Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 14
14 13. október 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Gunnar Tómasson skrifar um efna- hagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) var stofnaður 1945 til „að efla alþjóðlega samvinnu í peningamálum“ og vera vettvang- ur fyrir „ráðaleitun og samstarf“ við stjórn slíkra mála. Ísland hefur verið aðili að sjóðn- um frá upphafi og átt gott samstarf við hann. Hagkerfi heims hefur gjörbreyst síðan 1946 og hið sama gildir um viðfangsefni IMF innan þess ramma sem var markaður í upphafi. En IMF hefur vitaskuld orðið á mistök. Til dæmis er aðsteðjandi kollsteypa í alþjóðafjármálum áfellis- dómur yfir ýmsum hugmyndum nýfrjálshyggju sem hafa mótað starf og stefnu IMF og Alþjóðabankans um langt árabil en hljóta nú að verða endurskoðaðar. Fyrir helgi taldi Geir Haarde ólíklegt að Ísland myndi leita aðstoðar IMF en útilokaði það ekki. Ef til kæmi myndi aðstoðin felast í (a) gjaldeyrisláni til nokkurra ára og (b) ráðgjöf í peninga-, ríkisfjár- og gengismálum með endurheimt jafnvægis í hagkerfi Íslands innan 3-5 ára að markmiði. Sendi- nefnd IMF sem heimsótti Ísland 2006 tók djúpt í árinni varðandi stefnu stjórnvalda í peningamálum og sagði útlánaþenslu bank- anna vera hrikalega (staggering). Í Morgun- blaðsgrein 30. maí 2006 (Hvar liggur ábyrgð- in?) vék höfundur að umsögn IMF sem hér segir: „Undirritaður starfaði sem hagfræðingur hjá IMF um nær aldarfjórðungsskeið en minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð hagfræðinga IMF nota jafn sterkt orð og „staggering“ til þess að lýsa útlánaþenslu viðskiptabanka í aðildarríki. Samkvæmt leikreglum þar á bæ er oft ritað og lesið milli lína það sem segja þarf. Það fer því ekki fram hjá neinum í IMF hvað sendinefndinni finnst um verðbólguhorfur á Íslandi – þær eru „staggering“.“ Ef stjórnvöld hefðu gefið aðvörun IMF gaum og gert viðeigandi breytingar á peninga-, ríkisfjár- og gengismálum væri staðan núna betri en hún er. Eins má telja fullvíst að ofangreind aðstoð IMF myndi reynast íslenskri þjóð happadrjúg á komandi tíð. Höfundur er hagfræðingur. Ísland og IMF GUNNAR TÓMASSON Hver er maðurinn? Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist fráleitt hafa verið að gagn- rýna sinn gamla vopnabróður Davíð Oddsson þegar hann sagði í ræðu á flokksráðsfundi á laugardag að Ísland þyrfti ekki á leiðtoga að halda sem uppnefndi menn, léti mál snúast um sjálfan sig og kallaði fólk óreiðumenn. Eðlilega hafa menn spurt sig til hvaða leiðtoga Kjartan var að vísa, fyrst gagnrýni á Davíð var ekki á dag- skránni. Gárungar, sú bragðvísa þjóðfélagsstétt, hafa gert því skóna að grunur beinist fyrst og fremst að tveimur aðil- um: Annars vegar Ragnari Reykás, og hins vegar Eiríki Fjalari. Vissulega eru báðir leiðtogar á sínu sviði, sjálfhverfir í meira lagi og hafa margoft orðið uppvísir að því að uppnefna hina ýmsu framámenn í þjóðfélaginu. Ekki er því loku fyrir það skotið að gárungar hafi sitthvað til síns máls í þessum vangaveltum sínum en Kjartan hefur ekki viljað tjá sig um rétt einkenni hins gagnrýnda huldumanns. Fjórtán faðmlög Þrátt fyrir mikla og oft á tíðum beitta kímnigáfu er ólíklegt er að sjónvarps- maðurinn og ofurbloggarinn Egill Helgason líti á sjálfan sig sem gárunga. Líklegra er að hann telji sig skör ofar gárungum í virðing- arstiga samfélagsins, rétt eins og hann þrætti fyrir að tilheyra stétt bloggara á bloggsíðu sinni fyrir fáum árum. Að minnsta kosti fer lítið fyrir gárungaskap hjá Agli þegar hann bloggar um faðm- lag Kjartans Gunnarssonar og Geirs H. Haarde að lokinni umdeildri ræðu Kjartans á flokksráðsfundinum: „Kjart- an er einn af stjórnendum Landsbank- ans, einn þeirra sem kom bankanum í þrot og ber ábyrgð á stórkostlegu fjárhagstjóni bæði einstaklinga og þjóðarbúsins. Er þetta faðmlag þá alveg viðeigandi fyrir forsætisráðherra Íslands?