Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING: Efnahagsvandi í Austur-Evrópu 14 16. október 2008 FIMMTUDAGUR Með þeim aðgerðum sem stjórnvöld í stærstu efna- hagsveldum heims hafa nú ákveðið að grípa til kunna þau að hafa afstýrt hruni fjármálakerfis landa sinna, en minni lönd sem ekki voru í aðstöðu til að grípa til hliðstæðra ráðstafana berjast í bökkum. Þetta á ekki bara við um Ísland. „Nýlega frjálsu“ ríkin í austan- verðri Evrópu, sem risu úr rúst- um Austurblokkarinnar á síðasta áratug og hafa flest notið mikils efnahagsuppgangs síðan, eru dæmi um lönd þar sem stjórn- völd eiga nú í erfiðleikum með að grípa inn í þann neikvæða víta- hring sem efnahagslífið í þess- um löndum er lent í. Úkraína er eitt þessara landa. Þar hefur fjármagn frá erlend- um fjárfestum streymt út úr landinu á örskömmum tíma með þeim afleiðingum, svipað og á Íslandi, að gjaldmiðill landsins, hryvnan, hefur hrunið, verðbólga náð nýjum hæðum og bankar orðið nánast óstarfhæfir. Uppgangurinn í strand Í Ungverjalandi er ástandið svipað. Gengi ungversku flór- intunnar hefur hrapað um fimmtung gagnvart evru á síð- ustu vikum. Gengi hlutabréfa í Póllandi, sem er langstærst af fyrrverandi Austurblokkarlönd- unum sem gengin eru í Evrópu- sambandið, hefur tekið gríðar- mikla dýfu. Í Eistlandi hefur fasteignaverð fallið um 40 pró- sent. Í Tékklandi hafa stjórnvöld slegið á frest áformum um að einkavæða ríkisflugfélagið og að ganga í myntbandalag ESB. Að Íslendingar skuli nú komn- ir til Moskvu til að semja um stórt neyðarlán er umhugsunar- efni fyrir Úkraínumenn. Þar sem þeir kusu sér til forystu stjórnmálaöfl sem vilja frekar leita nánara samstarfs í vestur en að lúta vilja Moskvuvaldsins býðst þeim ekki slík hjálp úr þeirri átt. Sumir markaðsrýnar telja að hin svokölluðu „nýmarkaðslönd“ muni geta náð sér aftur á strik á skömmum tíma þar sem mörg þeirra séu enn að hrista af sér lamandi afleiðingar áratuga kúgunarstjórnar kommúnista. En jafnvel þótt þetta mat reyn- ist rétt þá blasir við að þessi lönd muni til skemmri tíma litið ganga í gegnum mikið óvissu- og sveiflutímabil, þar sem fast- eignabólur springa, bankar verða gjaldþrota og neyzla almennings dregst verulega saman. Verðbólgan skeinuhætt Úkraínu Anders Aslund, efnahagsmála- ráðgjafi sem AP-fréttastofan vitnar til, skrifaði í júlí að efna- hagsvandinn í Úkraínu væri ekki eins djúpstæður og í Rúss- landi árið 1998, sem steypti því landi í alvarlega kreppu sem varði í mörg ár. Aslund benti á að ríkisfjármál Úkraínu væru í tiltölulega góðu horfi; afgangur hefði verið af fjárlögum síðustu ár og erlend- ar skuldir ríkissjóðs litlar. Auk þess væri gjaldeyrisvarasjóður seðlabanka landsins vel stæður með 36 milljarða Bandaríkja- dala. En hann álítur engu að síður að Úkraína standi frammi fyrir „hörmungum“ ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna. Tækist það ekki væri hætta á að fasteignaverð lækkaði um helm- ing og annar hver banki færi á hausinn. Það uppnám sem ríkt hefur í stjórnmálum Úkraínu – forsæt- is ráðherrann Júlía Tymosjenko og forsetinn Viktor Jústsjenko hafa glímt um forræði fyrir þingi og ríkisstjórn á sama tíma og Moskvuhollum höfuðand- stæðingi þeirra beggja, Viktor Janúkovítsj, hefur verið að vaxa fiskur um hrygg – hefur hamlað aðgerðum til lausnar á efnahags- vandanum í landinu. Byrði erlendra skulda Um vanda Ungverja segja sér- fræðingar að hann sé dæmigerð- ur fyrir áhættuna sem fylgi því fyrir efnahag þjóðar að reiða sig um of á erlenda fjármögnun. Sex af hverjum tíu húsnæðis- lánum Ungverja eru í erlendri mynt, að mestu evrum og sviss- neskum frönkum. Ungversk heimili og fyrirtæki eru alls skráð fyrir lánum í erlendri mynt upp á minnst 45,6 millj- arða evra. Ástandið í Ungverja- landi líkist þannig stöðunni á Íslandi. Rétt eins og Íslending- um er það að koma Ungverjum í koll að hafa skuldsett sig í ann- arri mynt en þeirra eigin. Ung- versk stjórnvöld