Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 18
18 16. október 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 57 658 -3,01% Velta: 45 milljónir MESTA HÆKKUN EIK BANKI +43,12% ATL.PETROLEUM +39,99% ÖSSUR +1,79% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉL. -66,67% BAKKAVÖR -6,34% ICELANDAIR -2,33% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,50 +0,00% ... Atorka 2,46 +0,00% ... Bakkavör 5,61 -6,34% ... Eimskipafélagið 0,50 -66,67% ... Exista 4,62 +0,00% ... Glitnir 0,00 +0,00% ... Icelandair Group 14,65 -2,33% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Landsbankinn 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 70,80 -0,42% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 85,50 +1,79% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 200,14 +0,1% „Það er ein kreppa sem okkur hefur sem betur fer tekist að sleppa við innan evrusvæðisins og það er gjaldeyriskreppa og gengishrun ofan á fjármálakrepp- una.“ Þetta segja Hans Martens og Fabian Zuleeg í nýju áliti Europ- ean Policy Centre, en þeir benda á að fyrri fjármálakreppur hafi und- antekningarlaust leitt til gengis- sveiflna og oft djúpra gjaldeyris- kreppna. Spákaupmenn leggi til atlögu við gjaldmiðla landa sem talin eru glíma við fjármála- og bankakreppur, og seðlabankar neyðist til að bregðast við með háum vöxtum. Ísland og hrun krónunnar eru sérstaklega nefnd sem dæmi því til sönnunar að litlir gjaldmiðlar auki óstöðugleika þegar fjármála- kreppa skellur á. Í álitinu er bent á að þótt evran hafi mildað afleiðingar yfirstand- andi kreppu þurfi ríki myntbanda- lagsins að gera meira til að sam- ræma viðbrögð sín. Skýrari reglur þurfi fyrir aðgerðir við áföllum í bankakerfinu, samræma þurfi allt fjármálaeftirlit, en sérstaklega sé mikilvægt að reglur um inni- stæðutryggingar verði endurskoð- aðar. Að lokum er skorað á þau lönd sem enn standa utan myntbanda- lagsins eða Evrópusambandsins að endurskoða afstöðu sína, því evran hafi sannað gildi sitt sem „uppspretta stöðugleika á viðsjárverðum tímum í óvissum heimi“. - msh Evran hefur forðað Evrópu frá djúpri gjaldeyriskreppu HÖFUÐSTÖÐVAR EVRÓPSKA SEÐLA- BANKANS Myntsamstarf hefur forðað Evrópuríkjum frá gjaldeyriskreppu, sem undantekningarlaust hefur fylgt fjármálakreppum. MARKAÐURINN/AFP Vörur hlaðast nú upp á hafnar- bökkum, því skortur á lánsfé og bankaábyrgðum er tekinn að hafa áhrif á milliríkjaviðskipti. Bloomberg greinir frá því að vandamálið sé hvorki framboð né eftirspurn, heldur að innflytjendur geta ekki fengið á bankaábyrgðir, sem eru grundvöllur milliríkjaviðskipta. Umskipanir í höfnum Los Angeles, sem eru með þeim stærstu í heiminum hafa þegar dregist saman um níu prósent. Sérfræðingar sem kanadíska blaðið Financial Post ræðir við segja að samdrátturinn í lánsfé til milliríkjaviðskipta sé hinn alvarlegasti í manna minnum. -msh Alþjóðaviðskipti í hættu Nýi Glitnir, félag í eigu ríkissjóðs, tók í gær við innlendum hluta af starfsemi Glitnis og tryggði þar með eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér á landi. Á sama tíma var 97 starfsmönn- um gamla bankans sagt upp, bæði hér heima og erlendis, en aðrir munu starfa hjá nýjum banka. Starfsmenn bankans verða eftir breytinguna um tíu sinnum fleiri. Alþjóðleg starfsemi gamla Glitnis hefur verið