Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 8
8 14. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is HÚSNÆÐISMÁL Óljóst er hvenær, hvernig og þá hvaða íbúðalán í erlendri mynt verða flutt frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs. Einar Örn Stefánsson, umsjónar- maður kynningar- og markaðs- mála hjá Íbúðalánasjóði, segir að bankarnir verði sjálfir að óska eftir því að Íbúðalánasjóður kaupi íbúðalán bankanna í erlendri mynt. Einstaklingarnir eigi ekki að gera það. Einstaklingar hafa verið í sam- bandi við bankana upp á síðkastið til að óska eftir upplýsingum um það hvort, hvernig og hvenær íbúðalánin verða flutt yfir til Íbúðalánasjóðs. Einar Örn segir að verið sé að móta fyrirkomulag- ið og væntanlega muni félags- málaráðherra kynna það fljótlega, jafnvel nú í vikunni. Einstakling- arnir sjálfir geti ekki beðið um þetta heldur sé ætlast til að bank- arnir geri það. „Það eru ekki einstaklingarnir sjálfir sem geta beðið um þetta og það er heldur ekki Íbúðalánasjóð- ur sem biður um þetta heldur eru það viðkomandi fjármálastofnan- ir sem biðja um að flytja lánin til Íbúðalánasjóðs,“ segir hann. „Væntanlega verða lánin yfirtek- in á þeim kjörum og forsendum sem samið var um í upphafi, það er það eina sem við vitum í augna- blikinu því ekki er búið að ganga frá þessu.“ Einar Örn segir að séu lánin hærri en hámarkslánin hjá Íbúða- lánasjóði þá verði að breyta regl- um en ekki hafi verið gengið frá því. Þó sé búið að ákveða að regl- ur Íbúðalánasjóðs um greiðsluerf- iðleika gildi um þessi lán eins og önnur lán sjóðsins og því verði hægt að semja um skuldbreyt- ingu, frestun á greiðslum, frestun vegna sölutregðu og lengingu lána og svo framvegis. „Þetta mun allt gilda um þessi lán eins og þau lán sem fyrir eru,“ segir hann. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, segir að viðskiptavinir bankans hafi mikið samband við bankann til að ræða stöðu sína almennt, leita sér ráðgjafar og kynna sér hvernig verði með íbúðalánin. Fyrir liggi yfirlýsing frá yfirvöldum þar sem gert sé ráð fyrir að íbúðalánin flytjist yfir til Íbúðalánasjóðs en að öðru leyti sé ekkert vitað. Þetta sé væntanlega eitthvað sem stjórn- völd vinni í samstarfi við bankana og Íbúðalánasjóð. ghs@frettabladid.is Reglur um flutning íbúðalána í mótun Ljóst er að bankarnir verða að óska eftir flutningi íbúðalána í erlendri mynt til Íbúðalánasjóðs. Að öðru leyti er óljóst hvernig og hvenær verður að því staðið. Fólk hringir mikið í bankana til að spyrjast fyrir. Von er á svörum í vikunni. REGLUNUM VERÐUR AÐ BREYTA Gert er ráð fyrir að það séu ekki einstaklingar sjálfir sem biðja um flutning íbúðalána í erlendri mynt til Íbúðalánasjóðs heldur bankarnir. Ef íbúðalánin eru hærri en hámarkslán sjóðsins verður að breyta reglunum. Vonast er til að hægt verði að kynna flutningsfyrirkomulagið í vikunni. LÖGREGLUMÁL Mikið álag er nú á fíkniefnadeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns deildarinnar. Sjö manns sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn- ar á þremur fíkniefnamálum, þar af tveimur mjög stórum. Um er að ræða tvö stór smyglmál, þar sem reynt var að smygla miklu magni af fíkniefnum með ferjunni Nor- rrænu, annars vegar í húsbíl og hins vegar í fólksbifreið. Þá rann- sakar lögregla mál er varðar fíkniefnasendingu sem tollgæslan tók. „Við erum í kapphlaupi við tím- ann þegar við erum með menn í svona stórum málum í gæsluvarð- haldi,“ útskýrir Karl Steinar. „Við höfum metnað til að klára málin hratt og vel, þannig að það er þokkalegt álag sem fylgir því. Þessu til viðbótar erum við að taka smásalana.