hafa unnið að því að uppfylla Maastricht-skil- yrðin fyrir upptöku evrunnar en hafa átt í erfiðleikum með það. Gengishrun flórintunnar og nei- kvæð keðjuverkun alþjóðlegu bankakreppunnar gerir það tak- mark enn fjarlægara. Grannríki Ungverjalands, Sló- venía, er öllu betur sett. Það fékk inngöngu í Evrópusam- bandið á sama tíma og Ung- verjaland og sex önnur fyrrver- andi austantjaldslönd árið 2004, en Slóvenía er eina landið í þess- um hópi sem fram til þessa hefur fengið að taka upp evruna. Aðild Slóveníu að evrópska myntbandalaginu hefur reynzt efnahagslífi landsins mikilvæg vörn gegn alþjóðlegu fjármála- hamförunum. Ríkisafskipti í nýju ljósi Víst er, að þessi alþjóðlega fjár- málakreppa og hin umfangs- miklu inngrip ríkisvaldsins í grunnþætti gangverks hins kap- ítalíska kerfis sem ákveðið hefur verið að grípa til í forystu- veldum Vesturlanda, á eftir að draga pólitískan dilk á eftir sér. Í hinum „nýfrjálsu“ löndum hins fyrrum „sósíalíska heims“ þar sem fylgt hefur verið ströngum og á köflum sársaukafullum efnahagsumbóta- og einkavæð- ingaráætlunum samkvæmt for- skrift frá þessum sömu ráða- mönnum í vestri, er eftir því tekið að nú er allt í einu leyfilegt og reyndar talið nauðsynlegt að grípa til þess sem þeim var sagt að væri algert bannorð: ríkisaf- skipti af hinum frjálsa markaði. Mörg „nýmarkaðslönd“ eiga í vök að verjast ÁHYGGJUR Í ÚKRAÍNU Júlía Tymosjenko, forsætisráðherra Úkraínu, segir ríkisstjórnina vera að „gera allt mögulegt og ómögu- legt“ til að halda áhrifum alþjóðlegu fjármálakreppunnar á úkraínskt efnahagslíf í lágmarki. NORDICPHOTOS/AFP KREPPA Í UNGVERJALANDI Kreppan hefur látið til sín taka í Ungverjalandi. Hugtakinu bindiskyldu hefur oft skotið upp í umræðunni um hrun íslenska bankakerfisins. Margir telja að lækkun hennar í árslok 2003, úr fjórum pró- sentum í tvö, hafi verið óskynsamleg og eigi sinn þátt í þeim mikla skelli sem allir Íslendingar finna nú fyrir. ■ Hvað er bindiskylda? Bindiskylda er eitt af stjórntækjum Seðlabankans til að hafa áhrif á peninga- magn í umferð. Með henni skyldar Seðlabankinn banka til þess að leggja ákveðið hlutfall af innlánum inn á reikning í Seðlabankanum. Þannig geta þeir ekki endurlánað þann hluta innlánanna. Því hærri sem bindiskyldan er því minna geta bankarnir lánað. Bindiskyldan heftir því útlánavöxt. ■ Hvers vegna hefur hún verið svo mikið í umræðunni? Útlánaþenslan var hluti af þeim vanda sem þjóðin er nú í. Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu í desember árið 2003. Það ýtti undir útlánavöxt bank- anna. Bankarnir fögnuðu lækkun hennar enda virkaði hún heftandi á útlána- vöxt þeirra. Ýmsir hagfræðingar töldu lækkunina hins vegar óskynsamlega þar sem hún ýtti um of undir útlánavöxt. ■ Hver eru önnur stjórntæki Seðlabankans? Hann getur keypt og selt eignir á borð við ríkisskuldabréf eða erlendan gjaldeyri. Hann getur skyldað viðskiptabanka til að liggja með ákveðið hlutfall af innlánum sem seðla og mynt. Stýrivextirnir hafa þó verið hans helsta stjórn- tæki undanfarin ár. Með hærri stýrivöxtum verður meira freistandi að leggja inn fé hjá Seðlabankanum heldur en að fá það lánað, sem ætti að virka letjandi á þenslu. FBL-GREINING: BINDISKYLDA BANKA Heftir útlánavöxtinn Útlit er fyrir að hátt í 200 Íslend- ingar taki þátt í maraþonhlaupum erlendis í haust og verður það met ef gengur eftir. Svo virðist sem menn ætli að halda sig við fyrir- ætlanir þrátt fyrir gengissveiflur. Þetta kemur fram í grein Sigurðar P. Sigmundssonar á hlaupavefnum hlaup.is. Um 60 Íslendingar hlupu í Berlín í lok september og aðrir í Brussel. Töluverður hópur hleypur í Amsterdam um helgina og í New York-maraþoninu í byrjun nóvem- ber eru tæplega 80 skráðir til hlaups. Þá er hópur Laugaskokk- ara á leið í maraþonhlaup í Mílanó í lok nóvember. - ghs 200 Íslendingar ætla í maraþonhlaup erlendis: Stefnir í met í haust FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.