Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 16
 13. október 2008 MÁNUDAGUR2 Trúarlegir hlutir geta verið heimilisprýði Á MEÐAN ÞJÓÐIN ER Í EFNAHAGSSÁRUM BIÐJA LANDSFEÐURNIR GUÐ AÐ BLESSA ÍSLAND. Trúarlegir hlutir eru heimilisprýði, auk þess að veita andlega uppörvun og vellíð- an. Í Kirkjuhúsinu fást einkar sjarmerandi, handunnir krossar frá El Salvador og Filippseyjum. Þeir falla undir sömu hugmyndafræði, sem er Fair Trade - sanngjörn viðskipti, þar sem framleiðendur fá sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Sögu þeirra má rekja til borgarastyrjaldar í El Salvador, þegar stjórnvöld hnepptu saklausar konur í fangelsi til að brjóta mannréttindabaráttu á bak aftur. Konur í sam- kirkjulegum félagsskap sýndu þeim þá samstöðu sem leiddi til lausnar kvenfanganna. Í þakkarskyni sendu þær kristnum vinkonum sínum krossa sem þessa, og var fljótlega beðið um fleiri til kaups. Þegar stríðinu lauk sköpuðu kirkjukonurnar skæruliðum tækifæri til menntunar og kenndu þeim að mála krossa. Krossarnir eru tákn vonar og trúar. Þeir bera með sér veruleika sem er okkur víðs fjarri, um leið og þeir sýna að manneskjurnar eru alls staðar eins. - þlg „Við ákváðum að halda námskeið um lífsleikni og meðhöndlun efnis- legra gæða vegna þess að lífið er áhugavert og lífsleikni mikilvæg í öllum aðstæðum. Jafnt í góðæri sem hallæri,“ segir séra Bjarni Karlsson sóknarprestur í Laugar- neskirkju, sem næstu fjögur þriðju- dagskvöld stendur fyrir fræðslu- kvöldum undir kjörorðinu Hagkvæmur rekstur og heimasæla: um aðferðir til að lifa spart en vel. „Þetta eru ekki samkomur þar sem fólk snýtir sér yfir vesöldinni heldur kemur það saman á jákvæð- um, uppréttum forsendum og eflir sig í lífsleikni, æðruleysi og raun- særri lífsafstöðu, sem við höfum mörg gleymt í góðærinu. Þar er mitt hlutverk að rifja upp visku trúararfsins, þar sem af mörgu stórkostlegu er að taka,“ segir séra Bjarni og leggur áherslu á að krist- in trú skaffi ekki skyndplástra á svöðusár lífsins. „Það góða við Guðs þekkingu er hagnýting og hún blekkir ekki. Það mun reynast drjúgt veganesti þegar við þurfum að tala saman þjóðfélagið upp á nýtt. Eigum við að binda það uppgjör böndum ásak- ana og sektarkenndar? Hvert á inn- takið að vera í samskiptum þjóðar- innar við sjálfa sig og umheiminn? Þar þurfum við öll að leggjast á eitt, skila landinu til barna okkar með sæmd og víst að þar mun reyn- ast best sú viska sem við eigum í heilagri ritningu,“ segir séra Bjarni og bendir á að nú sjáist betur en nokkru sinni að viðskipti eru sam- skipti, en ekki andlitslaus markað- ur með sálarlausum samsteypum sem hafnar eru yfir öll gildi. „Í þeirri gegndarlausu þenslu og hraða sem við lifðum voru gild rök að segja við almenning að honum kæmu viðskipti ekki við. Þetta væri bara markaðurinn. Nú höfum við staðfest fyrir augum okkar að veru- leikinn er einn og við öll erum aðil- ar að honum. Við þurfum því að svara hvernig við ætlum að byggja upp samfélag þar sem réttlæti, skil- virkni, gegnsæi og heiðarleiki ræður ríkjum,“ segir séra Bjarni sem prédikar djúpa visku Biblíunn- ar í fræðslu sinni. „Ég svara hvaða viska býr á bak við fornt Faðir vorið, í orðunum „gef oss í dag vort daglegt brauð“ og hvað býr að baki trúarlegri vitn- eskju sem býr innra með okkur öllum. Meira að segja tryggingar- félög segja: „Heimilið er heilagt,“ sem er sannleikur, en við þurfum að ræða hvað gerir heimili að helg- um vettvangi, hvort það sé á mark- aði til kaups, og fari í súginn ef efnahagurinn riðlast? Nú er því tími til að enduruppgötva heimilið sem helgidóm og að matur á disk- um er gjöf en ekki gróði, eins og lífið sjálft. Þetta veit heilbrigð skynsemi. Ekki Guðsorðagjálfur heldur hagnýt Guðsþekking, sem er harð praktísk í glímu okkar við veruleikann og lífið þegar við þurf- um að standa í fæturna og höfum ekki góðæri til að halda okkur á floti. Þá er gott að rifja upp þætti tilverunnar sem raunverulega eru undirstaða hamingju og farsæld- ar.“ Sjá nánar á www.laugarnes- kirkja.is. thordis@frettabladid.is Viðskipti eru samskipti Þegar hvert áfallið rekur annað í íslensku þjóðlífi og brimskaflar efnahagslífsins ætla alla að kaffæra gefast tækifæri til að æfa sig í æðruleysi og lífsleikni á erfiðum tímum með Guðs þekkingu að vopni. Ef eldhúsborðið er farið að láta á sjá er heillaráð að hressa upp á það. Ef borðið er ekki gert úr málmi getur verið bæði fal- legt og hagkvæmt að flísaleggja það. Þá er mikilvægt að nota vatnsþolið lím og fylla vel á milli flísa, þá minnkar viðhald- ið. Veggklæðning úr sama efni fyrir ofan vask fer einkar vel. 500 hollráð: handbók heimilisins Séra Bjarni Karlsson í Laugarneskirkju minnir fólk á visku heilagrar ritningar á erfiðum tímum, kennir lífsleikni og æðruleysi og heldur hagnýt fræðslukvöld fjóra næstkomandi þriðjudaga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H A R I ÓÞARFI er að henda gömlum skókössum. Kassana er til dæmis hægt að mála í skemmtilegum litum, skera því næst út skapalón, mála þau og þrykkja á kassana svo úr verði skemmtilegt box. Í þeim má síðan geyma ýmsa muni, til dæmis skartgripi og þvíumlíkt. Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Miðvikudaga og laugardaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.