Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 34
22 14. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@fretta- KR var í gær spáð sigri í Iceland Express-deild karla og Keflavík í kvennaflokki. Stórstjörnulið KR fékk 413 stig í spánni og Grinda- vík kom langt á eftir með 374 stig. Íslandsmeisturum Keflavíkur var síðan spáð þriðja sæti en Keflavík fékk 346 stig. Breiða- blik og Skallagrímur fengu langfæst stig en Blikar fengu 89 og Skallarnir 96. Hjá stelpunum fékk Keflavík 187 stig og KR 180 í öðru sæti. Grindavík og Haukar fengu síðan 128 stig en Fjölni er spáð neðsta sætinu og Snæfell því næstneðsta. „Ég átti alltaf von á að okkur yrði spáð sigri og Grindavík öðru sætinu. Þetta kemur mér því ekki á óvart,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, en hann hefur fengið góðan liðsstyrk í sumar með heimkomu þeirra Jóns Arnórs Stefánssonar og Jakobs Arnar Sigurðarsonar. Fyrir var liðið þess utan vel mannað. „Ég held að Tindastóll fari lengra en spáin sýnir með góðan Kana og tvo Bosman-leikmenn. Ég veit ekkert hvað gerist í útlendingamálum hjá okkur en ég hef hálfpart- inn verið að búa mig undir að sú staða geti komið upp að við missum okkar Kana,“ sagði Benedikt sem sér norðanliðin Þór og Tindastól gera góða hluti í vetur. „Miðað við spána munu Stólarnir koma mikið á óvart. Með þrjá útlendinga gegn útlendingalausum liðum verða Stólarnir sterkir. Þór er að ég held með innistæðu fyrir sjötta sætinu. Cedric Isom var einn besti útlendingurinn að spila gegn öðrum útlendingum og hann verður því klárlega ekki með verri tölur í vetur. Svo á Þór líka Óðin Ásgeirsson sem hefur skorað 20 stig og tekið 10 fráköst í mörg ár. Þór hefur líka fengið Guðmund Jónsson frá Njarðvík þannig að þeir verða öflugir. Það er ljóst að ferðirnar norður verða erfiðar í vetur,“ sagði Benedikt en hvað með fallbaráttuna? „Ég tel ekki sjálfgefið að þessi tvö lið fari niður. Blikarnir gætu alveg náð aðeins ofar en á kostnað hvaða liðs er ómögulegt að segja. Það eru enn mörg spurningarmerki í þessu og svo veit maður ekki hvað gerist með útlendinga- málin fyrir úrslitakeppnina. Það á mikið eftir að gerast áður en yfir lýkur,“ sagði Benedikt Guðmundsson. KR OG KEFLAVÍK SPÁÐ SIGRI Í KÖRFUNNI: ÞJÁLFARI KR SEGIR SPÁNA EKKI KOMA SÉR Á ÓVART Átti alltaf von á að okkur yrði spáð titlinum Iceland Express-deild karla - spá: 1. KR 413 stig 2. Grindavík 374 3. Keflavík, 346 4. Njarðvík 309 5. Snæfell, 289 6. Þór Ak. 229 7. Stjarnan,190 8. ÍR 180 9. Tindastóll, 174 10. FSU 120 11. Skallagrímur 96 12. Breiðablik 89 Iceland Express-deild kvenna - spá: 1. Keflavík,187 stig 2. KR 160 3.-4. Grindavík & Haukar 128 5. Valur 92 6. Hamar 67 7. Snæfell,39 8. Fjölnir 38 > Kristján lærir hjá FCK Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, er á förum til Kaupmannahafnar þar sem hann mun fylgjast með æfingum hjá danska stórliðinu FCK í um vikutíma. Hann mun mæta á æfingar, fylgjast með undir- búningi og ræða við þjálfara liðsins um undirbúning fyrir leiki. Hann mun svo fá aðgang að lokaðri æfingu liðsins fyrir Evrópuleik gegn St. Etienne á Parken. HVER VINNUR! 9. SENDU SMS BTL BA T Á NÚMERIÐ 1900 AUKAVINNINGAR: TÖLV ULEIKIR OG DVD MYNDI R OG FLEIRA V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 9 9 k r/ sk e yt ið . Hetja eða skúrkur? Af hverju ekki að leika alla? www.takk. is FÓTBOLTI Íslenska landsliðið er komið heim frá Hollandi og undir- býr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Makedónum á Laugardals- velli á morgun. Það verður síðasti landsleikur liðsins á árinu og sá fjórði hjá liðinu í undankeppni HM. Uppskeran það sem af er rýr eða aðeins eitt stig, sem fékkst á útivelli gegn Norðmönnum. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari stefnir á að auka við stigafjöldann gegn Makedónum. „Við setjum þá kröfu á okkur að taka þrjú stig í þessum leik. