Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 10
10 16. október 2008 FIMMTUDAGUR Í frétt um samning bæjaryfirvalda í Hveragerði við Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. október birtist mynd af heil- brigðisstarfsmanni við bólusetningu. Myndin tengdist ekki efni fréttarinn- ar beint en á henni sést Sólbjörg Sólversdóttir hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Ásamt Sólbjörgu er Þóra Birna Ásgeirsdóttir, einnig starfs- maður Heilsuverndarstöðvarinnar, á myndinni. ÁRÉTTING NEYTENDUR Lífrænn landbúnaður, sparnaður í aðföngum, hærra afurðaverð, jákvæð ímynd og aukin vörugæði er yfirskrift mál- þings um lífrænan landbúnað sem haldið verður í Dalvíkurskóla laugardaginn 18. október. Á málþinginu verður meðal ann- ars fjallað um skilyrði fyrir líf- rænan landbúnað á Íslandi, hver hagur bænda er af lífrænni vott- un, reynslu bænda og áhrif líf- rænnar vottunar á starfsemi ferðaþjónustu. Í tilkynningu frá aðstandendum málþingsins segir að lífrænar aðferðir séu nú í vax- andi mæli teknar upp í ræktun og vinnslu landbúnaðar og náttúruaf- urða víða um heim. Margt komi þar til, meðal annars umhverfis- og heilsufarsvandamál sem rakin eru til efnanotkunar og iðnvædds búskapar. - ovd Málþing um lífrænan landbúnað: Jákvæð ímynd og aukin vörugæði KAMBÓDÍA, AP Að minnsta kosti einn kambódískur hermaður féll og annar særðist í átökum við taílenska herinn í gærmorgun á landamærum ríkjanna, þar sem deilur um legu landamæranna hafa valdið vaxandi spennu undanfarið. Átökunum lauk á innan við klukkustund. Kambódíuher segist hafa handtekið tuttugu taílenska hermenn og fimm hafi særst. Deilurnar snúast um þúsund ára gamalt musteri á landamær- unum og hvoru megin musteris- ins landamærin liggja. Musterið hefur lengi haft mikið aðdráttar- afl fyrir ferðamenn. - gb Átök Kambódíu og Taílands: Skipst á skotum í klukkustund FINNLAND Finnsk sveitarfélög eiga á hættu að tapa samtals um 23 milljónum evra á viðskiptum sínum við Kaupþing í Finnlandi í haust, eða sem nemur tæplega 3,5 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í finnska viðskiptablaðinu Kauppalehti. Sveitarfélagið Espoo í Finnlandi, sem er eitt af fjölmennustu sveitar- félögunum í landinu, getur tapað mestu eða 15 milljónum evra, sem samsvarar um 2,2 milljörðum króna. Peningar Espoo áttu að vera í bankanum frá 29. september til 13. október. Finnska fjármálaeftirlitið stöðvaði starfsemi bankans 8. okt- óber og hefur sveitarfélagið ekki getað fengið peningana endur- greidda. Unnið er að skýrslu um stöðu bankans í fjármálaeftirlitinu. „Við getum ekki sagt neitt um þetta. Þróunin er ekki í höndum borgarinnar. En þetta hefur ekki áhrif á fjárhagsáætlun borgarinnar sem verður kynnt í nóvember,“ segir Satu Tyry-Salo upplýsinga- fulltrúi í Hufvudstadsbladet. Espoo á um 520 milljónir evra í sjóðum auk þess sem fjárfestingar hafa lækkað í verði. Reijo Tuori, fjármálastjóri borgarinnar, vill ekki spá fyrir um hvert tapið verð- ur vegna Kaupþings. „Við bíðum og sjáum. Við vitum ekki hvort þetta verður fjármálakreppa til lengri tíma eða hvort sér fyrir endann á henni. - ghs Finnsk sveitarfélög geta tapað milljörðum króna á viðskiptum við Kaupþing: Ein borgin tapar milljörðum GETA TAPAÐ Finnsk sveitarfélög eiga á hættu að tapa 3,5 milljörðum króna á viðskiptum við Kaupþing í Finnlandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki. LÍFRÆN RÆKTUN Kröfur neytenda um örugg og heilnæm matvæli er meðal hvata fyrir lífrænar aðferðir í ræktun og vinnslu landbúnaðar og náttúruafurða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í HLUTVERKI KRISHNA Þessi ungi drengur á Sri Lanka var klæddur upp í hlutverki hindúaguðsins Krishna á trúarhátíð fyrr í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL „Þetta er ljót og mjög særandi birtingarmynd á einelti,“ segir Eiður H. Eiðsson, yfirmaður forvarnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar á hann við ellefu ára börn sem nota klám- síður á netinu til að níðast á jafn- öldrum sínum. Þetta athæfi færist enn í aukana ef eitthvað er, að sögn Björgvins Björgvinssonar yfirmanns kyn- ferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Í síðustu viku fengum við eitt slíkt mál tengt grunnskóla í borg- inni og tvö í vikunni þar áður,“ segir Björgvin. Eins og Björgvin greindi frá í Fréttablaðinu fyrir skömmu höfðu börn, á aldrinum 11 til 13 ára, orðið uppvís að því að nota svæsnar klámmyndir til að áreita og leggja önnur börn í einelti á netinu. Kyn- ferðisbrotadeild hafði þá fengið nokkur mál þess eðlis til rannsókn- ar. Börnin fóru þá inn á svæsnar klámsíður á netinu og settu nafn annars barns, sem verið var að áreita, við mynd á síðunni. Síðan var myndunum dreift á spjallrásir sem skjali eða viðhengi. Gjarnan fylgir með í skjalinu að þetta sé vefsíða barnsins sem myndirnar eru merktar og því bætt við að það sé á kafi í klámi ásamt öðrum rætnum athugasemdum. Að sögn Björgvins eru nú farin að berast á borð lögreglu mál þar sem börn iðka að setja andlit ann- ars barns í stað þess sem sést á klámmyndum og dreifa á netinu. „Þetta er greinilega gert í þeim tilgangi að lítillækka viðkomandi eða gera einhvers konar aðsúg að honum. Þau eru jafnvel farin að nota dýraklámmyndir í þessum til- gangi. Þetta hefur aukist töluvert og er einhver veruleiki sem við erum að sjá birtast í gjörðum þess- ara barna. Þetta geta verið mjög ljótar síður og auðvitað ljótur leik- ur gagnvart viðkomandi barni og fjölskyldu þess. Það sem er alvar- legast í þessu er að börnum á þess- um aldri skuli vera kunnugt um hvernig eigi að nálgast svona klámsíður og hafa löngun til að skoða þær. Það bendir til þess að að grípa þurfi snarlega inn í.“ Yfirmaður forvarnadeildar segir að í tilvikum sem þessum sé rætt við viðkomandi börn og for- ráðamenn þeirra. „Yfirleitt er þetta mjög mikið áfall fyrir foreldra barnanna,“ segir hann. Lögreglumenn úr for- varnadeild fara í alla grunnskóla á hverjum vetri og ræða netnotkun við nemendur. - jss Klámeinelti barna færist enn í aukana Yfirmaður forvarnadeildar lögreglunnar segir það einelti sem börn stunda á netinu mjög ljótt. Uppi eru mál, þar sem gerendur nota svæsnar dýraklám- myndir til að níðast á jafnöldrum. EINELTI Á NETINU Börn frá ellefu ára aldri nota æ svæsnari klámmyndir sem þau finna á netinu til að einelta jafnaldra sína með. Lögreglumenn úr forvarnardeild ræða við þessi börn og foreldra þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.