Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 16
16 16. október 2008 FIMMTUDAGUR Útgjöldin > Verð á flugferð frá Reykjavík til Akureyrar í ágústmánuði hvers árs. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS hagur heimilanna 3.665 4.765 5.365 5.865 97 98 99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 7.465 8.090 8.090 8.290 8.505 9.230 9.570 10.620 ■Gísli Ásgeirsson mælir með hlaupum og hafragraut, líka fyrir köttinn. „Hlaup eru ódýr- asta hreyfingin í kreppunni,“ segir Gísli Ásgeirsson hlaupari, „og ódýr- asti morgunmatur- inn er hafragrautur. Hafragrautur fer aldrei til spillis. Ef það verður afgangur þá bakar maður úr honum lummur. Það er hægt að gefa hafragrautinn bæði heimilisfólki og húsdýrum. Hér á bæ áttum við einu sinni tvo ketti og þeir fengu báðir hafragraut í morgunmat. Það var sko ekki verið að eyða stórfé í rándýran kattamat úr Dýraríkinu. Hafragrautur er málið í dag ef maður vill spara.“ GÓÐ HÚSRÁÐ GÓÐUR HAFRAGRAUTUR „Mín verstu kaup gerði ég nýlega þegar ég var á ferðalagi um Tansaníu með kærastan- um,“ segir Þórhildur Ólafsdóttir háskólanemi. „Þar sem við gistum í tjöldum var okkur tjáð að það gæti orðið kalt á kvöldin og því væri betra að hafa hlýjar yfirhafnir með sér. Við fórum því á götumarkað í Arusha í leit að hlýrri peysu. Við vorum augljóslega túristar og því góð skotmörk. Þetta endaði á því að upp á okkur var prangað ógeðslegri peysu í óræðum lit sem lyktaði eins og hún hefði verið dregin af rotnandi líki. Fyrir þetta borguðum við að jafnvirði 4.500 íslenskar krónur sem eru mánaðarlaun í Tansaníu. Peysan var skiljanlega aldrei notuð en er klárlega besti minjagripurinn úr ferðinni því við huggum okkur við að þótt við höfum látið fífla okkur skyldum við að minnsta kosti eftir einhverja aura í þessu fátæka landi. Bestu kaupin eru allir þeir farseðlar sem ég hef keypt í gegnum tíðina. Það er ómet- anlegt að geta ferðast um heiminn og ég hef aldrei farið í leiðinlegt ferðalag. Farseðill er ávísun á ævintýri, reynslu, skilning, breytta lífssýn og ógleymanlegar minningar.“ NEYTANDINN: ÞÓRHILDUR ÓLAFSDÓTTIR HÁSKÓLANEMI Daunill peysa í Tansaníu Ekki er ónýtt, eins og þjóðfélagið er núna, að benda á eitthvað jákvætt og umfram allt ókeypis. Laufey Helga Guðmundsdóttir og Guðrún Edda Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjórar Lögfræðiaðstoðar Orators skrifa: „Okkur langar að vekja athygli á Lögfræðiað- stoð Orators, félags laga- nema við Háskóla Íslands, sem er endurgjaldslaus lögfræðiaðstoð í gegnum síma fyrir almenning. Opið er á fimmtudagskvöldum yfir vetrarmánuðina frá 19.30 – 22.00 í síma 551-1012. Lögfræðiaðstoð Orators er starfrækt með því sniði að almenningi gefst kostur á að hringja inn og bera upp lögfræðilegar fyrirspurnir. Lögfræðiaðstoðin leitast við að svara þeim eftir bestu getu og leiðbeina fyrirspyrj- anda um næstu skref við lausn sinna mála. Svör við fyrirspurnum eru ekki hugsuð sem endanleg lausn, enda verða þau að skoðast með þeim fyrirvara að þau séu almenns eðlis. Það eru laganemar í meistaranámi við lagadeild HÍ sem sitja fyrir svörum.