Fréttablaðið - 15.10.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 15.10.2008, Qupperneq 1
Agnar Hansson Frelsi, val og greiðslumiðlun Forstjóri Fjármálaeftirlitsins Vill óbreytt þjóðfélagskerfi Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 15. október 2008 – 42. tölublað – 4. árgangur Útlönd Hruninu lokið? Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Horfur batna | Vextir á milli- bankamarkaði í heimnum fara lækkandi til marks um áhrif sam- átaks vestrænna ríkja til að létta þrýstingi af fjármálamörkuðum. Á þetta bendir CNNMoney.com, en í gær var fyrsti viðskiptadag- ur fjármálamarkaða í Bandaríkj- unum eftir aðgerðirnar. Tryggja innstæður | Innstæður banka í Hong Kong verða tryggð- ar að fullu fram til 2010 sam- kvæmt yfirlýsingu sem John Tsang, fjármálaráðherra þar, gaf út í gær. Þá verður settur upp neyðarsjóður fyrir fjármálakerf- ið þar, sem Tsang segir þó vera stöðugt, þrátt fyrir ólgu á al- þjóðavísu, að því er AFP grein- ir frá. BNA fjárfestir | Bandarísk stjórnvöld boðuðu í gær innspýt- ingu upp á 250 milljónir Banda- ríkjadala í bankakerfi landsins. Henry M. Poulson, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, segir pen- ingana hugsaða til að aðstoða banka í nauðum við endurfjár- mögnun. Viðræðuhökt | Viðræður flug- vélaframleiðandans Boeing við samtök vélvirkja vegna verk- falls þeirra og krafna um aukið atvinnuöryggi sem hófust um helgina runnu út í sandinn í gær. Bloomberg segir daglegt tekju- tap Boeing vegna verkfallsins nema 100 milljónum dala á dag. Fækkun hjá PepsiCo | PepsiCo hefur boðað stórfelldan niður- skurð í mannahaldi. Samkvæmt Bloomberg munu allt að 3.300 manns missa vinnuna. Bréf fé- lagsins féllu í kjölfarið um 14 prósent. Fleiri tala við IMF | Tyrkir eiga í viðræðum við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn (IMF) um að koma á svokölluðu viðbúnaðarsamkomu- lagi, án þess þó að niðurstaða sé í höfn. Þá á Serbía einnig í viðræð- um við sjóðinn. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Ég er ánægður með að hlutabréfamarkaður hélt þokkalega velli. En þetta eru blendnar tilfinning- ar,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphall- arinnar. Viðskipti með hlutabréf hófust í Kauphöllinni í gær eftir að hafa legið niðri í þrjá daga. Þegar við- skipti á hlutabréfamarkaði voru sett í salt á fimmtu- dag í síðustu viku stóð Úrvalsvísitalan í 2.991 stigi. Við upphaf viðskipta í gær lækkaði gengi hlutabréfa lítillega áður en fór að gefa í. Tæplega 39 prósenta fall Bakkavarar og rúmlega sautján prósenta fall Alfesca yfir daginn varð til þess að Úrvalsvísital- an féll um 5,84 prósent og endaði hún í 678 stigum. Þetta jafngildir 77 prósenta falli á tæpri viku. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan í byrjun apríl árið 1996. Viðskipti með hlutabréf voru afar lítil, 165 talsins og nam heildarveltan tæpum 187 milljónum króna. Hafa ber í huga að engin viðskipti voru með hluta- bréf viðskiptabankanna þriggja, sem ríkið tók yfir í síðustu viku og núllstillti á markaði í gær. Í ofanálag hefur Nýi Landsbankinn óskað eftir afskráningu. Þá hafa enn engin viðskipti verið hafin á ný með hluta- bréf Existu, Straums og Spron. Fjármálafyrirtækin voru langumsvifamest í Kauphöllinni áður en Fjár- málaeftirlitið stöðvaði viðskipti með bréfin. Mark- aðsverðmæti bankanna nam 80 prósentum af heild- arverðmæti skráðra félaga í Úrvalsvísitölunni og munar því verulega um brotthvarf þeirra. „Það er mikilvægt að viðskipti með hlutabréf þeirra hefjist sem allra fyrst,“ segir Þórður. Helst hefði hann viljað halda hlutabréfamarkaði opnum þrátt fyrir hremmingar síðustu daga. Mikið þurfi til að loka honum í jafn langan tíma og raun- in var. Hafi slíkt varla gerst erlendis nema vegna mikilla hamfara. Hlutabréfamarkaði í Bandaríkjun- um var lokað í viku eftir hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september árið 2001. Bresku kauphöllinni var lokað í byrjun síðasta mánaðar í heilan dag af tæknilegum ástæðum þegar kauphallarkerfið réð ekki við of mikla veltu með hlutabréf