Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 35
SUNNUDAGUR 12. október 2008 19 Evrópukeppni kvenna Valur-Bardolino 2-3 0-1 Parisi (3.), 0-2 Paliotti (38.), 1-2 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti (44.), 1-3 Girelli (74.), 2-3 Margrét Lára Viðarsdóttir (81.) Umeå-Alma 6-0 EHF-keppnin í handbolta Omni SV Hellas-Fram 23-32 (9-17) Mörk Fram: Rúnar Kárason 9, Andri Berg Haraldsson 8, Magnús Stefánsson 4, Magnús Einarsson 4, Stefán Stefánsson 2, Guðmundur Hermannsson 2, Guðjón Drengsson 1, Haraldur Þorvarðarson 1, Brjánn Guðni Bjarnason 1. Davíð Svansson varði 24 skot. N1-deild karla FH-Valur 27-27 (18-14) Mörk FH: Aron Pálmarsson 12, Ásbjörn Friðriks son 4, Ólafur Guðmundsson 4, Sigurður Ágústs son 2, Guðmundur Petersen 2, Ari Þorgeirsson 2, Hjörtur Hinriksson 1. Magnús Sigmundsson varði 16 skot. Mörk Vals: Elvar Friðriksson 6/4, Sigurður Egg ertsson 5, Baldvin Þorsteinsson 5, Sigfús Páll Sigfússon 4, Arnór Gunnarsson 3, Ingvar Árnason 2, Anton Rúnarsson 1, Orri Freyr Gíslason 1. Ólafur Gíslason varði 20 skot. N1-deild kvenna Stjarnan-Fram 30-21 (13-7) Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Petrache 10/1 (17/2), Þorgerður Anna Atladóttir 6 (9), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (4), Sólveig Lára Kjærnested 3 (4), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3 (6), Birgit Engl 2 (5), Elísabet Gunnarsdóttir 1/1 (2/2), Hildur Harðardóttir 1 (1). Varin skot: Florentina Stanciu 24 (44, 55%), Sólveig Björk Ásmundardóttir 3 (4, 75%). Mörk Fram (skot): Þórey Rósa Stefánsdóttir 5 (7), Karen Knútsdóttir 4 (8), Sara Sigurðardóttir 4 (12), Hildur Knútsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Stella Sigurðardóttir 2 (7), Pavla Nevarilova 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1/1 (7/1) Varin skot: Gabriela Cristescu 8 (28/1, 29%), Sunneva Einarsdóttir 8/1 (18/2, 44%). FH-Valur 31-35 (16-19) Mörk FH: Hildur Þorgeirsdóttir 10, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 8, Guðrún Helga Tryggva dóttir 4,Ebba Særún Brynjarsdóttir 3, Gunnur Sveinsdóttir 2, Hafdís Hinriksdóttir 2, Arnheiður Guðmundsdóttir 2. Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 12. Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 8, Eva Barna 6, Íris Ásta Pétursdóttir 5, Drífa Skúladóttir 5, Dagný Skúladóttir 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 3, Arna Grímsdóttir 2, Hafrún Kristjánsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 18, Marta Skorem 1. Haukar-Fylkir 29-24 (17-11) Mörk Hauka: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 15, Nína Björk Arnfinnsdóttir 5, Tatjana Zukovska 3, Ramune Pekarskyte 3, Erla Eiríksdóttir 1, Herdís Hallsdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1. Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 10, Ásdís Rut Guð mundsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3, Hanna Rut Sigurjónsdóttir 2, Katrín Andrésdóttir 1, Elín Helga Jónsdóttir 1. Grótta-HK 27-33 (8-17) Mörk Gróttu: Eva Björk Hlöðversdóttir 8, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Aukse Vysniauskaite 4, Karólína Bæhrenz 4, Hildur Marín Andrésdóttir 1, Tinna Laxdal Gautadóttir 1, Ragna Karen Sig urðardóttir 1, Harpa Baldursdóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1. Mörk HK: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 13, Arna Sif Pálsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 4, Lilja Lind Pálsdóttir 3, Pavla Kulikova 3, Brynja Magnús dóttir 3, Elva Björg Arnarsdóttir 2. Undankeppni HM 2010 1. RIÐILL Ungverjaland-Albanía 2-0 1-0 Torghelle (48.), 2-0 Juhasz (81.) Danmörk-Malta 3-0 1-0 Larsen (10.), 2-0 Agger (29.), 3-0 Larsen (47.) Svíþjóð-Portúgal 0-0 2. RIÐILL Sviss-Lettland 2-1 Lúxemborg-Ísrael 1-3 Grikkland-Moldavía 3-0 3. RIÐILL Pólland-Tékkland 2-1 Brozek (27.), Blaszczykowski (53.) - Fenin (87.) San Marínó-Slóvakía 1-3 Slóvenía-Norður-Írland 2-0 1-0 Novakovic (84.), 2-0 Ljubijankic (85.) 