leikinn nokkuð vel og þó að Hollendingar væru mun meira með boltann gáfu íslensku varnarmennirnir engin færi á sér og varnarfærslurnar á öllu liðinu voru til fyrirmyndar. Andartaks einbeitingarleysi varð hins vegar til þess að Hol- lendingar tóku forystu á 14. mín- útu leiksins. Rafael van der Vaart átti hornspyrnu sem Íslendingar bægðu frá en boltinn barst aftur í lappirnar á van der Vaart úti á kantinum vinstra megin. Hann sendi boltann fyrir markið á varn- armanninn Joris Mathijsen sem var óvaldaður í teignum og skor- aði af stuttu færi. Mikil vonbrigði fyrir Ísland þar sem um var að ræða fyrsta alvöru marktækifæri Hollendinga og fyrsta skot þeirra að marki í leiknum. Hollendingar héldu áfram að pressa á Íslendinga og leituðu mikið að Ryan Babel á vinstri kantinum en Babel var einmitt sjálfur nálægt því að bæta við öðru marki á 26. mínútu en Kristj- án Örn náði þá að bjarga á mark- línu. Íslendingar fengu sín sóknar- færi þegar líða tók á fyrri hálf- leikinn þar sem Emil og Veigar Páll, í tvígang, komust í góð skot- færi en skot þeirra fóru yfir mark- ið. Staðan var enn 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og hollenskir áhorfendur, sem eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir, farnir að ókyrrast í stúkunni. En íslensku leikmennirnir gátu vel við unað enda vel inni í leiknum. Hollendingar bættu við öðru marki á 64. mínútu og aftur var van der Vaart smiðurinn. En í þetta skiptið átti hann stungu- sendingu á framherjann Klaas Jan Huntelaar sem þrumaði boltanum neðst í markhornið fjær, óverj- andi fyrir Gunnleif í markinu. Það reyndist vera síðasta mark leiks- ins og því urðu hollenskir áhorf- endur af markaveislunni sem þeir áttu eflaust von á fyrir leikinn. Íslendingar náðu að vinna sig ágætlega inn í leikinn þegar líða tók á seinni hálfleik, líkt og þeir gerðu í lok fyrri hálfleiks, en það vantaði aðeins upp á að klára sókn- irnar betur. Góði, gamli herslu- munurinn. Það hlýtur engu að síður að vera framfaraskref að liðið reyndi að spila boltanum eins og lagt var upp með. Óvinnandi vígi Þrjátíu og fimm þúsund aðdáend- ur hollenska landsliðsins á de Kuip-leikvanginum í gærkvöld létu vel í sér heyra en hollenska liðið hefur ekki tapað leik þar í átta ár. Enn fremur hefur hol- lenska liðið nú ekki fengið á sig mark þar í 486 mínútur þannig að ekki var öfundsvert fyrir Íslend- ingana að mæta Hollendingum undir þessum kringumstæðum, í nánast óvinnandi vígi. Hollendingar voru númeri of stórir Baráttuglaðir Íslendingar urðu að játa sig sigraða, 2-0, gegn Hollendingum í undankeppni HM 2010 í Rot- terdam í gærkvöld. Hollendingar sóttu stíft stóran hluta af leiknum en íslenska vörnin hélt ágætlega. BARÁTTA Indriði Sigurðsson sést hér glíma við Hollendinginn Dirk Kuyt sem spilar með Liverpool. NORDICPHOTOS/AFP EITT - NÚLL Joris Mathijsen kemur hér Hollendingum í 1-0 strax á 14. mínútu leiksins, íslenska liðinu hafði því mistekist að halda út fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Kristján Örn Sigurðsson og Hermann Hreiðarsson geta ekkert gert. NORDICPHOTOS/AFP HOLLAND-ÍSLAND ÓMAR ÞORGEIRSSON skrifar frá Rotterdam omar@frettabladid.is Það var fyrirfram vitað að Ísland ætti við ramman reip að draga gegn stórliði Hollands sem er sem stendur númer fimm á styrkleikalista alþjóðaknattspyrnusambands- ins FIFA. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var vissulega svekktur yfir að tapa leiknum en gat þó tínt til margt jákvætt í leik íslenska liðsins. „Það er náttúrulega alltaf svekkjandi að tapa en það er líka spurning hvernig menn tapa. Það verður að taka það líka með í reikninginn. Við vorum að spila við eina af sterkari þjóðum heims og við getum alveg borið höfuðið hátt eftir leikinn. Það er ekkert gefið að menn fari á jafn sterkan útivöll og hér í Hollandi og taki þrjú stig,“ segir Ólafur. Ólafur var ágætlega ánægður með varnarleik- inn en telur að íslenska liðið þurfi að gera betur á sóknarlega sviðinu. „Mér fannst við ekki byrja leikinn nógu vel og við vorum að falla allt of langt til baka og það veit aldrei á gott, sér í lagi á móti sterku liði eins og því hol- lenska. Vinnusemin var kannski það sem stóð upp úr og mér fannst við vera að leggja okkur alla fram. Varnar- leikurinn var líka nokkuð góður, sér í lagi þegar líða tók á leikinn, en eins og stundum áður þá náðum við ekki að leysa hlutina nógu vel þegar við komumst yfir miðju. Við verðum að vera hvassari í sóknaraðgerðum okkar. Hollenska liðið er ekkert sérstakt þegar það er ekki með boltann og við vorum ákveðnir fyrir leikinn að reyna að nýta okkur það til fulls. Við fengum alveg okkar færi í leiknum til þess að skora en það gekk ekki upp í þetta skiptið,“ segir Ólafur. „Sóknarleikurinn er eitthvað sem við erum að reyna að vinna að og það tekur smá tíma. Við höfum verið að reyna að fá menn til þess að halda boltanum meira innan liðsins og það er, að ég tel, allt á réttri leið.“ LANDSLIÐSÞJÁLFARINN ÓLAFUR JÓHANNESSON: VAR ÁNÆGÐUR MEÐ MARGT Í LEIK ÍSLENSKA LIÐSINS Við getum alveg borið höfuðið hátt eftir leikinn Miðjumaðurinn Stefán Gíslason var ósáttur með tapið gegn Hollandi: Verðum að taka þrjú stig úr leiknum gegn Makedóníu FÓTBOLTI Grétar Rafn Steinsson var að vonum vonsvikinn með að geta ekki tekið þátt í leiknum gegn Hollandi í gær. „Ég var búinn að búa mig andlega vel undir leikinn og hlakkaði mikið til að taka þátt í honum en svona getur stundum gerst. Við æfum náttúrulega af krafti og ég fékk þarna tæklingu í fótinn sem ég stóð í þegar ég var að fara að skjóta og fékk högg á hnéð. Þetta var svekkjandi en getur alltaf gerst,“ segir Grétar. „Mér fannst liðið komast nokkuð vel frá leiknum og við erum áfram í framför. Nú er það bara Makedónía og ég mun fara með liðinu til Íslands og vonandi næ ég að spila þann leik,“ segir Grétar Rafn. - óþ Grétar Rafn Steinsson: Erum áfram í framför MEIDDUR Grétar Rafn Steinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.