Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 28
16 13. október 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is STEINN STEINARR SKÁLD FÆDD- IST 13. OKTÓBER ÁRIÐ 1908. „Allt heimslán er fallvalt og tæpt er að treysta á það.“ Steinn Steinarr hét Aðalsteinn Kristmundsson. Hann var meðal áhrifamestu ljóðskálda Íslands á 20. öld. MERKISATBURÐIR 1399 Hinrik fjórði er krýndur konungur Englands. 1792 Hornsteinn er lagður að Hvíta húsinu í Washing- ton. 1923 Ankara verður höfuðborg Tyrklands í stað Istanbúl. 1987 Kýrin Harpa syndir sér til lífs yfir Önundarfjörð. 1992 Haukur Morthens söngv- ari deyr 68 ára að aldri. 1992 Helgi Ingólfsson hlýt- ur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrstur manna. 1996 Gjálpargosinu í Vatnajökli lýkur ellefu dögum eftir upphaf þess. 1997 Gamanþátturinn Fóst- bræður hefur göngu sína á Stöð 2. 2006 Ban Ki Moon er kosinn aðalritari SÞ. Þennan dag árið 1943 sneru yfirvöld á Ít- alíu við blaðinu og lýstu yfir stríði á hend- ur fyrrum stríðsfélög- um sínum Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld- inni. Þar með efndi Pi- etro Badoglio loforð sitt við Eisenhower hershöfðingja og eft- irlét bandamönnum hersveitir landsins til að frelsa Róm sem Hitler hafði tekið her- skildi nokkrum dögum áður. Forsagan er sú að Mussolini hafði verið hrakinn frá völdum á Ítalíu og í júlí 1943 tók herforing- inn Pietro Badog- lio við að ósk Vict- ors Emanuel kon- ungs. Hann hóf að semja við Eisen- hower hershöfð- ingja um uppgjöf Ítala fyrir banda- mönnum sem varð að veruleika 8. september þegar stjórnvöld leyfðu bandamönnum að taka land við Sal- erno í suðurhluta Ítalíu. Hitler var undir þetta búinn og herir hans réðust inn í Róm en Badoglio flúði ásamt konungsfjölskyldunni til Brindisi. ÞETTA GERÐIST: 13. OKTÓBER 1943 Ítalir lýsa yfir stríði gegn Þjóðverjum AFMÆLI ÁSLAUG BRYNJÓLFS- DÓTTIR fyrrverandi fræðslu- stjóri er 76 ára í dag. SIGURLÍNA DAVÍÐS- DÓTTIR háskóla- kennari er 62 ára í dag. MARÍANNA FRIÐJÓNS- DÓTTIR framleiðslu- stjóri er 55 ára í dag. SR. SÓLVEIG LÁRA GUÐ- MUNDS- DÓTTIR prestur er 52 í dag. ÓTTASLEGINN Á FRUMSÝNINGU Pavel Emil Smid tónlistarmaður var á nálum þegar hann kom á frumsýningu Queen Raquela af ótta við að tónlistin væri ekki eins og hann vildi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Það er stórkostlegt þegar tón- list hljómar eins í bíósal og í stúd- íóinu heima. Eiginlega hrein upplif- un,“ segir píanóleikarinn og tónskáld- ið Pavel Emil Smid. Hann er höfundur tónlistar í kvikmyndinni Queen Raqu- ela eftir Ólaf Jóhannesson sem nýbú- ið er að frumsýna hér á landi. Mynd- in hefur verið í sýningum erlendis og hefur sallað þar á sig verðlaunum. Queen Raquela fjallar um stelpu- stráka sem finnst þeir vera fangar í eigin líkömum og Pavel segir tvímæla- laust miklar tilfinningar í tónlistinni. „Við breyttum henni margsinnis þar til við komumst að niðurstöðu. Reynd- ar fékk ég ekki að fylgjast með enda- klippingu og var því á nálum þegar ég kom á frumsýninguna. Ég er nefnilega alger fullkomnunarsinni og var allan tímann að hugsa um hvernig hljóð- blöndunin væri á meðan myndin rúll- aði,“ segir hann en kveðst hafa verið ánægður með útkomuna. Hann ber líka mikið lof á leikstjórann Ólaf Jóhann- esson sem hann segist oft hafa unnið með á undanförnum árum. „Ég kynnt- ist Ólafi gegnum frænda hans sem ég var með á bíl þegar ég var í lögregl- unni. Við Ólafur vinnum vel saman og hendum hugmyndum á milli okkar fram og til baka.