Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 12
 16. október 2008 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Bæjarstjórn Álftanes braut lög með því að fresta afgreiðslu á umsókn lóðareiganda um byggingarleyfi með vísan til þess að nýtt deili- skipulag væri í burðarliðnum. Deilur um sjávarlóðina í Miðskógum 8 hafa verið í fréttum á síðustu misserum. Hæstiréttur telur lóðina vera byggingarlóð en bæjaryfirvöld á Álftanesi hafa talið að svo sé ekki. Eigandi lóðarinnar hafði fengið eina synjun á útgáfu byggingarleyfis enda uppfylltu uppdrættir að fyrirhuguðu húsi þá ekki skilmála deiliskipulags fyrir Skógtjarnarsvæðið. Afgreiðslu nýrrar umsóknar hans frá í apríl hefur verið frestað hjá bæjaryfirvöldum sem hafa verið að endurskipu- leggja svæðið. Í ágúst kærði lóðareigandinn málsmeðferðina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. „Úrskurðarnefndin telur að þessi frestun málsins hafi verið ólögmæt,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. „Hefur þessi ólögmæta málsmeðferð leitt til dráttar á meðferð málsins og má fallast á með kæranda að afgreiðsla málsins hafi dregist óhæfilega.“ Lagt er fyrir skipulags- og byggingarnefnd og bæjarstjórn Álftaness að taka byggingarleyfisumsókn á Miðskógum 8 til efnislegrar afgreiðslu án ástæðulauss dráttar. - gar Bæjarstjórn Álftaness brýtur á lóðareiganda vegna byggingarleyfisumsóknar: Afgreiði umsóknina tafarlaust MIÐSKÓGAR 8 Forseti bæjarstjórnar Álftaness býr ofan við hina umdeildu sjávarlóð og hefur vikið sæti þegar um hana hefur verið fjallað í bæjarstjórninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Vestmannaeyjabær ætlar að mæta þyngri rekstri heimila í efnahagsþrengingunum með lækkunum á gjaldskrám. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur lagt fram áætlun í fimmtán liðum, sem gildir frá 1. nóvember næst- komandi til 1. maí 2009. Meðal þess sem þar kemur fram er að gjaldskrár á velferðasviði Vest- mannaeyjabæjar verða ekki hækkaðar næstu sex mánuði; leik- skólagjöld verða lækkuð um níu til tíu prósent; tekið verður upp styrktarkerfi fyrir börn hjá dag- mæðrum; niðurgreiðslur vegna fæðisgjalda í grunnskóla verða auknar; ókeypis verður í sund fyrir yngri en átján ára og styrkur til félags eldri borgara verður hækkaður um 50 prósent. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að þegar kreppir að sé brýnt að slá skjald- borg um velferðarkerfið. „Við teljum okkur hafa svigrúm til að ráðast í þessar aðgerðir þar sem mikils aðhalds hefur verið gætt í rekstri bæjarfélagsins undanfarin tvö ár. Við höfum náð mikilli hagræðingu í rekstri og stefna okkar er sú að hagræðingin skili sér aftur til bæjarbúa. Við höfum rætt við marga af hagsmunaðilum og vitum að bæjarbúar og fyrirtæki leggjast á árarnar með okkur í þeirri viðleitni að standa vörð um grunngildi okkar, jafnvel þótt eitthvað harðni á dalnum tímabundið.“ - bs Vestmannaeyjabær leggur fram áætlun til að létta róður heimilanna: Lækka leikskólagjöld í Eyjum ELLIÐI VIGNISSON Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum telur að þegar kreppi að sé brýnt að standa vörð um velferðarkerfið. 46% afsláttur 50% afsláttur við kassa Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Hverafold Akureyri - Höfn - Grindavík ...betra verð! TILBOÐIN GILDA 16. - 19. OKTÓBER w w w .m ar kh on nu n. is 32% afsláttur VILLIKRYDDAÐ LAMBALÆRI 1.484 kr/kg 2.183 kr/kg TOPPUR M/SÍTRÓNU OG ÁVAXTATOPPUR M/APPELSÍNU 99 kr/stk. SALTKJÖT, ÓDÝRT 278 kr/kg 515 kr/kg NAUTALUNDIR, FROSNAR 2.145 kr/kg 4.290 kr/kg ATVINNUMÁL „Straumur erlends vinnuafls frá Íslandi er þegar haf- inn og ef að líkum lætur mun hann einungis aukast á næstunni. Við höfum heyrt af vaxandi óróleika meðal þessa fólks. Upplýsingar því til handa eru víða af skornum skammti og allt hefur þetta sín áhrif,“ segir Jón Steindór Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Efnahags- ástandið sem skapast hefur síð- ustu vikur er líklegt til að skila sér í fólksflótta erlends vinnuafls frá landinu. Helst er um að kenna verk- efnaskorti, rokkandi gengi íslensku krón- unnar og óvissu- ástandi í banka- málum, en margir hafa lent í vandræð- um með að koma peningum til fjölskyldna sinna erlendis vegna stíflu í gjald- eyrisviðskiptum. Jón Steindór segir sífellt bera meira á þeirri skoðun erlends verkafólks að ekki borgi sig leng- ur að starfa á Íslandi. „Fólk sem ræður sig til landsins á nokkurs konar vertíð til að græða fé snar- lækkar skyndilega í launum og veit hreinlega ekki hvað það fær fyrir aurana sína. Stíflan í banka- kerfinu bætir svo gráu ofan á svart.“ Hann segir íslenskt atvinnulíf á sumum sviðum vera farið að treysta mjög á útlent vinnuafl. „Til dæmis eru dæmigerð láglauna- störf sem Íslendingar eru meira og minna horfnir frá, eins og verk- smiðju- og byggingarvinna, mat- vælaiðja, fiskvinnsla og ýmis þjón- ustustörf, mjög háð erlendu vinnuafli. Ef útstreymið færist í aukana, sem allar líkur eru á, mun vanta fólk í þessi störf. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort Íslend- ingar færist úr öðrum störfum yfir í þessi. Ég held að það liggi nú í eðli Íslendinga að vilja fremur vinna, ef vinnu er að fá, en að vera atvinnulausir,“ segir Jón Steindór. Steindór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, segist vel skilja áhyggjur erlends starfs- fólks. „Við höfum ekki orðið vör við að erlent fólk sé að segja upp störfum sínum ennþá, en hver veit hvað gerist á morgun. Mörgum er órótt og það er brýnt að koma málum eins og gjaldeyrisviðskipt- um og gengismálum í lag. Við biðj- um fólk um að sýna biðlund og reynum eftir megni að útskýra stöðuna fyrir því,“ segir Steindór. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISS Ísland, sem býður meðal annars upp á hreingerningar um land allt, segir erlent starfsfólk hafa skipað 50 til 60 prósent vinnuafls innan fyrir- tækisins á allra síðustu árum. „Það er vaxandi að fólk af erlendu bergi brotnu sé að hætta með skömmum fyrirvara. Okkur hefur heyrst að stefnan hjá mörgum sé að fara til Noregs, þar sjái fólk fyrir sér betri stöðu,“ segir Guðmundur. kjartan@frettabladid.is Erlendir verkamenn flýja af landi brott Erlendir verkamenn munu streyma frá landinu á næstunni. Fólki er órótt vegna gengisbreytinga og stíflu í bankakerfinu, sem hamlar þeim að koma fé til fjölskyldna sinna. Búist við Íslendingar gangi í þau störf sem fylla þurfi. ERLENT VINNUAFL Verkamenn frá Slóvakíu helluleggja við Hringbraut árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.