Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 2
2 13. október 2008 MÁNUDAGUR ÁRNI MATHIESEN EFNAHAGSMÁL „Við erum að nálg- ast þá stöðu að geta tekið ákvörð- un um hvað menn vilja gera. Þetta er allt á mjög jákvæðum nótum og okkur er tekið mjög vinsamlega af öllum. Allir eru af vilja gerðir að upplýsa málin og undirbúa sig vel,“ segir Árni Mathiesen, fjár- málaráðherra, sem fundaði með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins í Washington í gær um hugsan- lega umsókn Íslands um stuðning sjóðsins vegna efnahagskrísunn- ar. Árni segir umræðurnar ekki komnar á það stig að verið sé að ræða skilyrði sjóðsins fyrir stuðn- ingi. „Ég get ekki lagt mat á lík- urnar á því að við leggjum inn umsókn til sjóðsins fyrr en um miðja næstu viku, þegar sérfræði- nefnd sjóðsins á Íslandi hefur lokið vinnu sinni og skilað skýrslu. Þá sjáum við betur hvaða mögu- leikar eru í stöðunni. Þetta hangir allt saman,“ segir Árni Mathiesen. - kg Ólafur, hvor er hættulegri Mathiesen eða Mathijsen? Sá hollenski skoraði að minnsta kosti hjá Íslendingum. Ekki hinn. Ólafur Jóhannesson er landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Íslendingar töpuðu með tveimur mörkum gegn engu. Joris Mathij- sen skoraði fyrra mark Hollendinga. Árni Mathiesen er hins vegar fjármálaráðherra og nágranni Ólafs. Meiddist í álverinu Starfsmaður álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupsstað í gær eftir vinnuslys. Maðurinn klemmdist þegar þungur biti seig ofan á hann. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður. SLYS VIÐSKIPTI Tekjur Icelandair Group á fyrstu átta mánuðum ársins eru 72 milljarðar króna, samkvæmt óendurskoðuðu milliuppgjöri. Aukning milli ára nemur 68 prósentum. Félagið sendi frá sér uppgjörið í gær og segir það gert í ljósi óvenjulegra aðstæðna á fjármálamörkuðum. „Rekstur félaga innan Ice- landair Group hefur gengið vel á þessu ári. Tekjur hafa aukist verulega og afkoma batnað þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra félagsins, í tilkynningu. - óká Nýtt uppgjör Icelandair Group: Tekjur aukast um 68 prósent VIÐSKIPTI Í áætluðum rekstrarnið- urstöðum stoðtækjaframleiðand- ans Össurar hf. fyrir þriðja ársfjórðung kemur fram að tekjur aukist líkast til um 480 prósent milli ára, verði 12 milljónir Bandaríkjadala. Áætluð sala er 87 milljónir dala, sem er aukning upp á sex prósent frá sama tíma í fyrra. Tölurnar voru birtar um helgina, en stjórn félagsins samþykkti birtinguna á stjórnarfundi á föstudag, 10. október. „Þetta er gert í ljósi mjög óvenjulegra aðstæðna á fjármálamörkuðum og til þess að innherjar geti átt viðskipti,“ segir í tilkynningu félagsins. - óká Áætlun um uppgjör Össurar: Hagnaður eykst um 480 prósent HEILBRIGÐISMÁL „Ástandið hjá SÁÁ er mjög erfitt og reksturinn er þungur. Það er alveg ljóst að fyrir- tæki sem eru hætt rekstri og hafa stutt við bakið á samtökunum munu ekki gera það áfram,“ segir Ari Matthíasson, framkvæmda- stjóri SÁÁ. Efnahagsástandið gerir það að verkum að margir af helstu bakhjörlum samtakanna, sem skipta miklu máli fyrir rekst- urinn, hafa dregið stuðning sinn til baka að miklu eða öllu leyti. Um er að ræða fyrirtæki eins og Straum, Landsbankann, MS, Vífil- fell, Baug Group, FL Group, Fons og fleiri. Ari segir alveg ljóst að kreppa muni að hjá SÁÁ. „Fjárhagsstaðan er tæp og það er ljóst að samdrátt- ar er þörf. Þó er von um að heil- brigðis- og velferðaryfirvöld komi að rekstrinum. Þessi yfirvöld hafa sýnt okkur mikinn skilning.