“ Pavel er tékkneskur í aðra ætt og búlgarskur í hina, fæddur í Prag þar sem foreldrar hans voru við tónlist- arnám en flutti með þeim hingað til lands þegar hann var ársgamall. Hann hefur æft á píanó frá unga aldri og eftir hefðbundið nám í tónlistarskól- um hér hélt hann til Berklee í Boston þar sem hann lauk Bachelor-prófi með hæstu einkunn og hlaut líka verðlaun- in Classical Performance Award sem besti píanlóleikari skólans. Við tók mastersnám í Boston University og nú er hann langt kominn með doktorsnám við sama skóla. Býr þó hér í Reykjavík ásamt konu sinni. „Ég ákvað að koma heim og vera bara í fjarnámi,“ útskýr- ir hann. Kveðst líka verja miklum tíma í að spila á píanóið. „Ég er að undirbúa útgáfu disks með þriðja konsert Rach- maninovs. Ætla að gefa hann út með sinfóníuhljómsveitinni í Búlgaríu,“ út- skýrir hann og bætir síðan við dálítið dularfullur. „Svo er ég að hugsa um að gefa hann líka út með tölvusinfóníu- hljómsveit. Slíkt hefur ekki verið gert áður með sama hætti.“ Tónsmíðar eru líka viðfangsefni Pa- vels, einkum kvikmyndatónlist eins og Queen Raquela er til vitnis um. „Klass- ískar tónsmíðar eru grunnurinn að kvikmyndatónlist. Ég hef tekið kúrsa í djasstónsmíðum, klassískum tón- smíðum og útsetningum fyrir sinfón- íuhljómsveit. Það er margt sem maður þarf að hafa á valdi sínu til að geta gert kvikmyndatónlist. Eitt af því er að vera góður í tölvu og skilja hvern- ig allt fer fram þar.“ Auk alls þessa kveðst Pavel vera að kenna, meðal annars við Tónmennta- skólann í Reykjavík þar sem hann sjálfur hóf píanónámið barn að aldri. „Svona fer allt í hringi,“ segir hann hlæjandi að lokum. gun@frettabladid.is PAVEL EMIL SMID: FYRSTA STÓVERÐLAUNAMYND MEÐ TÓNLIST HANS Á ÍSLANDI Alltaf að hugsa um hvernig hljóðblöndunin væri HALLDÓRA OG HANDAVINNAN Halldórustofa í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN. Í tilefni þess að um þessar mundir eru 135 ár frá fæð- ingu kvenskörungsins Hall- dóru Bjarnadóttur verð- ur haldið málþing um hana í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi þann 18. þessa mánaðar. Halldóra var eldhugi sem lét til sín taka í sambandi við málefni kvenna á sinni tíð. Á málþinginu verður fjallað um ýmsa þætti í lífi hennar og starfi sem tengj- ast umbreytingu á hlutverki kvenna á Íslandi á síðustu öld. Hún var fyrsti formað- ur Sambands norðlenskra kvenna og ritstjóri tímarits- ins Hlínar auk þess sem hún stóð í bréfasambandi við konur um allt land. Halldóra hafði óbilandi áhuga á íslenskum heim- ilisiðnaði enda nefnist eitt af erindunum á málþinginu Halldóra og handavinnan. Málþingið er ókeypis og veitingar eru í boði Heim- ilisiðnaðarsafnsins. Skrán- ingu lýkur í dag, 13. október á netfanginu textile@simnet. is eða í síma Elínar forstöðu- konu safnsins 862 6147. Málþing um mikilhæfa konu Á TVEIMUR JAFNFLJÓTUM Umferðarstofa ætlar að helga þennan dag öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Í dag er haldinn evrópskur umferðaröryggisdagur sem tileinkaður er umferðar- öryggi í borgum. Umferðarstofa hefur ákveðið að helga þennan dag öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda en þessi hópur hefur stundum verið kallað- ur „óvarðir vegfarendur“. Í tilefni dagsins hyggst lögregla höfuðborgarsvæð- isins vera með sérstakt eft- irlit með því að gangandi vegfarendur virði umferð- arljós. Einnig munu lögregla og Bílastæðasjóður efla eft- irlit enn frekar með því að ökutækjum sé ekki lagt ólög- lega, til dæmis á gangstíg- um þar sem þau hindra för gangandi og hjólandi veg- farenda. Slíkt skapar mikla hættu og óþægindi. Öryggi vegfarenda Leikfélag Akureyrar frum- sýnir 18. október leikrit- ið Músagildruna eftir Agöt- hu Christie. Þetta er í fyrsta sinn sem leikritið er sett upp í íslensku atvinnuleik- húsi. Verkið hefur þó verið sýnt í London í samfellt 56 ár og eru sýningarnar orðnar yfir 23 þúsund tals- ins, sem er heimsmet í leik- húsheiminum. Samkvæmt tölum frá UNESCO hafa að- eins Biblían og verk Shake- speare selst meira en bækur Christie. Músagildran í íslensku leikhúsi SÖLUMET Bækur Christie hafa selst í fjórum milljörðum eintaka

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.