Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 2
2 14. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR ÖGMUNDUR JÓNASSON Formaður þing- flokks Vinstri grænna. STJÓRNMÁL Þingflokkur Vinstri grænna krefst rannsóknar á öllum viðskiptum stærstu eigenda Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, bankaráðs- manna, bankastjóra og æðstu stjórnenda síðustu tólf mánuði. „Sérstaklega verði skoðaðar hugsanlegar millifærslur til erlendra banka og annarra fjármálafyrirtækja. Einnig verði rannsökuð gjaldeyriskaup bankanna síðastliðna tólf mánuði, hvernig að þeim var staðið og þau fjármögnuð. Loks fari fram sérstök athugun á því hvernig bankarnir hafa staðið að eigna- stýringu, ráðgjöf og flutningi peninga almennra viðskiptavina af bankareikningum yfir í sjóði, hlutabréfasöfn, peningamarkaðs- reikninga og aðra ótryggari fjárvörslu og ávöxtun á umræddu tímabili.“ - gar Þingflokkur Vinstri grænna: Vill rannsókn á bankamönnum EFNAHAGSMÁL Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun á næstu dögum heimsækja vinnu- staði, skóla, samfélagsstofnanir, byggðarlög og hjálparmiðstöðvar og ræða við fólk. Forsetinn fór í fyrstu heimsóknirnar í gær en þá heimsótti hann HB Granda og tölvuleikjafyrirtækið CCP og ræddi við starfsfólk þessara fyrir- tækja. Í fréttatilkynningu frá forseta- embættinu segir að í heimsókn- unum verði lögð áhersla á sam- ræður um hvernig Íslendingar geti treyst undirstöður efnahags- lífs og samfélags, sótt fram til nýrri og betri tíma, nýtt margvís- legar auðlindir landsins og fjöl- þættan mannauð sem þjóðin býr yfir. Mikilvægt sé að efla sam- stöðu og gagnkvæman stuðning landsmanna, bjartsýni og sóknar- hug. Forsetinn hóf heimsókn sína í HB Granda í gær með því að ræða við Eggert B. Guðmundsson for- stjóra og Árna Vilhjálmsson, stjórnarformann HB Granda, og ræða svo við starfsfólk fyrirtæk- isins á íslensku og ensku í mat- salnum. Starfsfólkið ræddi áhyggjur sínar og annað sem brennur á fólki. Forsetinn og fylgdarlið hans héldu svo áfram för og heimsóttu CCP þar sem meðal annars kom fram að fyrirtækið hefði ekki verið byggt upp fyrir peninga heldur hugvit og samstöðu og sameiginlegt átak starfsfólksins. Þar hefðu menn eitt sinn verið launalausir í þrjá mánuði. - ghs Forseti Íslands hóf vinnustaðaheimsóknir sínar í Reykjavík í gær: Stappar stálinu í þjóðina RÆDDI BRENNANDI SPURNINGAR Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti HB Granda og tölvuleikjafyrir- tækið CCP í gær. Starfsfólkið ræddi það sem brennur á því þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UTANRÍKISMÁL Geir H. Haarde for- sætisráðherra er ekki sammála Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra um að nú sé um tvennt að velja fyrir Íslendinga: annaðhvort að ganga í Evrópu- sambandið eða hverfa aftur til fortíðar. Ingibjörg lýsti þessari skoðun sinni í grein sem birtist í Morgun- blaðinu í gær. Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Frjálslyndra, spurði Geir í óundirbúnum fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær hvort hann teldi það málefnalegt að stilla umræðunni þannig upp að þeir sem ekki aðhylltust inngöngu í Evrópusambandið umsvifalaust væru talsmenn þess að hverfa aftur til fortíðar. Geir kvaðst sammála Kristni um að andstaða við inngöngu í Evr- ópusambandið jafngilti ekki því að vilja hverfa aftur til foríðar. En hann tjáði sig ekki um málið að öðru leyti. Kristinn gagnrýndi utanríkis- ráðherra sérstaklega fyrir ómál- efnalegt innlegg á svo viðsjár- verðum tímum. - jse Ráðherrarnir hafa ólíka sýn á framtíðarkosti landsins: Geir ósammála Ingibjörgu INGIBJÖRG SÓLRÚN OG GEIR Þegar kemur að Evrópuumræðunni ganga þau tvö ekki í takt en Geir og Kristinn H. Gunnarsson fundu þar nokkurn samhljóm í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR TÓNLISTARHÚS Í SMÍÐUM Byggingu verður haldið áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BORGARMÁL Í yfirlýsingu frá helstu forvígismönnum tónlistar- hússins, sem er að rísa við höfnina í Reykjavík, segir að hvergi verði slakað á ítrustu kröfum um byggingu hússins, þrátt fyrir erfiðleika í efnahags- lífinu um þessar mundir. „Við höfum ekki í hyggju að hætta við – eins og aðrir hafa gert,“ segir í yfirlýsingu frá Vladimir Ashkenazy, sem mun leiða verkefnaval hússins fyrstu árin, Ólafi Elíassyni hönnuði, Peer Teglgaard Jeppesen arkitekt og Jasper Parrott ráðgjafa. „Íslendingar eiga þetta mikla hús skilið og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ljúka megi byggingu þess með farsælum hætti“, segir í yfirlýs- ingunni. - gb Forvígismenn tónlistarhúss: Ætla hvergi að slaka á kröfum EFNAHAGSMÁL Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa fimm lífeyr- issjóða og stjórnvalda um kaup sjóðanna á hluta eigna og reksturs Kaupþing. Verði af kaupunum munu sjóðirnir eiga 51 prósent, en ótilgreindir fjárfestar afganginn. Sjóðirnir sem um ræðir eru: Líf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verzlunar- manna, Samein- aði lífeyrissjóð- urinn, Gildi og Stafir. Fulltrúar þeirra hittu for- sætis-, mennta- mála-, viðskipta- og iðnaðarráð- herra á fundi á sunnudags- kvöld. Stjórn- völd taka vel í aðkomu sjóð- anna. „Við höfum verið að vinna að þessu undan- farna daga, að skoða hvort við getum komið að þessu með ein- hverjum hætti og náð aftur ein- hverju af þeim verðmætum sem glötuðust,“ segir Þorgeir Eyjólfs- son, forstjóri Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna. Hann segir viðræður við stjórn- völd hafa verið óformlegar en vel hafi verið tekið í hugmyndir um aðkomu sjóðanna. „Við fundum mikinn velvilja gagnvart hug- myndinni. Þorgeir vill ekki upplýsa hvaða fjárfestar kæmu að kaupunum ef af þeim yrði. „Við stefnum að því að eignast 51 prósent. Hryggjar- stykkið yrði starfsemi hér innan- lands. Það yrði mjög takmarkað hvað yrði af erlendri starfsemi.“ Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra segist lítast ákaflega vel á hugmyndir lífeyrissjóðanna. „Það yrði djarft útspil hjá lífeyrissjóð- unum til að verja eigur sínar. Ljóst er að þeir eiga mikið í húfi og þetta yrði djarfmannlega og vel teflt. Ég tel það miklu hugnanlegra, í þeirri stöðu sem Íslendingar hafa ratað í, ef hér er starfandi einn einkabanki til mótvægis við ríkisbankana sem ljóst er að munu starfa hér um nokkurt skeið.“ Össur segist telja lífeyrissjóðina munu gegna mikilvægu hlutverki í endurreisnarstarfi. „Ég held að Ísland verði mun fljótari til að hrista af sér doðann og rísa úr ösku- stónni en menn gera sér í hugar- lund. Það að lífeyrissjóðirnir, með sín félagslegu markmið að leiðar- ljósi, verði öflug tæki í endurreisn- inni hugnast mér vel. Slíkur banki myndi vaxa vel og kynni að gefa sjóðunum góða ávöxtun á sitt fé.