Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 38
22 12. október 2008 SUNNUDAGUR „Þegar maður hittir þetta fólk er eins og maður sé komin 55 ár aftur í tímann. Það eru allir svo jákvæð- ir og með góðar minningar, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt á þessum tíma,“ segir Guðbjörg Benjamínsdóttir sem stóð fyrir samkomu braggabarnanna, sem ólust upp í kömpunum við Suður- landsbraut, í Múlakaffi síðastliðið fimmtudagskvöld. „Við ákváðum að hittast í Múla- kaffi því við lékum okkur á því landi sem það stendur á og munum vel eftir þegar byrjað var að byggja það. Það er merkilegt að við skulum akkúrat hafa hist núna þegar þjóðfélagið er svona bág- borið, en flest okkar bjuggu í Múlakampi og Herskálakampi á árunum 1953 til 1969. Þar ríkti mikil samkennd, það hjálpuðust allir að og ef einn hafði minna á milli handanna gáfu aðrir af sínu svo enginn var svangur,“ útskýrir Guðbjörg sem starfar sem félags- liði í Reykjanesbæ. „Það var ekki þessi stéttamunur innan bragganna eins og milli hverfa í dag og við sem ólumst þar upp bjuggum við sömu kjör. Ég er rosalega stolt af mínum uppruna og lít á það sem mitt ævistarf að miðla af minni reynslu af uppvaxt- arárunum“ segir Guðbjörg, en auk braggabarnanna mættu nemend- ur frá Kvikmyndaskóla Íslands á Múlakaffi til að taka upp heimild- armynd. „Við erum búin að vera tvær vikur að vinna myndina um braggabörnin og ég er að klippa hana núna. Við tókum viðtöl við Guðbjörgu og vinkonur hennar og mættum svo í Múlakaffi á fimmtu- daginn, en þetta er fyrsta heimild- armyndin sem við gerum.“ segir Kristín Bára Haraldsdóttir, nem- andi í Kvikmyndaskólanum, um myndina sem hún vinnur í sam- starfi við Sigurð Samúel Sigurðs- son og Hrafn Árna Hrólfsson. „Það er svolítil kaldhæðni að það var kreppa á þeim tíma sem þau ólust upp og það er kreppa núna, svo við spurðum þau um muninn á þessum tímum. Þetta er mjög bjartsýnt fólk og við lærðum mjög mikið á þessu.“ segir Kristín. Guðbjörg segist ekki finna mikið fyrir kreppunni í dag. „Ég finn ekki svo mikið fyrir kreppunni því ég þekki þetta, en ég finn til með kynslóðinni sem hefur ekki fundið fyrir þessu áður og hefur lifað um efni fram,“ segir Guð- björg að lokum. alma@frettabladid.is HVAÐ SEGIR MAMMA? Nei, hann Helgi er svo sannar- lega hvorki dóni né fífl. Hann er vissulega fylginn sér og hefur sterka réttlætiskennd og ég hugsa að það gæti hafa farið fyrir brjóstið á Geir H. Haarde. Hann Helgi er bara hinn besti drengur enda komst hann heim af ballinu með sætustu stelp- unni. Ingunnn Karitas Indriðadóttir, mamma Helga Seljan, sem forsætisráðherra er sagður hafa kallað fífl og dóna. Hvað er að frétta? Allt fínt, ég var að frumsýna Fólkið í blokkinni í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Augnlitur: Gráblár. Starf: Rithöfundur. Fjölskylduhagir: Giftur, þrjú börn. Hvaðan ertu? Reykvíkingur. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Veðurfréttir. Uppáhaldsmaturinn: Alls konar fiskmeti. Fallegasti staðurinn: Hellnar/Arnarstapi á Snæ- fellsnesi. iPod eða geislaspilari: Geislaspilari. Hvað er skemmtilegast? Að drekka kaffibollann með Gullu á morgnana. Hvað er leiðinlegast? Að opna gluggabréf. Helsti veikleiki: Að trúa á það góða í náunganum. Helsti kostur: Að trúa á það góða í náunganum. Helsta afrek: Að lifa af íslenska hagstjórn. Mestu vonbrigðin? Að Davíð Oddsson skyldi ekki verða forseti. Hver er draumurinn? Að læra hundamál og skilja tilgang lífsins. Hver er fyndnastur/fyndnust? Guð í Gamla testamentinu. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Tómar rauðvínsflöskur. Hvað er mikilvægast? Að borða. HIN HLIÐIN ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON RITHÖFUNDUR Trúir á það góða í náunganum 24.08. 