“ bloggar Egill, og spyr að endingu hvort Geir ætti kannski að einbeita sér að því að faðma einhverja aðra en gamla klíku- bræður, sem hafa flotið ofan á í skjóli flokkshagsmuna og enginn treystir lengur, þessa dagana. kjartan@frettabladid.is Ég hef heyrt virta hagfræðinga tala um að yfirtakan á Glitni hafi verið mesta axarskaft Íslandssögunnar. Ég hef líka heyrt virta hagfræðinga segja að hún hafi engu breytt. Hvernig á ég að geta dæmt um það? Ég veit bara að íslenska efnahagsundrið var banvæn blanda af græðgi og greddu, valdasýki, drambi, barnaskap og vanþekkingu, menntunarskorti, oflátungshætti og brengluðum hugmyndum um eitthvert útrásareðli, gott ef ekki víkings- eðli. Við töpuðum Lettar eru glæpamenn. Portúgalir eru hnífamenn. Skotar eru nískir. Ítalir eru mafíósar. Frakkar eru ástsjúkir, Danir ligeglad en Svíar áhyggjufullir. Og Íslendingar? Það fór aldrei svo að það tækist ekki að koma okkur á kortið: Íslendingar eru fjárglæframenn. Við þurfum samt ekki endilega að trúa þessu sjálf. Íslendingar voru til dæmis aldrei víkingar. Þeir höfðu hins vegar vald á orðinu – þeir voru pappírsvíkingar, unnu afrek sín á kálfskinn og engin þjóð komst í hálfkvisti við þá í hug- kvæmni við að búa til flókna bragarhætti og smjaðra fyrir konungum. Íslendingar kunnu líka snemma að sveipa sig dulúð: seldu útlendingum til dæmis hagstæðan byr og þóttust komnir af konunga- kyni. Þeir réðu yfir Sögunni, voru dyraverðir Orðstírs - stjórnuðu eftirmælum konunga. Og þeir sem mest töluðu um að þeir væru að endurtaka strand- högg víkinga á Englandi hefðu kannski mátt rifja upp hvernig fór síðast þegar slíkt var reynt – árið 1066 þegar Haraldur konungur harðráði féll í orrustunni við Stafn- furðubryggju eða Stamford Bridge – alltso: við töpuðum. Og núna? Þó að kannski megi segja að Íslendingar hafi látið eins og verðbréfavillimenn þá er hitt ofmælt að í þeirri framgöngu allri hafi endurpeglast eitthvert sérstakt Íslendingseðli sem okkur beri öllum að taka til endurskoðun- ar nú þegar allt er í kaldakoli eftir þessa tuttugu karlmenn sem eru helstu leikendurnir í þessu hroðalega leikriti. Vestur-Íslend- ingar – afkomendur þeirra sem héðan fóru fyrir aldamótin 1900 hafa alla tíð verið þekktir fyrir varfærni og aðsjálni í fjármálum, sparsemi sem jaðrar við nísku. Þeir hafa haft í heiðri önnur gildi en hér urðu smám saman ríkjandi. Hvar er víkingseðli þeirra? Svo ég tali fyrir sjálfan mig: Ég harðneita að líta í eigin barm; í mér er ekki snefill af útrásareðli – ekki frekar en öðrum almenningi. Hver er sinnar gæfu smiður? En aðrir ribbaldar fengu að vaða uppi: Stjórnleysingjarnir, mark- aðstrúfíflin. Þeir eru kallaðir frjálshyggjumenn og jafnvel ný- frjálshyggjumenn en það er alltof fallegt orð frelsið að spandera því á þessa stefnu sem aðhyllist aðeins frelsið til yfirgangs og dýrkar óhófið og ofstopann. Það tók vestræn ríki 70 ár að gleyma því hvernig kapítalisminn virkar. Mikilvægasta lexían af þessum hamförum hlýtur að vera að koma á fót raunveruleg fjármálaeftirliti hér á landi. Munum við ekki öll einn ötulasta talsmann anarkistanna Pétur Blöndal þegar hann hamraði á því að bankar í almannaeigu væru fé án hirðis? Hann átti við að bankar þyrftu að vera í einkaeigu samkvæmt þeirri hugmyndafræði að enginn sinni því sem honum er trúað fyrir en ávaxti hins vegar það sem hann eigi sjálfur. Og þar liggi hagsmunir fjöldans – í græðgi forstjórans. Þurfum við að ræða þetta eitthvað frekar? Hvað kom út úr einkavæðingu bankanna? Jú akkúrat: það var hætt að hirða um fé þess fólks sem trúði bönkunum fyrir sparnaði sínum. Í öllum bönkunum hélt að vísu áfram að starfa hæft og gott starfsfólk sem sinnti af virðingu og alúð þörfum viðskiptavina sinna en því miður verður hið sama ekki sagt um þá hærra settu eða eigendurna sem umgengust þetta fé vægast sagt af léttúð. Með öðrum orðum: ástandinu eins og það var eftir einkavæðingu bankanna verður í rauninni ekki betur lýst en einmitt með frasa Péturs Blöndal: fé án hirðis. Annar kunnur stjórnleysingi Hannes H. Gissurarson hljómar nú ískyggilega mikið eins og trotskí- istarnir gerðu í mínu ungdæmi: hugmyndin er rétt og algild, en útfærslan er bara hvergi eins og hún á að vera. Á Hannesi