“ Og meira frá HÍ. Tveimur nemum á viðskiptabraut blöskraði hátt verð á smokkum á Íslandi og fengu hugmynd. Þeir selja nú smokka á lægra verði en gengur og gerist. Ódýru smokkana má panta á www. freewebs.com/smokkagald- ur. Strákarnir vilja ekki verða þekktir sem „smokka- gaurarnir“ og koma því ekki fram undir nafni. „Annar okkar stundaði nám í Bandarríkjunum í nokkur ár. Þar áttaði hann sig á þeim mikla verð- og úrvalsmunur á smokkum og hér heima. Næsta skref var að panta smokka inn að utan og selja í gegnum netsíðuna. Ef við tökum verðdæmi þá kostar 12 smokka pakki yfir 1200kr út í búð, en hjá okkur 850 kr. Eftir gengisbreytingar undanfarið hafa búðir hækkað smokkaverðið. Við bjóðum uppá mest 100 stykki og kostar það 5500 kr. Samanborið við hvað slíkt magn kostaði út i búð erum við 80 prósent ódýrari. % verðmunur. Smokkar eru vinsælasta getnaðarvörnin í heiminum í dag og með þeim öruggustu. Því er skrýtið hversu dýrir þeir eru út úr búð hér. Við erum að reyna að hjálpa til.“ Neytendur: Enn fleiri jákvæð dæmi úr kreppunni: Lögfræðiaðstoð og smokkar Misjafnt er eftir fyrir- tækjum hvort og þá hvað hægt er að gera til að létta greiðslubyrði bílalána meðan gengið er óhagstætt. Ef eitthvað er gert er það aðeins til nokkurra mánaða. Í sumum tilvikum er tíu þúsund króna gjald tekið. Misjafnt er eftir fyrirtækjum hvort boðið er upp á frystingu bílalána eða aðra kosti fyrir fólk sem vill semja um afborganir á erlendum bílalánum. Fyrirtækin bregðast flest vel við og bjóða fólki upp á frystingu eða aðra möguleika til að létta greiðslu- byrðina meðan gengið er óhag- stætt. Aðgerðin er til þriggja eða fjögurra mánaða. Mikið er spurst fyrir hjá fyrirtækjunum. Lýsing býður upp á frystingu lána ef það er talið leysa vanda en yfirleitt er boðið upp á helmings- afslátt af greiðslunni í þrjá mán- uði þannig að eitthvað sé greitt niður af höfuðstólnum og ekki bara vextir. Talið er rétt að endur- skoða málið eftir þrjá mánuði. Glitnir Fjármögnun býður upp á það að lækka fjárhæð mánaðar- legra afborgana niður í það sem greitt var fyrir ári og restin fari þá á höfuðstólinn. Þetta fyrir- komulag gildir í fjóra mánuði og er aðeins fyrir þá sem standa í skilum. Eiríkur Óli Árnason, forstöðu- maður hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, segir að boðið sé upp á vaxtagjalddaga. Viðskiptavinur- inn borgi þá ekki af höfuðstólnum heldur bara vexti af láninu. „Þá lækkar greiðslubyrðin um sirka helming,“ segir Eiríkur Óli. Helga Hermannsdóttir, deildar- stjóri hjá Avant, segir að Avant ætli að bregðast jákvætt við ósk ríkisstjórnarinnar um að „frysta“ afborganir lána í erlendri mynt þar til ró kemst á gjaldeyrismark- að. Í ákveðnum tilvikum sé hægt að skuldbreyta lánum. Þá verði hægt að fjölga gjalddögum um fjóra þar sem vextir verði aðeins greiddir. Þessum gjalddögum verði bætt við lánum. Kjartan Georg Gunnarsson, forstjóri SP-Fjármögnunar, segir að farið sé yfir hvert tilfelli og metið hvað hægt sé að gera. Reynt sé að leysa málin. Ef lán séu fryst sé enginn aukakostnaður tekinn. Yfir 90 prósent af viðskiptavin- um standi í skilum þó að stöðugt fleiri geti ekki staðið í skilum. Hann vill að fjölmiðlar gerist bjartsýnir. „Það hjálpar okkur alls ekki að fá umfjöllun um þetta því að hér eru allir á haus og við erum að stunda ýmsa starfsemi. Í inn- heimtudeild eru fjórir eða fimm