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að landa sigri. Það er samt ekki nóg að segja það, við verðum að láta verkin tala. Við erum samt meðvitaðir um að við erum að mæta hörkuliði og megum alls ekki vanmeta það,“ sagði Ólaf- ur. Hann hefur hingað til verið ákaflega varkár í yfirlýsingum um stigasöfnun og farið í leiki með það markmið að leikmenn sýni sjálfstraust og þori að spila bolt- anum. „Okkur finnst í lagi að setja þá kröfu á okkur að vinna þennan leik. Við erum á heimavelli og telj- um eðlilegt að setja þá kröfu að vinna leikinn.“ Landsliðsþjálfarinn hefur verið ánægður með þann stíganda sem liðið hefur sýnt undir hans stjórn. „Við erum sáttir við þær fram- farir sem liðið er að sýna. Vonandi náum við að taka eitt skref fram á við í viðbót gegn Makedónum. Við sköpum okkur fín færi gegn Skot- um og einnig gegn Hollendingum en það vantar að binda endahnút- inn á sóknirnar hjá okkur. Vörnin hefur verið fín og við höfum ekki miklar áhyggjur af honum og núna er stefnan að færa liðið aðeins framar á völlinn,“ sagði Ólafur. Heiðar Helguson er frá vegna meiðsla og mun ekki spila á morgun. Grétar Rafn Steinsson er einnig tæpur og óvíst með hans þátttöku í leiknum „Ég er bjart- sýnni á að Grétar spili í dag en ég var í gær,“ sagði Ólafur. „Það er framför á hverri mínútu hjá honum. Við munum fylgjast náið með hans framförum og vonum það besta.“ Ólafur leggur meiri áherslu á sóknina á morgun en oft áður. „Við munum spila svipað og við höfum verið að gera en munum færa allt liðið ofar. Það má ekki slitna of mikið í sundur. Ég hef ekki ákveð- ið neinar breytingar á byrjunar- liðinu. Ég sé til í hvaða skapi ég verð í á morgun,“ sagði Ólafur léttur. Hann liggur yfir myndböndum af andstæðingnum þessa dagana og hann segir Makedóna vera svip- aða og hann átti von á. „Við erum að skoða leik Make- dónanna þessa dagana. Þeir eru ekkert síðri en Skotar og Norð- menn, mér finnst Makedónar meira að segja betri. Við erum að skoða þá á útivelli núna en þeir virðast ekki spila sama kerfi heima og að heim- an. Þeir hafa verið að spila 3-4-3 eða 5-3-2. Þeir eru flinkir og góðir á boltanum. Íslandi hefur í gegnum tíðina gengið illa með lið frá Aust- ur-Evrópu. Við sjáum til hvernig við leysum það,“ sagði Ólafur Jóhannesson. henry@frettabladid.is Setjum þá kröfu að taka þrjú stig Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir að hann og landsliðið setji þá kröfu á sig að hala inn þrjú stig gegn Makedóníu á morgun. Ólafur er ánægður með stígandann í liðinu og setur meira púður í sóknarleik- inn gegn Makedónum. Heiðar Helguson spilar ekki og óvissa er með þátttöku Grétars Rafns í leiknum. KOMNIR HEIM Íslenska knattspyrnulandsliðið er komið heim frá Hollandi og æfði á Laugardalsvelli í gær. Pálmi Rafn Pálmason og Ragnar Sigurðsson sjást hér í kuldanum í Laugardal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓ KÖRFUBOLTI „Þessi tillaga hljómaði þannig að þau lið sem þegar hafa látið sína útlendinga fara myndu spila þannig út tímabilið og úrslitakeppnina einnig. Þá væri komin upp sérstök staða og maður þyrfti ekki að opna blöðin rétt fyrir úrslita- keppni og sjá að einhver lið hafi verið að fá sér útlending,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sem mælti með heiðursmannasam- komulagi á milli liða í Iceland Express-deild karla. Böðvar segir að það hafi engin stemning verið fyrir tillögunni. „Ég fékk ekki eitt einasta svar. Menn hringdu bara í Friðrik [Inga Rúnarsson, framkvæmdastjóra KKÍ] og virtust ekki hafa geð í sér til þess að tala við mig. Það var því miður ekki sá hljóm- grunnur fyrir þessu eins og ég hélt eftir að hafa talað við menn í hreyfingunni,“ sagði Böðvar. Samkvæmt reglum KKÍ geta félög fengið sér Evrópumann í liðið fram í byrjun febrúar en hægt er að bæta Bandaríkjamönn- um í lið sín hvenær sem er tíma- bilsins. KR er með einn Banda- ríkjamann í sínu liði, Jason Dourisseau, og hann er ekki á förum úr Vesturbænum eins og staðan er í dag. „Hann fer ekki eins og staðan er núna. Hlutirnir breytast aftur á móti hratt og komi sú staða upp að við þurfum að hagræða hjá okkur byrja menn eðlilega fyrst að líta á útlendingamálin hjá sér,“ sagði Böðvar. - hbg Formaður körfuknattleiksdeildar KR fékk tillögu sína ekki í gegn: Engin stemning fyrir heiðurs- mannasamkomulagi í körfunni JASON DOURISSEAU Spilar áfram með KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.