er að skilja að upphaflega sé kreppan demókrötum í Bandaríkjunum að kenna og ráð hans er að minnka reglugerðir: meira stjórnleysi – nema hvað. En þó að Hannes líti á Markað- inn eins og hann sé Guð Almáttug- ur sem hljóti að komast alltaf að réttri niðurstöðu sé hann bara látinn í friði þá lítur hann og skoðanabræður hans svo á að við – íslenska þjóðin – séum villuráfandi sauðir og þurfum sterkan hirði: Davíð Oddsson. Ég held að flestir landsmenn gætu tekið undir þá ósk að við fáum að vera fé án nákvæmlega þess hirðis. Fé án hirðis GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG |Efnahagsástandið L eiðtogar fimmtán Evrópuríkja sem hafa evruna sem gjaldmiðil funduðu í París um helgina. Fundarefnið var vitaskuld sú ótrúlega fjármálakreppa sem nú ríður yfir heimsbyggðina og brennir upp verðmætum með meiri hraða en áður hefur sést. Sterkustu fjármálastofnanir veraldar riða nú til falls, séu þær ekki þegar fallnar. Telji menn að ástandið einskorðist við Ísland og sé bundið misheppnaðri útrás örfárra manna, vaða þeir í villu og svíma. Breska ríkisstjórnin undirbjó þjóðnýtingu þriggja til fjögurra risastórra fjármálastofnana í nótt sem leið. Breskir fjölmiðlar eru nú að átta sig á að það veitti skammvinnan yl að ráðast að Íslandi og íslenskum bönkum; þeirra eigin bankar falla nú hver um annan þveran. Stóryrtar yfirlýsingar og beiting hryðjuverka- laga gegn Landsbankanum þar í landi hafa vakið furðu víðar en hér á landi og niðurstaðan er minnkandi traust í garð breska fjár- málakerfisins, gengisfall pundsins og flótti erlends fjármagns frá landinu. Breskur almenningur tekur út sparifé sitt í stórum stíl, fyrirtæki halda að sér höndum. Það vill enginn lenda í sömu reynslu og Íslendingar, að góðar eignir eins fyrirtækis eins og Kaupþings séu frystar eða keyrðar í greiðslustöðvun til þess að bregðast við skuldum annars fyrirtækis af sama þjóðerni, í þessu tilfelli Landsbankans og innlánsreikninganna Icesave. Þá reikninga og tilurð þeirra verður raunar að skoða alveg sérstak- lega í framhaldinu. Telja verður augljóst að vandræðin vegna Icesave reikninganna hafi valdið íslenskum efnahag ómældu tjóni og álitshnekki á alþjóðavettvangi. Óútskýrt er, hvað hefur orðið um öll þau innlán og hvers vegna ekki var hugað að nægum tryggingum. Óvissan er óþolandi og henni þarf að eyða. Kaldhæðni örlaganna er að Bretar hvetji nú þjóðir heims til að taka höndum saman í þeirri viðleitni að bjarga bönkunum. Þeir höfðu ekki sömu áhyggjur þegar þeir keyrðu Kaupþing í þrot. Nú er rætt um að endurfjármagna banka í vandræðum, tryggja ný lán til allt að fimm ára í millibankaviðskiptum til að veita fjármálastofnunum nægilegt súrefni svo þær fái lifað. Sams konar aðgerðir voru til umræðu á fundi leiðtoga helstu iðnríkja heims og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Krísan er þess vegna jafn alþjóðleg og frekast getur verið. Hún er hins vegar dýpri og sársaukafyllri hér á landi fyrir margra hluta sakir. Við fórum of geyst, steyptum okkur í allt of miklar skuldir og gættum ekki nægilega að undirbyggingunni. Útrás góðra fyrirtækja, sem var mestmegnis fjármögnuð með lánsfé, reyndist hættuspil þegar lánamarkaðir lokuðust í einu vetfangi. Þá gjöldum við fyrir veikan gjaldmiðil við þessar aðstæður sem ekkert veitir skjólið fyrir vondum veðrum úr öllum áttum. Sveiflurnar magnast um allan helming og er nú svo komið að ástandið í gjaldeyrismálum einkennist af höftum, skömmtun og miðstýringu eins og aftan úr fornöld. Af öllum þessum sökum er algjörlega nauðsynlegt að semja nú þegar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðaraðstoð. Hér má ekki frekari tíma missa. Fregnir helgarinnar benda til að fleiri lönd sjái nú fram á sama hrun og einkenndi síðustu viku í íslensku viðskipta og efnahagslífi. Þau ríki munu þá fljótlega einnig leita á náðir sjóðsins. Við verðum að vera á undan, því fyrr því betra, svo við getum hafið endurreisnina. Fjármálakerfi heimsins verður vísast aldrei samt. Bankahrunið BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.