Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 20
● fréttablaðið ● forvarnir 14. OKTÓBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Konukots, segir sjálfboðavinnu tækifæri til að láta gott af sér leiða í samfé- laginu. „Nú er kjörið tækifæri fyrir nema í félagsfræði eða aðra þá sem vilja láta gott af sér leiða að koma og starfa í athvarfi eins og Konu- koti. Það er alltaf mjög gefandi að gefa af sér og ekki síst í ríkjandi aðstæðum,“ segir Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Konukots, sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, og er við Eskihlíð í Reykjavík. Konukot var upphaflega til- raunaverkefni á vegum Reykja- víkurdeildar Rauða krossins en frá árinu 2006 hefur athvarfið verið rekið í samstarfi við vel- ferðarsvið Reykjavíkurborgar. Að sögn Kristínar Helgu er því ætlað að sinna grunnþörfum ein- staklingsins; það er að segja að sjá honum fyrir húsaskjóli, mat og hreinlæti. En mannúð er eitt af grunnmarkmiðum Rauða kross- ins sem felur í sér að vernda líf og heilsu og skapa virðingu fyrir mannlegu lífi. Kristín Helga segir að ekki megi gleyma því að Konu- kot er ekki heimili heldur neyðar athvarf, þótt markmið- ið sé auðvitað að hafa aðstöðuna heimilislega. „Flestar konur sem leita til athvarfsins eru yfirleitt í neyslu,“ bendir hún jafnframt á og bætir við að sömu konurnar sæki athvarfið aftur og aftur. „Mikilvægt er að manneskja sem komin er á þann stað í lífinu að hún felur sig fyrir umhverfinu hafi aðgang að athvarfi eins og Konukoti,“ bendir Kristín Helga á, en að hennar sögn eru konurn- ar sem sækja athvarfið í mjög mismunandi líkamlegu og and- legu ástandi. Konukot er nú opið frá klukkan fimm á daginn, en ætlast er til að konurnar séu komnar í hús fyrir klukkan eitt á nóttunni. Aðkoma sjálfboðaliða að starfsemi Konu- kots hefur gert það að verkum að unnt hefur hefur verið að lengja opnunartímann. - vg Næturathvarf fyrir konur í neyð „Sjálfboðaliðar geta valið um vaktir frá allt að þremur klukkustundum einu sinni í mánuði eða oftar,“ segir Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Konukots, næturathvarfs fyrir heimilis- lausar konur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Dr. Eiríkur Örn Arnarson, for- stöðusálfræðingur sálfræðiþjón- ustu LSH, endurhæfingarsviði og dósent í sálfræði við læknadeild Háskóla Íslands, mun flytja erind- ið Sálfræðiþjónusta á almennum deildum Landspítala, miðvikudag- inn 15. október klukkan 12 til 13 í stofu 101 í Odda, húsi félagsvís- indadeildar Háskóla Íslands. Þar kynnir hann þá sálfræðiþjónustu sem í boði er á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi en allir sem eru á almennum deildum spítalans eiga kost á sálfræðiþjónustu. Markmiðið er að auka lífsgæði sjúklinga og aðstandenda. Sál- fræðiþjónustan felur meðal ann- ars í sér stuðningsviðtöl, sál- fræðilega meðferð, greiningu og fræðslu af ýmsu tagi. Um er að ræða einstaklings- og hópmeð- ferð, para- og fjölskylduviðtöl. Einnig eru í boði námskeið fyrir sjúklinga og aðstandendur. Á umrótatímum í samfélaginu, líkt og nú eru, eykst álag til muna og þá ekki síður hjá þeim sem eru veikir fyrir. Því er gott að vita af því að sálfræðiþjónusta er í boði fyrir alla sjúklinga Landspítalans. Sálfræðingum hjá sálfræðiþjón- ustu LSH er ætlað að sinna öllum sviðum sjúkrahússins nema geð- sviði. Auk þess sjá sálfræðing- arnir um ráðgjöf og handleiðslu annarra fagaðila, kennslu há- skólanema og handleiðslu þeirra í starfsnámi og stunda rannsóknir. - hs Sinna öllum sviðum Sálfræðiþjónusta stendur til boða á öllum almennum deildum Landspítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dr. Eiríkur Örn Arnarson flytur erindi um þá sálfræðiþjónustu sem í boði er. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gönguferðir á vegum Félags- miðstöðvar Reykjavíkurborg- ar í Hæðargarði 31 sameina samverustundir fjölskyldna og holla útvist. Þær eru farn- ar klukkan tíu á laugardags- morgnum undir styrkri stjórn Þórdísar Ólafsdóttur. Yfir- skriftin er Fjölskyldan saman út í bláinn og þar er fagnað fólki á öllum aldri. Gangan er ekki hugsuð sem kraftganga heldur miklu frem- ur sem félagslegt rölt fólki til andlegrar og líkamlegrar hressingar og gleði. Á eftir eru teygjuæfingar, vatn og huggu- legheit í Betri stofunni. - gun Út í bláinn Börnin fá að upplifa náttúruna og fullorðnir fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÍTTU Í EIGIN BARM Nú stendur yfir lokaáfangi söfnunarátaks Krabbameinsfélags Íslands til að fjármagna kaup á tækjum sem geta greint brjóstakrabbamein á frumstigi betur en eldri búnaður. Einn liður í átakinu er sala á Bleiku slaufunni sem hönnuð er af Henrikku Waage skartgripahönnuði. Til að ná takmarki okkar þurfum við að selja 40.000 slaufur. Sýndu stuðning þinn í verki og settu slaufu í barminn. He nd rik ka W aa ge Lyfjaval FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA SÖLUAÐILAR STYRKTARAÐILAR 0 8 -1 8 4 8 / H V ÍT A H Ú S Ð I / S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.