4. RIÐILL Finnland-Aserbaídsjan 1-0 1-0 Forssell, víti (62.) Wales-Liechtenstein 2-0 1-0 Edwards (42.), 2-0 Evans (80.) Þýskaland-Rússland 2-1 Podolski (9.), Ballack (28.) - Arshavin (51.) 5. RIÐILL Tyrkland-Bosnía 2-1 Sjálfsmark (51.), Erdinc (66.) - Dzeko (27.) Belgía-Armenía 2-0 1-0 Sonck (22.), 2-0 Fellaini (38.) Eistland-Spánn 0-3 0-1 Juanito (34.), 0-2 Villa, víti (38.), 0-3 Puyol (69.). 6. RIÐILL England-Kasakstan 5-1 1-0 Ferdinand (52.), 2-0 Sjálfsm. (65.), 2-1 Kukeyev (68.), 3-1 Rooney (77.), 4-1 Rooney (86.), 5-1 Defoe (90.) Úkraína-Króatía 0-0 7. RIÐILL Færeyjar-Austurríki 1-1 1-0 Lokin (46.), 1-1 Stranzl (48.) Rúmenía-Frakkland 2-2 1-0 Petre (6.), 2-0 Goian (17.), 2-1 Ribery (37.), 2-2 Gourcuff (69.) Serbía-Litháen 3-0 1-0 Ivanovic (6.), 2-0 Krasic (34.), 3-0 Zigic (82.) 8. RIÐILL Georgía-Kýpur 1-1 Búlgaría-Ítalía 0-0 9. RIÐILL Skotland-Noregur 0-0 Holland-Ísland 2-0 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Kvennalið Vals á ekki möguleika á að komast í átta liða úrslit Evrópukeppni félagsliða eftir 2-3 tap fyrir ítölsku meisturunum í Bardolino í öðrum leik sínum í riðl- inum í Svíþjóð. Bardolino og heima- konur í Umeå eru komnar áfram þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Valsliðið lenti annan leikinn í röð undir í upphafi leiks og Bardolino- liðið náði tvisvar sinnum tveggja marka forustu en Margrét Lára Við- arsdóttir náði tvisvar sinnum að minnka muninn. „Við fengum mark á okkur eftir þrjár mínútur og þá var á brattann að sækja fyrir okkur,“ sagði Mar- grét Lára eftir leik. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu mínu og af því hvað allar lögðu sig mikið fram og hvað við vorum að gera frábæra hluti þrátt fyrir að tapa leiknum. Það er bara of dýrt að fá á sig þrjú mörk í Evrópukeppni,“ sagði Margrét en leikurinn var fast spilaður og ekkert var gefið eftir. „Það voru fimm leikmenn í okkar liði sem fengu spjald og þetta var heitur leikur. Það var mikið undir fyrir bæði lið og við gáfum okkur allar í þetta og seldum okkur dýrt en það bara dugði ekki til,“ sagði Margrét. Hún gat ekki leynt vonbrigðum sínum. „Við erum gríðarlega svekkt- ar. Bardonlino fór í undanúrslitin í fyrra en þessi leikur sýnir bara hvað við erum nálægt þessum liðum. Að mínu mati þá vorum við betri aðilinn í dag en það er ekki spurt að því,“ sagði Margrét og bætti við: „Það munaði litlu allan leikinn og við vorum svo nálægt því að jafna. Ég held að leikurinn hefði þróast á allt annan hátt ef að við hefðum náð að jafna því þá hefðum við allavega verið áfram inni í keppninni,“ sagði Margrét Lára. Valsliðið á einn leik eftir á móti Alma frá Kasakstan sem hefur eins og Valur tapað fyrstu tveimur leikj- um sínum. „Við ætlum bara að spila upp á stoltið á þriðjudaginn og ætlum að sýna þessum liðum í Evr- ópu að við séum ekki bara eitthvað smálið frá Íslandi. Við erum stórt lið í Evrópu og við þurfum bara að koma til baka á þriðjudaginn, sýna úr hverju við erum gerðar og svara fyrir okkur,“ sagði Margrét Lára að lokum. - óój Valskonur eru úr leik í Evrópukeppninni eftir 2-3 tap fyrir ítalska liðinu Bardolino: Vorum svo nálægt því að jafna ÞRJÚ MÖRK Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað öll þrjú mörk Valsliðsins í riðlinum í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . NÝ ÍSLENSK KVIKMYND - FRUMSÝND 9. OKTÓBER BESTA MYNDIN og Showtime verðlaunin - New York LGBT Festival Sérstakt afrek í þágu kvikmynda - Exit, Novi Sad, Serbía V i in ni ng ar ng ve rð a a ERTU Á LEIÐINNI Í BÍÓ? SENDU SMS BTC BSR Á NÚMERIÐ 1900 VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA HVER VINNUR!9. BESTA MYNDIN - Teddy Awards Berline Film Festival ,,Áhrifarík kvikmynd" - LA Times ,,Heillandi og dómlaus frásögn - Hollywood Reporter HANDBOLTI Atli Hilmarsson, nýráð- inn