Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 13. október 2008 11 SLYS Karlmaður á miðjum aldri slasaðist alvarlega þegar hann féll tvo og hálfan metra niður af húsþaki í Borgarnesi um hádegis- bilið í fyrradag. Maðurinn var að dytta að húsinu sínu þegar hann féll. Hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og liggur á gjörgæslu. Maðurinn var ekki talinn í lífshættu. Í fyrradag komst upp um innbrot í fjóra sumarbústaði í Munaðarnesi og vinnur lögreglan í Borgarnesi að rannsókn málsins. Ekki er um miklar skemmdir á innanstokksmunum að ræða en þjófarnir höfðu á brott með sér dýr tæki. - fb Óhapp í Borgarnesi: Féll af þaki og meiddist illa LÖGREGLUMÁL Þrír menn voru handteknir upp úr hádegi í fyrradag eftir að þeir réðust á mann á fertugsaldri á heimili hans við Tunguveg í Reykjavík. Samkvæmt frásögn fórnarlambs- ins höfðu mennirnir, sem eru á þrítugsaldri, ekið fórnarlambinu heim og fylgt því inn undir því yfirskini að fá þar bjór. Í fram- haldinu veittust mennirnir að húsráðandanum með hnúajárn og kylfur að vopni. Í átökunum tókst fórnarlamb- inu að brjóta glugga og hringdu nágrannarnir þá á lögregluna, sem handtók árásarmennina. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild með skurð á augabrún. - fb Líkamsárás á Tunguvegi: Réðust á mann á heimili hans VINNUMARKAÐUR Mikil óvissa ríkir um framkvæmdir á sviði stórra byggingarfélaga og byggingariðn- aðar. Sveitarfélög eiga við vanda að etja. Reykjavíkurborg hefur sem dæmi tilkynnt að hún sé hætt við framkvæmdirnar við Geirsgötuna. Akraneskaupstaður er í bili hættur við að byggja nýja sundlaug sem var komin á framkvæmdastig. „Það er alveg greinilegt að það er mikil óvissa og meðan ekki er greitt úr þessari óvissu er líklegt að menn fari að draga að sér hendur. Það alversta sem getur komið fyrir er að það dragi úr framkvæmdastigi. Við eigum að leggja allt kapp á að halda því í gangi sem er í gangi en sjálfsagt verður eitthvað undan að láta. Það er ekki gott ef arðbærar framkvæmdir leggjast af,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Jón Steindór líkir ástandinu við það að lenda í blindaþoku. „Maður veit ekkert hvar maður er. Það hlýt- ur að vera verkefnið að blása þokunni af þannig að menn viti eitt- hvað. Fyrr getum við ekki byrjað að taka ákvarðanir. Stjórnvöldum hefur gengið það hörmulega og ég er orðinn verulega áhyggjufullur um að stjórnvöld skilji ekki hversu gríðarlega alvarlegt þetta ástand er að verða og að menn verði að grípa til ráðstafana. Hver klukku- tími sem líður veldur okkur tjóni. Það er ekki eftir neinu að bíða með að kalla til hjálpar til að reyna að koma á einhvers konar stöðugleika eða stjórn á atburðarásina.“ - ghs Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins vill að stjórnvöld kalli á hjálp: Slæmt ef framkvæmdir stöðvast ÁHYGGJUFULLUR „Ég er orðinn verulega áhyggjufullur,“ segir Jón Steindór Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt mann á þrítugsaldri til greiðslu þrjú hundruð þúsunda króna í skaðabætur fyrir að hafa slegið postulínstönn úr öðrum manni. Ekki var nóg með að postulíns- krónan ryki við höggið, heldur einnig tönnin og rót hennar. Þá var maðurinn dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt árásarmanninn í fimm mánaða skilorðsbundið fang- elsi og til greiðslu 140 þúsunda króna í skaðabætur. Hæstiréttur stytti fangelsisdóminn en hækkaði skaðabæturnar. -jss Dæmdur fyrir líkamsárás: Þrjú hundruð þúsund fyrir postulínstönn VIÐSKIPTI „Euro Container Line er lítið flutningafélag með þrjú leiguskip í góðum rekstri. En það tengist ekki beint kjarnastarf- semi Eimskips og því könnuðum við hvort Wilson vildi kaupa það,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri. Svarið var jákvætt og var ákveðið að Wilson, sem hefur átt helmingshlut í félaginu á móti Eimskipi síðastliðin níu ár, keypti það á 712 milljónir króna fyrir um mánuði. Bókfærður hagnaður Eimskips nemur tæpum hálfum milljarði króna. Gengið var formlega frá kaupunum í fyrradag. - jab Eimskip selur norskt félag: Ekki hluti af kjarnastarfsemi GYLFI SIGFÚSSON Eimskip tók inn tæpan hálfan milljarð með sölu á norsku skipaflutningafélagi í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/EIMSKIP LÖGREGLUMÁL Þrátt fyrir ólguna í samfélaginu var lítill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu í fyrrinótt. Lögregla stöðvaði sex öku- menn sem grunaðir eru um ölvunarakstur og einn var grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þá var 17 ára stúlka sem ók á skilti við bensín- stöð N1 við Hringbraut flutt á slysadeild. Hún er grunuð um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu og þrír menn voru handteknir með þýfi sem þeir eru grunaðir um að hafa stolið úr gámi í Hafnarfirði. - þo Ölvun í miðbænum: Ekki meiri læti en venjulega

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.