1947 ÞYNNKUGOS UPPSELT EN NÓG TIL AF NIÐURSOÐNU KJÖTI Bosana og Justina eru eigendur pólsku búðarinnar Jubo í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ELLERT „Ég er að undirbúa stórkonsert á Hótel Íslandi. Með „big-bandinu“ og fríðu föruneyti frá Ameríku,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Tónleikar Geirs verða 10. janúar. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið en hugsjóna- maðurinn Geir telur rétt að tilkynna um þá nú á þessum óvissutímum. „Menn sjá að Geir er að gera eitthvað og þá vonandi verður það til þess að menn, séu þeir í þunglyndi, segi: Fyrst Geir er að gera eitthvað hlýt ég að geta það líka. Tónleik- arnir eru dýrir. Kostnaðaráætlun er í kringum tvær milljónir,“ segir Geir sem hefur gert sérlegan samning við Herra- fataverslun Birgis um að vera klæddur í föt úr versluninni. Og Geir er ekki að ýkja þegar hann nefnir frítt föruneyti frá Ameríku. Sérlegur gestur er sjálfur Don Randi sem meðal annars hefur spilað með Frank Sinatra, Nancy Sinatra og Dean Martin. „Ef menn þekkja lagið „Everybody loves somebody sometimes“ með Dean þá spilar Don þetta fræga píanóriff sem er svo einkennandi fyrir lagið. Don var með Dean í flestum sjónvarpsþáttum þarna úti. Er orðinn rétt rúmlega sjötugur en hann var tiltölulega ungur þegar hann spilaði með þeim. Don Randi á Big Potato í Los Angeles sem er ein frægasta djassbúlla í Bandaríkjunum,“ segir Geir og upplýsir að hann hafi verið að vinna að því með Önnu Mjöll Ólafsdóttur söngkonu að koma þessu heim og saman. Don Randi og Geir eru reyndar miklir félagar en Don Randi hefur verið að vinna að næstu plötu Geirs. „Við höfum gaman af því að leika okkur saman. Hvað er að frétta af Nancy? Ég er ekkert búinn að afskrifa að hún komi til Íslands, geri það ekki fyrr en í fulla hnefana. Og það hjálpar að Don er tónlistarstjóri hennar.“ - jbg Píanisti Sinatra með Geir Ólafs á stórtónleikum Í pólsku búðinni Jubo í Reykja- nesbæ hefur drykkurinn Kacus verið mjög vinsæll að undan- förnu. Kunnugir segja að þetta sé frábært þynnkumeðal. Nú er drykkurinn uppseldur og ekki væntanlegur aftur í bráð. „Við verðum að bíða og vona það besta með gengið,“ segir Justina, annar eigandi Jubo. „Eins og staðan er núna þyrftum við að selja það sem kostar eina evru á fimm hundruð kall og það finnst okkur bara vera glæpsamlegt og ekki fólki bjóðandi.“ Justina segir að enn sé nóg til í búðinni, niðursoðið kjöt og alls konar drykkir eru meðal þess sem er vinsælast. En þynnku- drykkurinn Kacus er uppseldur. „Ég hef nú ekki reynt hann sjálf við þynnku en þetta er mjög góður drykkur,“ segir Justina. „Þetta er eins konar súrkálsgos, alveg mátulega sætt og slær vel á þorsta. Sumir hafa líka blandað áfengi í drykkinn og mér skilst að það sé gott líka. Drykkurinn verður vonandi aftur til sem fyrst. Við verðum bara að bíða og vona það besta.“ - drg Þynnkugosið uppselt í Keflavík GUÐBJÖRG BENJAMÍNSDÓTTIR: BRAGGABÖRN RIFJÐUÐU UPP GAMLA TÍMA Í MÚLAKAFFI BRAGGABÖRN UPPLIFA KREPPU Á NÝ FRÍÐUR HÓPUR 1. Braggabörnin sem ólust upp í Múlakampi og Herskálakampi á ár- unum 1953 til 1969 fjölmenntu í Múlakaffi síðastliðinn fimmtudag. 2. Ánægð með mætinguna Guð- björg Benjamínsdóttir var ánægð með mætinguna í Múlakaffi og skemmti sér ásamt Guðmundi Sigurðssyni, gömlum leikbróður sínum. 3. Gamlar heimaslóðir Erna Jóns- dóttir, Elías Sveinsson, Sigríður Pét- ursdóttir og Ingunn Óskarsdótt- ir skoðuðu kort af gömlum heima- slóðum sínum við Suðurlandsbraut. 4. Rifjuðu upp gamla tíma Hjalti Eggertsson, Magnús Eggertsson og Sævar Sigurðsson rifjuðu upp gamla tíma í góðra vina hópi. GEIR ÓLAFSSON Tilkynnir um stórtónleika sína með góðum fyrirvara ekki síst til að blása baráttuanda í brjóst kollega sinna. DON RANDI Á leið til Íslands en þessi mikli meist- ari spilaði meðal annars með Sinatra og Dean Martin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.