“ Það nýjasta í þeim efnum er að fjórir karlmenn milli tvítugs og þrítugs voru handteknir síðdegis á föstudag. Við leit fundust allt að fimmtíu grömm af amfetamíni og smáræði af kannabisefnum sem lögreglan telur að hafi verið ætlað til sölu og dreifingar. Mönnunum var öllum sleppt að lokinni yfir- heyrslu. Þeir hafa allir áður komið við sögu í fíkniefnamálum. - jss KARL STEINAR VALSSON Fíkniefnadeildin í kapphlaupi við tímann. Mikið álag á fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: Sjö menn í gæsluvarðhaldi FJÖLMIÐLAR Í kjölfar mestu áfalla í sögu íslensks efnahagslífs náði umferðin á íslensku fréttavefina nýjum hæðum í nýliðinni viku. Þetta kom fram í gær á síðunni modernus.is, sem sér um mælingar á netnotkun. Einnig kemur fram að mbl.is setti nýtt met yfir flestar heimsóknir og síðuflettingar í vikunni, en aðeins eve-online.com hefur státað af fleiri notendum í einni viku. Mikil skoðun er einnig á visir.is, dv.is og ruv.is. - kdk Fréttir af efnahagshruni: Aldrei meiri sókn í fréttir Skilorð eftir slagsmál Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðs- bundið, eftir að hafa lent í slagsmál- um við annan mann á Reyðarfirði á síðasta ári. Sá síðarnefndi fékk einn mánuð á skilorði. DÓMSTÓLAR SIMBABVE, AP Thabo Mbeki, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, ætlar að stýra neyðarviðræðum í Simbabve milli andstæðra fylkinga eftir að samkomulag þeirra um að deila með sér völdum var komið í uppnám. Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafði fallist á að Robert Mugabe yrði áfram forseti gegn því að hann yrði forsætisráðherra. Eftir að Mugabe hafði skipað sína menn í helstu ráðherraembætti, þvert ofan í vilja Tsvangirais, virtist samkomulagið fallið um sjálft sig. Evrópusambandið fordæmir ráðstöfun Mugabes. - gb Samkomulag í uppnámi: Mbeki stýrir neyðarfundum ROBERT MUGABE LÖGREGLAN Enn hefur lögreglu ekki reynst unnt að yfirheyra ungan mann, Össur Pétur Össurarson, sem fannst með lífshættulega áverka á höfði í byrjun september. Hann er kominn til meðvitundar. Össur Pétur fannst með lífshættulega áverka 6. septem- ber síðastliðinn á mótum Lauga- vegs, Skúlagötu og Höfðatúns. Hlaut hann mar á heila auk þess sem hann tvíhöfuðkúpubrotnaði. Lögregla rannsakar enn með hvaða hætti maðurinn kunni að hafa hlotið þessa alvarlegu áverka. - jss Fannst með höfuðáverka: Yfirheyrslur ekki mögulegar 1 Hvað heitir viðskiptaráð- herra? 2 Hvaða íslenska hljómsveit var nýlega í Nashville? 3 Hver var valinn besti leik- maður sumarsins í efstu deild karla í knattspyrnu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 EFNAHAGSMÁL „Hlutafélag merkir í lögum þessum félag þar sem eng- inn félagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins“, segir í lögum um hluta- félög frá árinu 1995. Ofangreint þýðir að engin leið er fyrir lánardrottna eða við- skiptavini bankanna þriggja, Glitnis, Landsbankans og Kaup- þings, að gera kröfu á sjálfa eig- endur bankanna, hluthafana, vegna þess taps sem þeir verða fyrir vegna viðskipta sinna við bankana. Þá gildir einu hvort menn vilja gera kröfu á stóra eða smáa hluthafa; enginn þeirra ber ábyrgð á skuldbindingum bank- ans, hvorki auðmenn né efnalitlir. Engu skiptir heldur þótt hluthafi hafi setið í stjórn banka. Hins vegar eiga lánardrottnar kröfu á eignir bankanna og skipta þeim á milli sín eftir forgangi og í þeim hlutföllum sem viðurkennd- ar kröfur hljóða upp á. Verði afgangur eftir uppgjörið er honum skipt á milli hluthafa eftir stærð hlutar þeirra. - gar Risatap lánardrottna og viðskiptavina í stóru bönkunum þremur: Hluthafar eiga ekki að borga BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON OG KJARTAN GUNNARSSON Hvorki fyrrverandi for- maður né varaformaður Landsbankans bera persónulega ábyrgð á skuldum bankans fremur en aðrir hluthafar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.