“ Ari vildi ekki tjá sig um hvaða þættir starfsemi samtakanna yrðu fyrir samdrætti. Spurður hvort misbrestur hefði orðið á því að sjúklingar fengju pláss í meðferð segir Ari ekki enn hafa borið á því. „Það er full starf- semi í gangi núna, en erfitt er að spá hvað síðar verður. Þessi sjúk- dómur er eins og aðrir sjúkdómar. Ef fólk er lasið þá á það að fá að fara á spítala. En þegar margir koma í einu, eins og núna, er það erfiðara. Það er bara ákveðinn fjöldi af rúmum,“ segir Ari. - kg Samdráttar er þörf hjá SÁÁ vegna fjárhagsstöðu bakhjarla samtakanna: SÁÁ missir marga bakhjarla ÞUNGUR REKSTUR Ari Matthíasson segir mikla aðsókn í meðferð vegna vímu- efnavanda þessa dagana. Rekstur SÁÁ eigi í miklum erfiðleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Sendiherra Íslands í Bretlandi barst í gær bréf frá forsætisráðuneyti Gordons Brown, þar sem fram kemur að eignafrysting sem gerð er á grundvelli hryðjuverkalaga eigi eingöngu við um eignir Lands- bankans en ekki eignir annarra Íslendinga í Bretlandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, fékk sent afrit af bréfinu. „Þeir vildu að ég fengi afrit vegna þeirrar umræðu sem verið hefur í breskum fjölmiðlum. Þetta er ákveðinn léttir,“ segir Jón Ásgeir. - kg Breska forsætisráðuneytið: Eignafrysting gildi aðeins um Landsbankann EFNAHAGSMÁL Þeir sem missa vinnu sína vegna afleiðinga bankakreppunnar munu ekki njóta sérmeðferðar við greiðslu launa í uppsagnarfresti - nema þeir séu banka- starfsmenn. Eins og kunnugt er samþykkti ríkisstjórnin að tryggja laun þeirra sem sagt er upp eða verður sagt upp hjá stóru bönkunum þremur í kjölfar aðkomu ríkisins. „Við vorum bara að tryggja að fólk þyrfti ekki að ganga launa- laust og sækja svo allt sitt í tryggingarsjóð einhvern tíma seinna,“ segir Björgvin G. Sigurðsson sem kveður þess ekki að vænta að aðrir sem missi vinnuna njóti slíkrar fyrir- greiðslu. Staðan í bönkunum sé alveg einstök því þar sé fólk að missa vinnuna eftir að ríkið fer inn í þá með neyðarlögum. - gar Laun í uppsagnarfresti: Bankamenn fá sérmeðferð BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON VINNUMARKAÐUR Búist er við hol- skeflu af uppsögnum á vinnumark- aði á næstu dögum og vikum. Við- brögð við atvinnuleysi eru til umfjöllunar. Formaður Starfs- greinasambandsins býst við að róðurinn taki að þyngjast um mán- aðamótin og segir að verkalýðs- hreyfingin verði að vera til staðar fyrir fólk ef áföll hrúgast yfir. Aðgerðahópur á vinnumarkaði vill byrja strax við upphaf uppsagna að „áreita“ fólk og fá það til að gera eitthvað í sínum málum. „Fjöldaatvinnuleysi er ekki farið að hrúgast yfir okkur en það má búast við að róðurinn taki að þyngj- ast um mánaðamótin þegar fyrir- tækin standa frammi fyrir launa- greiðslum ef aumt verður um peninga þá,“ segir Kristján Gunn- arsson, formaður Starfsgreina- sambandsins. Félagsráðuneytið er að byrja að skoða hvernig brugðist verði við. Kristján segir að verkalýðshreyf- ing og vinnuveitendur skoði hvern- ig hægt sé að aðstoða fólk þegar „áföllin dynja yfir okkur.