starfsmenn. Ef allir fjölmiðlar fjalla um þetta og við þurfum að skuldbreyta fyrir alla þá get ég lokað skiptiborðinu því að þá koma allir hlaupandi,“ segir hann. Misjafnt er eftir fyrirtækjum hvort tíu þúsund króna gjald er tekið fyrir aðgerðina. Viðskipta- vinir þurfa að hafa staðið í skilum til að geta samið um aðgerðir eða koma sér í skil til þess að hægt sé að semja. ghs@frettabladid.is Þurfa að vera í skilum til að hægt sé að semja LÆKKAR UM HELMING Eiríkur Óli Árnason, forstöðumaður hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, segir að viðskiptavinir geti samið um að borga bara vexti af bílaláninu. Þá lækki greiðslubyrðin um helming. Nú lyftist kannski að minnsta kosti brúnin á sælgætisgrísum. Sælgætisgerðin Freyja hefur ákveðið að draga til baka verðhækkanir sem tóku gildi í upphafi þessa mánaðar. „Með þessu móti vill Freyja ehf. leggja sitt af mörkum á þessum erfiðu tímum,“ er haft eftir Ævari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Freyju, í tilkynningu sem send var fjölmiðlum. Freyja framleiðir margar tegundir af sælgæti sem eru öllum þeim sem veikir eru fyrir sætindum að góðu kunnar. Má þar nefna Rís, Hrís og Draum. Ekki má heldur gleyma Freyju- karamellunum sem sumir kalla „haltukjaftu-karamellur“ þar sem þær fylla munninn og eru lengi, lengi að bráðna. ■ Verslun Freyja lækkar verð á sælgæti ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Fjöreggið, verðlaun fyrir lofsvert framtak á matvælasviði, verður afhent í dag í upphafi ráðstefnunnar Íslenskar matarhefðir og héraðskrásir. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent, en sex aðilar hafa verið tilnefndir. Það eru veitingahúsið Friðrik V. á Akureyri fyrir öflugt kynningarstarf matvæla úr héraðinu, Fiskidagurinn mikli fyrir að tengja saman ferðaþjónustu og íslenskar matarhefðir, Matur, saga og menning, félag áhugafólks um mat og matarmenningu, fyrir að efla þekkingu á íslenskum mat, Ávaxtabíllinn fyrir frumkvöðlastarf sem eykur aðgengi fólks að ávöxtum, Hollt í hádeginu fyrir matseld í skólum með góðum árangri og Myllan fyrir að auka úrval og fjölbreytni í trefjaríkum brauðvörum. Samtök iðnaðarins eru bakhjarl Fjöreggsins og gefa gripinn sem hannaður er og framleiddur af Gleri í Bergvík. ■ Verðlaun Fjöreggið veitt í dag Vísindanefnd á vegum Evrópusambandsins varar við heyrnarskaða af völdum mp3-spilara. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar frá því fyrr í vikunni. Þá lýsti framkvæmdastjóri neytendamála hjá Evrópusambandinu áhyggjum yfir því að þeir sem noti mp3-spilara og farsíma á háum hljóðstyrk gætu óafvitandi verið að skaða heyrn sína og því sé mikilvægt að koma þessum upplýsingum á framfæri. Ungt fólk sé í sérstökum áhættuhópi, þar sem það er í þeim hópi sem notar spilarana einna mest. Áætlað er að um 50-100 milljónir manna í aðildarríkjum sambandsins hlusti á slíka spilara á hverjum degi. Þeir sem hlusta í meira en klukkutíma á dag, á háum hljóðstyrk, eiga á hættu að hljóta heyrnarskaða eftir fimm ára notkun. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna, ns.is. ■ Heilsa Mp3-spilarar geta verið hættulegir heyrn föstudagur fylgir Fréttablaðinu á morgun föstudagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.