“ Málið var kynnt stjórnum ein- stakra lífeyrissjóða í gærkvöldi og í dag verður tekin ákvörðun um hvort formlegt tilboð verður lagt fram í Kaupþing. kolbeinn@frettabladid.is Lífeyrissjóðir skoða kaup á Kaupþingi Viðræður eru komnar á skrið milli fimm lífeyrissjóða og stjórnvalda um kaup sjóðanna á Kaupþingi. Rætt er um að sjóðirnir eignist nauman meirihluta. Ákvörðun verður tekin í dag um hvort formlegt tilboð verður lagt fram. KAUPÞING Fimm lífeyrissjóðir eru nú í viðræðum við ríkisvaldið um að kaupa 51 prósents hlut í Kaupþingi. Fjárfestar myndu kaupa afganginn. Ákvörðun verður tekin í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞORGEIR EYJÓLFSSON ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON FORSETI „Það má vel vera að í hugum einhverra hafi það skaðað embættið,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson þegar hann var spurður hvort hann hafi skaðað embættið með því að lofsyngja útrásina og að hafa verið oft í slagtogi með þeim sem fremstir fóru í henni. Hann sagði enn fremur að eflaust hafi hann kveðið of hart að þegar hann talaði um útrásina en hann minnti einnig á að útrásin væri ekki aðeins verkefni sem fáir útvaldir stunduðu. Útrás banka og fjármálafyrirtækja hefði skilað miklum auðæfum í þjóðarbúið sem flestir hefðu notið góðs af í árafjöld. - jse Forseti Íslands um útrásina: Auðæfi skiluðu sér í þjóðarbúið FRAMKVÆMDIR „Augljóslega ríkir óvissa um framhald verkefnisins. Við höfum nánast stöðvað framkvæmdir meðan fjármagn er ótryggt,“ segir Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri byggingarfyr- irtækisins Jáverk ehf. Um 150 starfsmenn hafa undanfarið unnið að byggingu bíóhúss í Egilshöll fyrir Nýsi hf. Gylfi segir enga framleiðslu eiga sér stað á byggingarsvæðinu eins og er. „Við erum að verja bygginguna, taka til á svæðinu og svo framvegis. Það er enginn að hamast við að framleiða meðan enginn veit hvernig þetta endar. Fjármögnunaraðilinn, Landsbank- inn, er ekki til lengur,“ segir Gylfi. - kg Bygging bíóhúss í Egilshöll: Framkvæmdir nánast stopp ÓVISSA Engin framleiðsla á sér stað á byggingarsvæði bíóhúss í Egilshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dóra, eruð þið að súpa seyðið af kreppunni? „Ja, betra er að borða súpu en að sitja í henni.“ Veitingahúsið Á næstu grösum bauð gestum og gangandi upp á súpu og brauð í gær. Dóra Svavarsdóttir er einn af eigendum staðarins. FRESTUN Þór Sigfússon á ekki von á stórfelldum uppsögnum hjá Sjóvá- Almennum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI „Félagið stendur traustum fótum. Hins vegar eru hagræðingartímar fram undan og við vildum ganga á undan og sýna gott fordæmi,“ segir Þór Sigfús- son, forstjóri Sjóvár-Almennra. Í vikulegum tölvupósti sem starfsfólki barst í gær kemur fram að sem nemur tíu prósent- um af launagreiðslum fimmtán lykilstjórnenda hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Aðspurður segist Þór ekki eiga von á stórfelldum uppsögnum hjá félaginu. „Við munum leita allra leiða til að hagræða í rekstrinum, og höfum þegar náð fram gríðarlegri hagræðingu,“ segir Þór. - kg Sjóvá-Almennar: Fresta hluta launagreiðslna lykilstjórnenda SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.