Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 22
● fréttablaðið ● forvarnir 14. OKTÓBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 Gripið hefur verið til þeirra ráða hjá SÁÁ að veita auk- inn stuðning og þjónustu á göngudeild í ljósi ríkjandi aðstæðna. „Að sjálfsögðu höfum við af því áhyggjur að fólk með fíknsjúkdóm rati í erfiðleika við þessar aðstæð- ur,“ segir Valgerður Rúnarsdótt- ir, læknir hjá SÁÁ, spurð hvort áfengis- og vímuefnaneysla hafi aukist í efnahagskreppunni. „Við höfum á tilfinningunni að aðsókn sé að aukast um þess- ar mundir, en það er ekki hægt að segja til um það fyrr en betur er að gáð. Álagið hefur verið tals- vert meira á göngudeildum okkar síðustu daga. Sumir eru í meiri klemmu en áður út af þessum sveiflum og hremmingum í þjóð- félaginu,“ segir hún en gripið hefur verið til þeirra ráða hjá SÁÁ að veita fólki aukinn stuðning og þjónustu á göngudeildum í ljósi ríkjandi aðstæðna. Valgerður segir ytri aðstæður, eins og þær sem Íslendingar eru að kljást við þessa stundina, geta ýtt undir að alkóhólistar og fólk með aðra fíknsjúkdóma beygi af. „Sjúkdómurinn er svo langvarandi og þrálátur og þegar þrengir að í kring þá stendur fólk oft verr.“ Hún bendir jafnframt á að hjá SÁÁ sé reynt að taka á móti fólki eftir bestu getu, en því miður sé það hægara sagt en gert að auka plássið. Til þess þurfi aukna fjár- muni. „Ég ráðlegg fólki sem er með fíknsjúkdóm í bata að herða á sínu bataprógrammi, og herða á öllum skrúfum,“ segir hún. „Það getur vel verið að margir þeir sem hafa farið í gegnum með- ferð séu betur í stakk búnir til að takast á við þær þrengingar sem þjóðfélagið er að fara í gegnum, því þeir hafa svo marga mögu- leika í hendi sér.“ Aukin þjónusta er nú á göngu- deild SÁÁ hjá Von, Efstaleiti 7, og stendur öllum opin, jafnt sjúkling- um sem aðstandendum. Einnig er starfrækt göngudeild á Akureyri. - keþ Hert á öllum skrúfum Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna ýmiss konar van- líðunar. Á heimasíðu Rauða krossins segir að tilgangurinn með Hjálp- arsímanum sé „að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu“. Starfsmenn og sjálfboðaliðar svara í Hjálparsíma Rauða krossins. Þeir hafa reynslu af að svara slíkum símtölum og fá reglulega þjálfun í samvinnu við geðsvið Landspítala háskólasjúkra- húss og Landlæknisembættið. „Síminn er alltaf opinn, hann er ókeypis og hann er fyrir alla. Við heitum fullum trúnaði og er hlutleysis og nafnleyndar gætt í hvívetna,“ segir Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri Hjálparsímans. Síminn er aðalstyrktaraðili Hjálparsíma Rauða kross- ins. Auk Símans gefur Og Vodafone eftir gjald vegna sím- tala í 1717. Allar hringingar í 1717 eru því gjaldfrjálsar fyrir þá sem hringja. Ekki kemur fram á símreikningum að hringt hafi verið í 1717 og er því ekki hægt að rekja símtöl í hann. - hs Nafnlaus vinur í raun Allir geta hringt í Hjálparsímann þegar þeim líður illa og er fullum trúnaði heitið. NORDICPHOTOS/GETTY Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, ráðleggur fólki með fíknsjúkdóm í bata að herða á sínu bataprógrammi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Allar hringingar í 1717 eru gjaldfrjálsar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.