þjálfari kvennaliðs Stjörnunn- ar, gat örugglega ekki hugsað sér betri byrjun en raun varð á því Stjörnukonur hafa unnið tvo fyrstu leikina undir hans stjórn með samtals 19 marka mun. Stjarnan vann sannfærandi níu marka sigur, 30-31, á slöku Fram- liði í Mýrinni í N1-deild kvenna í gær. Leikurinn byrjaði ekki vel og bæði lið töpuðu boltanum í gríð og erg en síðan skiptu Stjörnukonur um gír og stungu af. Varnarleikur og markvarsla Garðabæjarliðsins var í góðu lagi allan tímann og skytturnar vöknuðu síðan þegar leið á leikinn. Framliðið er aðeins skugginn af því liði sem barðist um titilinn í fyrra og það þarf margt að breyt- ast ætli Framliðið sér að vera í toppbaráttunni í vetur. Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörn- unnar, var sáttur í leikslok. „Þetta er mjög fínt og það var gaman hvað þetta gekk vel í dag,“ sagði Atli. „Við töpuðum tíu boltum í fyrri hálfleik en vorum samt sex mörkum yfir þannig að við sögð- um í hálfleik að ef að við gætum fækkað töpuðu boltunum þá væri þetta komið. Fyrst og fremst er það ótrúlega góður varnarleikur sem skóp þennan sigur,“ sagði Atli. Stjörnuliðið varð fyrir áfalli á síðustu æfingu fyrir leik þegar fyrirliðinn Kristín Jóhanna Clausen meiddist og gat því ekki verið með í gær. Dóttir Atla, Þorgerður Anna, fékk ekki mikið að spila hjá pabba sínum en nýtti sinn tíma nánast fullkomlega og skoraði sex skot með sannkölluðum þrumuskotum. „Hún átti ekkert að spila þar sem að hún meiddist á ökkla á mið- vikudaginn. Hún var ekki hópnum en þar sem Kristín meiddist þá kom hún inn. Hún átti frábæran leik,“ sagði Atli um stelpuna sína en hann ákvað að hvíla hana í seinni hálfleik þegar sigurinn var í höfn. Atli er ánægður með stöðu mála enda ekki hægt annað þar sem Stjörnuliðið er með fullt hús á toppnum. „Liðið er í fínu standi, ég er búinn að vera með þær á æfingum í eina viku, ég er bara að kynnast þeim og við erum bara að læra á hvert annað. Þetta verður bara vonandi gaman enda eru þetta frá- bærar handboltastelpur. Þær hafa bara eitt markmið sem er að vera á toppnum. Það líkar mér vel,“ sagði Atli. - óój Stjörnukonur unnu annan stórsigurinn í röð þegar liðið vann Fram 30-21 í gær: Stjarnan skín skært hjá Atla SPÖRUÐ Þorgerður Anna Atladóttir lék vel þrátt fyrir meiðslin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Gunnleifur Gunnleifs- son átti fínan leik fyrir íslenska liðið í gærkvöld og gat í raun lítið gert við þeim mörkum sem hann fékk á sig en hann var vitanlega svekktur með tapið. „Menn eru náttúrulega svekkt- ir með að tapa og við ætluðum að fá eitthvað út úr þessum leik en vissum auðvitað að þetta yrði erf- itt og það var raunin. Hollending- ar eru náttúrulega með frábært lið en mér fannst leikurinn vera góður hjá okkur og margt jákvætt sem við tökum frá þessu,“ segir Gunnleifur. Gunnleifur var að leika sinn fjórða landsleik fyrir Íslands hönd og sinn fyrsta landsleik síðan árið 2000 og hann fann sig vel inni á vellinum. „Þetta var frábær tilfinning og ég naut mín algjörlega í botn. Það var kannski smá stress í manni í upphafi, eins og kannski fleiri leikmönnum íslenska liðsins, en þegar líða tók á leikinn þá fann ég mig bara mjög vel. Þetta var þá bara eins og vera að spila á Kópavogsvellinum,“ segir Gunn- leifur. Gunnleifur varði nokkrum sinnum glæsilega í leiknum en hann hafði reyndar í nógu að snú- ast í marki HK í sumar og var því vel undirbúinn fyrir leikinn. „Ég var alveg klár í þetta verk- efni og var harðákveðinn í því að leggja mig allan í þetta og mér fannst mér bara takast nokkuð vel upp,“ segir Gunnleifur að lokum. - óþ Gunnleifur Gunnleifsson var öryggið uppmálað í marki Íslands í gærkvöld: Ég naut mín algjörlega í botn inni á vellinum GRIPIÐ INN Í Gunnleifur Gunnleifsson stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik í meira en sjö ár. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.