í mikilli upp- sveiflu í kjölfar þjóðnýtingar bandarísku fasteigna- lánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac. Þórður segir erfitt að spá fyrir um þróun hluta- bréfamarkaðar hér í kjölfar þess sem á undan er gengið. Markaðurinn muni nýta næstu daga til að endurmeta stöðuna. Félög sem eigi í miklum er- lendum viðskiptum og með góða fjárhagsstöðu ættu að koma vel undan óveðrinu. „Þegar menn fá bylm- ingshögg þurfa þeir tíma til að ranka við sér,“ segir Þórður. Tólf ár þurrkuð úr Kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan fór niður fyrir sjö hundruð stig í gær. Staðan er svipuð og á vordögum 1996. Forstjóri Kauphallarinnar segir fjárfesta þurfa að jafna sig líkt og eftir bylmingshögg. „Það eru tækifæri á mörkuðum til innri vaxtar. Því ákváðum við í fyrradag að fara í útboð,“ segir Hörður Arnar- son, forstjóri Marel Food Systems. Stjórn fyrir- tækisins nýtti heimild fyrir hlutafjárhækk- un frá í vor og blés til lokaðs hlutafjárút- boðs fyrir stofnanafjárfesta og bjóða tuttugu milljón hluti til sölu á genginu 70 til 72 krónur á hlut. Meðalgengi bréfa í Marel Food Systems var 71,5 krónur á hlut í gær. Opnað var fyrir áskriftir í útboðinu klukkan ellefu í gær- morgun og stendur það til klukk- an fjögur á morgun. Hörður segir útboðið styrkja við fjárhag Marel Food Systems og auka viðskipti með hlutabréf þess. Fjárhagurinn er sterkur fyrir. Eiginfjárhlutfall nemur 32 prósentum og verður 34-35 pró- sent að útboði loknu. „Í ástand- inu í dag er gott að hafa góðan aðgang að lausafé í rekstrinum,“ segir Hörður. - jab HÖRÐUR ARNARSON. Marel blæs til útboðs Er prentverkið Svansmerkt? Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Tjón vegna falls bankanna nemur að minnsta kosti 10 milljónum króna á hvern einasta landsmann, segir Ólafur Ísleifsson hagfræðingur í grein sem hann skrifar í Markaðinn. Hann segir tjón á mann líklega mun meira. „Ætla má að beint tjón Íslendinga af þeim við- burðum sem hér hafa verið raktir hlaupi á þúsund- um milljarða króna. Verðmæti hlutafjár bankanna nam um 800 milljörðum króna. Þar liggur þó aðeins hluti tjónsins,“ segir hann. Ólafur leitast við að svara spurningunni um hvort hægt hefði verið að forða falli bankanna, en segir því tæpast verða svarað með vissu. „En lík- indi má telja til þess að önnur afgreiðsla á máli Glitnis hefði gefið bönkunum svigrúm til að mæta lausafjárþurrðinni, hugsanlega nógu lengi til að komast í það skjól sem vænta má af samræmdum alþjóðlegum aðgerðum til stuðnings fjármálakerf- inu,“ segir hann í greininni. „Kannski var þetta spurning um tvær eða þrjár vikur. Við því fæst ekki svar héðan af. Afgreiðslan á erindi Glitnis tæmdi stundaglasið.“ Þá segir hann ekki þurfa að fara í neinar grafgöt- ur um að staða Kaupþings, sem framan af voru ekki öll sund lokuð, hafi „breyst til hins verra að kvöldi þriðjudagsins 7. október þegar bankastjóri Seðla- bankans lét í viðtali falla ummæli sem Richard Portes, prófessor við London Business School, segir hafa verið túlkuð svo að ríkissjóður myndi ekki efna skuldbindingar sínar gagnvart breskum spari- fjáreigendum. Auk þess var ítrekað tekið fram að fyrirgreiðsla Seðlabankans við Kaupþing væri til mjög skamms tíma og þannig gefið til kynna að bankinn stæði afar tæpt. Daginn eftir lækkaði Moody‘s lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um þrjú þrep, heilan flokk.“ - óká / Sjá síðu 5 Stundaglasið tæmdist með Glitni Líkur eru á að önnur afgreiðsla stjórnvalda á máli Glitnis en að leysa til sín 75 prósenta hlut hefðu veitt bönkunum svigrúm til að komast í skjól. Starfsemi SPRON verður óbreytt og unnið að endurskipulagningu og eflingu rekstursins með tilliti til langtímahagsmuna félagsins og gjörbreytts umhverfis fjár- málafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu SPRON. Þar segir jafnframt að for- sendur fyrir sameiningu SPRON og Kaupþings séu brostnar eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Kaupþingi. - óká SPRON starfar óbreytt áfram 4 5 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.