skilin frá núverandi starfsemi en sú í Sví- þjóð og Finnlandi verið seld stjórnendum bankans í hverju landi fyrir sig. Starfsemin í Nor- egi hefur verið sett í söluferli en unnið er að sölu annarra eigna bankans erlendis. Eigið fé Nýja Glitnis verður 110 milljarðar króna sem ríkið leggur fram. Þá hefur Birna Einarsdóttir, tekið við forstjórastólnum af Lárusi Welding, fráfarandi forstjóra, sem mun áfram starfa með skilanefnd Glitnis. - jab Nær hundrað sagt upp Skattar sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru hæstir í Danmörku og Svíþjóð af öllum OECD-ríkjunum, en í Danmörku eru skattar 48,9 prósent af landsframleiðslu og 48,2 pró- sent í Svíþjóð. Að meðaltali voru skattar í OECD-löndunum 35,6 prósent af landsfram- leiðslu árið 2006, en ekki eru til nýrri tölur fyrir öll lönd sambandsins. Ísland er í áttunda sæti OECD-ríkjanna þrjátíu, en hér á landi voru skattar 41,4 pró- sent af þjóðartekjum. Lægstir eru skattarnir í Mexíkó, 20,5 prósent af landsframleiðslu. OECD ber saman ánægju Dana með danskt samfélag, sem einkennist af jöfnuði, og Mexíkó þar sem skattar eru lægstir í Evrópuríkjum, og segir skattastefnu Mexíkó „koma í veg fyrir að ríkið geti fjárfest í efnislegum og félagslegum innviðum samfélagsins og þannig lagt grunninn að varanlegum hagvexti“. - msh Svíar og Danir borga hæsta skatta NÝHÖFN OECD bendir á að Danir séu ánægðir með jöfnuð og velferðarkerfi sem fylgi háum sköttum, meðan lágir skattar í Mexíkó haldist í hendur við fátækt og vanþróun. MARKAÐURINN/AFP „Það var ekki unnt að greiða lánið,“ segir Árni Tómasson, for- maður skilanefndar Glitnis. Glitnir átti í gær að greiða lán við Landesbank í Þýskalandi upp á 600 milljónir evra, jafnvirði 90 milljarða króna, á gengi krónunn- ar gagnvart evru í gær. Þáverandi stjórn Glitnis leitaði til Seðlabankans seint í september eftir láni vegna gjalddagans en Landesbank hafði áður hafnaði endurfjármögnun Glitnis þar sem hann hafði áður lánað íslenska rík- inu. Var kvóti bankans gagnvart Íslandi fullur af þeim sökum. Þrátt fyrir að tryggingar upp á rúma 1,3 milljarða evra hefðu verið lagðar fram var stjórninni neitað um lánið og ákvað ríkið í staðinn að kaupa 75 prósenta hlut í Glitni í skiptum fyrir afborgunina. Hlutur ríkisins var jafnhár láninu, eða 600 milljónir evra. Af kaupum varð ekki því viku síðar voru aðstæður Glitnis og Landsbankans orðnar óviðráðan- legar og nýsamþykkt neyðarlög nýtt til að taka bankana yfir. Í gær tók svo félagið Nýi Glitnir yfir innlendar eignir gamla Glitnis. Árni segir lánið við Landesbank falla á þrotabú gamla Glitnis. Ólík- legt sé að það hafi áhrif á önnur lán ríkisins gagvart sama banka. „Við erum nú að vinna í því að koma málinu í farveg og ræða við bankamenn,“ segir hann. - jab ÞJÓÐNÝTINGIN TILKYNNT Lán þýska bankans Landesbank fellur á þrotabú Glitnis. Formaður skilanefndar bankans telur ólíklegt að það hafi áhrif á önnur lán ríkisins gagnvart sama banka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lán til Glitnis fellur á þrotabú bankans Stýrivextir voru lækkaðir um 3,5 prósent í gær og eru nú 12 prósent. Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins fagna og vona að vextir verði lækkaðir frekar. Meira og fyrr hefði verið nauðsynlegt, segir háskólakennari. „Næstu áhrif brota bankalífsins verða erfið og samdráttur veruleg- ur,“ segir í rökstuðningi Seðlabank- ans fyrir 3,5 prósenta lækkun vaxta. Stýrivextir verða nú 12 pró- sent um sinn. Næsta vaxtaákvörð- un á að vera 6. nóvember. „Bankastjórn Seðlabanka Íslands samþykkir að lækka stýrivexti um 3,5%.“ Svona hljómar orðrétt yfir- skrift tilkynningar sem birtist á vef Seðlabankans í gær. Yfirskrift- in var leiðrétt síðar um daginn. Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri sagðist ekki vilja tjá sig um vaxtalækkunina, umfram það sem segir í tilkynningu bankans. Þar segir. „Bankastjórnin hefur átt óformlegar viðræður við aðila vinnumarkaðarins og ýmsa fleiri að undanförnu og yfirfarið þessa alvarlegu stöðu.“ Því hafi verið ákveðið að lækka vextina. Halldór Grönvold, skrifstofu- stjóri Alþýðusambandsins, segir að þrýst hafi verið á bankastjórn- ina að lækka vexti. „Við fögnum þessari lækkun og vonum að það komi meira.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segist ánægður með vaxta- lækkunina. „Og ég vona að bankinn haldi áfram að stefna í þessa átt.“ „Þessi aðgerð er jákvæð í sjálfu sér en hefði mátt koma fyrr og stíga hefði þurft veigameira skref. Engar forsendur eru lengur til að spyrna með háum vöxtum gegn ofþenslu þegar atvinnulífið horfist í augu við samdrátt,“ segir Ólafur Ísleifsson, kennari við Háskólann í Reykjavík. Bankastjórnin segir í rökstuðn- ingi að umskipti hafi verið í þjóðar- búskapnum. „Íslenska bankakerfið hefur ekki staðist þá raun sem erfið markaðsskilyrði og brestur á trausti á veraldarvísu í efnahags- málum ásamt innlendri áhættu- sækni hafa skapað.“ Háttsettir menn segja Markaðn- um að óvenjuleg framsetning vaxtaákvörðunar skýrist fyrst og fremst af flýti. -ikh Vona að Seðlabankinn haldi áfram að lækka BANKASTJÓRN SEÐLABANKANS STINGUR SAMAN NEFJUM Forsvarsmenn atvinnu- lífsins fagna því að Seðlabankinn hafi samþykkt að lækka stýrivexti um 3,5 prósent í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Markaðir hafa tekið mjög fálega í björgunaráætlanir sem evrópsk og bandarísk stjórnvöld kynntu á þriðjudag. Hlutabréfaverð féll um allan heim, 3 til 5 prósent í Asíu og 6 til 7 prósent í Evrópu. Dow Jones-vísitalan bandaríska hafði fallið um 3,4 prósent á hádegi. Talið er að ástæða lækkananna sé annars vegar að fjárfestar séu að taka út hagnað vegna hækkun- ar mánudagsins, en hins vegar aukinn ótti við að kreppa sé í upp- siglingu. Fréttir af 1,2 prósenta samdrætti í smásöluverslun í Bandaríkjunum í september ýttu undir þennan ótta. Smásöluversl- un hefur nú dregist saman þrjá mánuði í röð, en það hefur ekki gerst síðan sambærilegar mæl- ingar hófust, 1992. Tilraun stjórnvalda beggja vegna Atlantshafs til að glæða millibankamarkaði og auka fram- boð lánsfjár virðast sömuleiðis hafa borið takmarkaðan árangur. Vaxtamunur á Libor-millibanka- vöxtum og ávöxtunarkröfu öruggustu verðbréfa á markaði, bandarískum ríkisvíxlum, lækk- aði aðeins um 0,09% og er enn nærri sögulegu hámarki, en þessi vaxtamunur mælir öðru betur áhættufælni fjármagnseigenda og vilja banka til að lána peninga. - msh Björgunaraðgerðir hafa lítil áhrif Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Egilsstaðir Selfoss - Reykjanesbær - Kringlan - Smáralind erikur 999 4stk Síðasta sending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.