Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 8
8 13. október 2008 MÁNUDAGUR KENNARI NÁMSKEIÐSINS, SIGURÐUR JÓNSSON, LÆRÐI LJÓSMYNDUN Í SCHOOL OF VISUAL ARTS Í NEW YORK OG ÖÐLAÐIST MEISTARARÉTTINDI Í LJÓSMYNDUN ÁRIÐ 1989. HANN HEFUR HALDIÐ NÁMSKEIÐ Í STAFRÆNNI MYNDVINNSLU FYRIR LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS, LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS, MARGMIÐLUNARSKÓLANN, IÐNSKÓLANN Í REYKJAVÍK OG NÚ Í 4 ÁR HJÁ NTV. FYRIR HVERJA? Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna myndvinnslu og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær óendan- legum möguleikum þessa flotta verkfæris. Námið er undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Adobe Certified Expert. INNTÖKUSKILYRÐI Þeir sem ætla í þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í Photoshop og undir- stöðuþekkingu á Windows umhverfinu. Einnig þarf góða enskukunnáttu þar sem flest námsgögn eru á ensku.KENNSLUTILHÖGUN Mánudaga og miðvikudaga 18-22. Byrjar 22. okt. og lýkur 1. des. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI PHOTOSHOP EXPERT - ALVÖRU PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ - PHOTOSHOP EXPERT Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Námskeiðið er yfir- gripsmikið þar sem mikið er lagt upp úr þeim þætti sem snýr að eftirvinnslu s.s. litgreiningu, prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð RAW skráa, og öllum þeim aðgerðum sem áður fyrr voru fram- kvæmdar í myrkrakompu. 1. Hver stóð í marki íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem lék gegn því hollenska á laugar- daginn var? 2. Hvað heitir fjármála- ráðherra Bretlands? 3. Hver sagðist ekki vilja láta kalla sig „óreiðumann“ á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 LÖGREGLUMÁL Það eru fleiri en bara peningamenn þjóðfélagsins sem fá að kenna á kreppunni eins og sannaðist á miðvikudag þegar Einar Steindórsson fisksali á Freyjugötu mætti til vinnu sinn- ar. Um nóttina hafði þjófur brot- ist inn í verslunina og stolið sér tugum kílóa af fiski í soðið. „Það voru tekin einhver tíu kíló af harðfiski og svo bara nýr fisk- ur sem var bara inni í kæli, svona fimmtíu kíló af fiskflökum,“ segir Einar. Harðfiskur er ein- hver dýrasti matur sem völ er á og er verðmæti tíu kílóa líkast til um og yfir 50 þúsund krónur. Einar segist tryggður fyrir skað- anum, en er samt hissa. „Við erum búin að vera hérna í sautj- án ár og þetta er nú í sjötta skipti sem er brotist inn hjá okkur, en það hefur aldrei verið stolið af okkur ferskum fiski áður,“ segir Einar. Að sögn Einars væri afar erfitt fyrir þjófinn að koma fiskmetinu í verð annars staðar. „Þetta hlýt- ur að fara bara beint í frystikist- una hjá honum,“ segir hann. En tiltrú fólks á íslensku krón- una virðist ekki að fullu þorrin enn, því þjófurinn hafði einnig á brott með sér örfá þúsund króna í skiptimynt úr peninga kassan- um. - sh Þjófur snýr sér rakleiðis að matvörunni þegar kreppir að í efnahagnum: Stal tugum kílóa af fiski í soðið TRYGGÐ Fisksalarnir Einar Steindórsson og Þóra Egilsdóttir voru tryggð fyrir tjóninu. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA BANDARÍKIN 106 ára gömul bandarísk nunna verður að öllum líkindum elsti kjósandinn í forsetakosningunum í Bandaríkj- unum í nóvember. Cecile Gaudette hefur búið í klaustri á Ítalíu í fimmtíu ár og kaus síðast í forsetakosningum árið 1952. Hún segist þó fylgjast með dagblöðum og horfa á sjónvarp frá föðurlandinu. Nú hefur hún ákveðið að kjósa á ný til þess að geta stutt Barack Obama. Henni þykir hann vera góður maður og treystir honum til að koma á friði í heiminum. - þeb Hefur ekki kosið í 50 ár: 106 ára nunna kýs Obama UTANRÍKISMÁL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun af heilsufarsástæðum ekki fara til New York til að taka þátt í loka- spretti kosningabaráttunnar fyrir setu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna árin 2009-2010, en atkvæði verða greidd um hana á allsherjar- þingi samtakanna næstkomandi föstudag. Þetta staðfesti Kristín A. Árna- dóttir, sem stýrt hefur kosninga- baráttunni fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, í sam- tali við Fréttablað- ið. Ísland keppir við Tyrkland og Austurríki um tvö laus sæti í ráðinu en undirbúningur framboðsins hefur staðið yfir í áratug. Til hans hefur verið varið nokkuð á þriðja hundrað milljóna króna. „Það starf sem búið er að vinna hefur orðið til að auka trú og traust á Íslendingum,“ segir Krist- ín. Það muni reyna á það í þessum kosningum. „Ef við verðum kjörin til setu í öryggisráðinu felst í því mikil traustsyfirlýsing og við þurfum að geta staðið undir því trausti, sérstaklega þegar illa gengur heima fyrir. Við finnum það að viðmælendur okkar hér hafa mikla trú á Íslandi.“ Að mati Krist- ínar er seta í öryggisráðinu „nán- ast eins og að fá sæti í ríkisstjórn heimsins“. Hún hafi „trú á því að það verði okkur lyftistöng í marg- víslegu tilliti ef svo blessunarlega færi að við ynnum kosningarnar“. Kristín segir að seta í ráðinu myndi „vissulega reyna dálítið á okkur“ en hún hafi enga trú á öðru en að Íslendingar geti skilað því starfi af fagmennsku. Gunnar Pálsson sendiherra, sem var fastafulltrúi Íslands hjá SÞ á árunum 1994-1998, hefur átt samtöl við fastafulltrúa margra erlendra ríkja hjá SÞ í New York. Spurður hvort hann hafi orðið þess var að fréttirnar af banka- kreppunni hér hafi haft áhrif á afstöðu fulltrúanna gagnvart Íslandi sem öryggisráðsframbjóð- anda segist hann ekki hafa orðið þess var. „Áhuginn beinist ekki fyrst og fremst að Íslandi vegna efnahags- vandræðanna, heldur hefur athyglin dregist að Íslandi vegna þess að það er í framboði til öryggisráðsins,“ segir Gunnar. Vissulega spyrji margir hvað sé að gerast á Íslandi og hvernig íslenzk stjórnvöld séu að bregðast við. „En ég hef ekki í einu einasta samtali sem ég hef átt við fulltrúa erlendra ríkja hér orðið þess var að menn hafi verið að spyrja leið- andi spurninga eða gera því skóna að þetta væri að gera Íslandi erfitt fyrir í tengslum við framboðið.“ audunn@frettabladid.is Öryggisráðs- kjör myndi auka traust Forseti Íslands verður af heilsufarsástæðum fjar- verandi endasprett kosningabaráttunnar til setu í öryggisráði SÞ. Talsmenn framboðsins segjast munu reyna á traust þjóða heims í atkvæðagreiðslunni. KRISTÍN A. ÁRNADÓTTIR ÖRYGGISRÁÐIÐ „Nánast eins og að fá sæti í ríkisstjórn heimsins,“ segir Kristín. LJÓSMYND/SÞ Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.