Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.10.2008, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 13. október 2008 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 13. október 2008 ➜ Fyrirlestrar 12.30 Katrín Sigurðardóttir flytur hádegisfyrirlestur um eigin verk í stofu 024 í húsnæði myndlistar- deildar LHÍ, Laugarnesvegi 91. ➜ Námskeið Vertu þinn eigin stílisti Hildur Inga Björnsdóttir verður með námskeið í Gerðubergi á þriðjudags og fimmtu- dagskvöldum í Gerðubergi. Næsta námskeið hefst á morgun. Nánari upplýsingar og skráning á www.xir- ena.is. Gerðuberg, Gerðubergi 3-5. ➜ Uppboð 18.00 Galleri Fold, Rauðarárstíg 12-14, verður með listmunauppboð í kvöld. ➜ Myndlist Myndverk án titils Ólafur Lárusson sýnir í verslun og veitingastofu Þjóðmenningarhússins, Hvefisgötu 15. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11.00-17.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Fyrsta plata rokksveitarinnar Guns N´Roses í fimmtán ár, Chinese Democracy, er væntanleg í verslanir 23. nóvember. Nýjasta lag sveitarinnar, Shackler´s Revenge, verður fyrst gefið út á plötu með lögum úr tölvuleiknum Rock Band 2. Einnig hljómar annað lag af plötunni, If the World, í lok kvikmyndarinnar Body of Lies með Leonardo DiCaprio og Russell Crowe í aðalhlutverkum. Á sama tíma og platan kemur út verður gefin út vínylendurútgáfa af fyrstu plötu Guns N´Roses, Appetite For Destruction, sem kom út 1987. Útgáfu Chinese Democracy hefur ítrekað verið frestað um árin og telja menn að um sé að kenna fullkomnunaráráttu forsprakkans Axl Rose. Síðast átti platan að koma út í mars á síðasta ári en ekkert varð af því. Framleiðandi drykkjarins Dr. Pepper hét því fyrr á árinu að gefa öllum Bandaríkjamönnum drykk ef platan kæmi út á þessu ári og miðað við nýjustu fregnir þarf hann að standa við orð sín. Chinese í nóvember AXL ROSE Söngvari Guns N´Roses virðist loksins vera orðinn sáttur við hljóminn á Chinese Democracy. Snillingurinn Sacha Baron Cohen, heilinn á bak við Borat og Ali G, vinnur nú að sinni nýjustu mynd. Þar verður samkynhneigða austurríska tískulöggan Bruno í aðalhlutverki. Sacha hefur sést á evrópskum tískusýningum að undanförnu, bæði í París og Mílanó. Honum gengur þó sífellt verr að plata fólk upp úr skónum og hefur þurft að hætta við nokkrar tökur þegar „fórnar- lömbin“ hafa þekkt hann. Ef allt gengur að óskum ætti myndin að verða frumsýnd í maí á næsta ári. Gengur verr að plata SACHA SEM BRUNO Stimamjúki risinn Antony hefur loks tilkynnt um næstu plötu. Hún heitir The Crying Light og á að koma út í janúar. Þetta verður fyrsta platan hans í fjögur ár. Antony sló í gegn með plötunni I am a bird now sem kom út 2005. Antony hitar upp fyrir stóru plötuna með fimm laga plötunni Another Light sem er nýkomin út. Hún hefur fengið mjög góða dóma. Antony með nýja plötu ÍSLANDSVINUR- INN ANTONY Ólöf Arnalds spilaði nýverið á þrennum tónleikum í New York. Tónlistarsjóðurinn Kraumur og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið og ferðin tókst með ein- dæmum vel. Fyrstu tónleikarnir voru á tónlist- arhátíð á vegum útvarpsstöðvarinn- ar East Village Radio þar sem Boris og Mark Ronson komu einnig fram. Næst spilaði Ólöf í tónlistarklúbb- num Le Poisson Rouge með Skúla Sverrissyni og fluttu þau lög af plöt- um sínum Sería og Við og við. Upp- selt var á tónleikana og fengu þeir frábæra dóma á hinum ýmsu vef- miðlum og bloggsíðum. Hinn virti útvarpsmaður John Shaefer á WNYC gerði plötum Ólafar og Skúla jafnframt hátt undir höfði og lýsti yfir áhuga á að bjóða Ólöfu í einn af þáttum sínum, New Sounds, þar sem upprennandi tónlistarmenn eru kynntir til sögunnar. Lokatónleika ferðalagsins hélt Ólöf með Sam Amidon og Kríu Brekkan. Hlutu þeir mjög góða dóma í Paste Magazine, sem hafði áður valið Við og við í 38. sæti af hundrað bestu plötum síðasta árs. Ólöf Arnalds vinnur nú að næstu plötu auk þess sem hún mun spila á Womex-heimstónlistarhátíðinni sem verður haldin í Sevilla um næstu mánaðamót. Verður hún fyrsti íslenski tónlistarmaðurinn til að spila á hátíðinni. Frábærar viðtökur í New York Í NEW YORK Ólöf Arnalds á tónleikum sínum í klúbbnum Le Poisson Rouge í New York. Ferð hennar til borgarinnar heppnaðist einkar vel. MYND/GABI PORTER Kringlunni · Sími 553 3536 ALLAR VÖRUR Á 40% AFSLÆTTI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.