“ Margar góðar hugmyndir hafi komið fram, meðal annars um að opna Keili á Keflavíkurflugvelli fyrir atvinnu- lausum sem þurfi að fara í upp- byggingarstarf. Tíminn sé notaður til að vinna úr þessum hugmynd- um. Kristján segir að búist sé við að það þurfi að „þjónusta og aðstoða fólkið“ ef fjöldaatvinnuleysi breið- ist út. Verkalýðshreyfingin sé reynslunni ríkari eftir varnarliðs- áfallið í Keflavík. Sú reynsla verði notuð. „Þar byrjuðum við strax við upphaf uppsagna að vinna með fólki og biðum ekki eftir að upp- sagnarfrestur væri liðinn. Við fórum strax að áreita fólk og hvetja það til að gera eitthvað í sínum málum. Það held ég að sé mjög mikilvægt innlegg núna þegar róðurinn er að þyngjast. Við búumst við að það geti orðið á næstu dögum og vikum.“ Mikið hefur verið hringt í Sam- iðn út af uppsögnum á yfirvinnu en henni er hægt að segja sjálf- stætt upp með tveggja vikna fyrir- vara þó að starfsmönnunum sé ekki sagt upp. „Menn eru að segja upp yfirvinnu og stytta vinnutím- ann sem kemur auðvitað beint við pyngjuna. Maður hálfkvíðir fyrir næstu mánaðamótum en það kemur í ljós hvað verður þegar líður á mánuðinn,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. Lífeyrissjóðir skoða hvernig megi hjálpa fólki í vandræðum. ghs@frettabladid.is Krísunefnd aðstoðar þá sem missa starfið Búist er við hrinu af uppsögnum á næstu vikum og að róðurinn þyngist strax um mánaðamótin. Krísunefnd á vinnumarkaði býr sig undir að hefja strax að- stoð við atvinnulausa. Lífeyrissjóðir skoða hvernig þeir geti hjálpað fólki. ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON, framkvæmdastjóri Samiðnar. KRISTJÁN GUNN- ARSSON, formað- ur Starfsgreina- sambandsins. VIÐSKIPTI Hætt hefur verið við að Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, verði í stjórn Nýja Glitnis og gegni þar formennsku. Margrét Þóra Hjaltested verður formaður stjórnarinnar. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra segir að við nánari skoðun hafi ekki þótt heppilegt að Jón Þór settist í stjórn Nýja Glitnis. „Hann er að vinna með okkur í öllu þessu ferli og lykil- maður í því sem einn helsti efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinn- ar. Okkur fannst þetta því ómögulegt og hann var algjörlega sammála,“ segir Björgvin. Sigríður Rafnar Pétursdóttir tekur sæti í stjórn Nýja Glitnis í stað Jóns Þórs. Stjórnin er til bráðabirgða. - gar Aðstoðarmaður ráðherra: Verður ekki í stjórn Glitnis VERKAMENN Búist er við að fjöldi fólks muni missa vinnuna næstu vikurnar. Krísu- nefnd á vinnumarkaði undirbýr aðstoð við atvinnulausa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjármálaráðherra fundaði með fulltrúum IMF í gær: Nálgumst ákvörðun EFNAHAGSMÁL Tilboð Philips Green í skuldir Baugs liggur nú hjá skilanefndum bankanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Green hafi boðið íslenska ríkinu sem nemur tíu prósentum af heildarvirði skulda Baugs, og engar líkur séu á því að Green eignist Baug fyrir þær fjárhæðir. Björgvin G. Sigurðsson fundaði með forsvarsmönnum Baugs og Philip Green á föstudag. „Þeir sögðu mér gróft frá sínum plönum og ég vísaði þeim á rétta aðila, sem eru skilanefndir bankanna og fjármálaeftirlitið. Við stjórnmálamennirnir höfum enga aðkomu að því, enda væri óeðlilegt að við værum að taka slíkar ákvarðarnir.“ - kg Philip Green: Bauð tíund SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.