Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 20
20 16. október 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Of hraður bankavöxtur án öflugs eftirlits endar ævinlega á einn veg: með ósköpum. Þetta er hryggileg niðurstaða í ljósi nýlegrar reynslu nokkurra Asíulanda, þar sem stríðir, óheftir og eftirlitslausir fjármagnsflutningar stráfelldu gjaldmiðla, hlutabréf og banka fyrir aðeins ellefu árum. Þegar ég varaði seðlabankamenn á fundi í bankanum fyrir nokkrum árum við reynslu Taílands, þar sem ég þekki til (ég var þar skömmu fyrir hrunið), sagði einn þeirra með þjósti: Ísland er ekki Taíland. En Ísland er Taíland í þeim skilningi, að markaðs búskaparlönd lúta í aðalatriðum sömu lögmálum. Helzti lærdómurinn af reynslu Taílands er, að gjaldeyrisforði seðlabankans þarf að duga fyrir erlendum skammtímaskuldum bankakerfisins. Til að ná því marki þarf að byggja upp forða og hemja skuldasöfnun bankanna. Hvort tveggja brást hér heima með hörmulegum afleiðingum. Sljóleiki Seðlabankans olli því, að gjaldeyrisforðinn var ekki byggður upp í tæka tíð þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir um árabil. Græðgi og fyrirhyggjuleysi bankanna ollu því, að skuldir þeirra uxu upp úr öllu valdi. Umgerð bankastarfseminnar bauð upp á græðgina. Bankamenn gátu hlaðið undir sjálfa sig með því að veita sem flest lán og gera sem flest kaup. Hömluleysi var reglan. Það mesta, sem bankamennirnir áttu á hættu að missa, var vinnan. Öndvert þessari áhættu stóð vonin um tekjur, sem gátu gert þá að auðmönnum ævilangt. Sterk bein þurfti til að standast slíkar freistingar. Því fór sem fór, úr því að eftirlitið brást. Ríkisstjórnin, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið áttu að hafa hemil á vexti bankanna með ströngu aðhaldi og eftirliti, en gerðu það ekki. Seðlabankinn átti að leggja þunga bindiskyldu á bankana, en þeir báðust undan því, og Seðlabankinn hlýddi. Eftirlit Seðlabankans með lausafé bankanna brást með öllu. Fjármálaeftirlitið átti að leita aðstoðar utan úr heimi til að laga hefðbundin álagspróf að íslenzkum aðstæðum. Það var ekki heldur gert. Bankastjórn Seðlabankans hefur reynzt óhæf og er með réttu rúin trausti. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn fléttast saman á þann veg, að einn seðlabankastjórinn situr í stjórn Fjármálaeftirlitsins og varaformaður bankaráðs Seðlabankans er stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Ríkisstjórnin, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið eru of tengd innbyrðis til að geta gert fullt gagn. Helzta einkenni íslenzku veikinnar er skortur á virðingu fyrir valdmörkum og mótvægi. Þetta einkenni hefur áður gert vart við sig í okkar samfélagi og tekur á sig ýmsar myndir. Stjórnendur bankanna komu stjórnmálamönnum vel fyrir innan vébanda sinna. Einn stjórnarmanna í sjóðum Glitnis, þar á meðal Sjóði 9, sem gaf sjóðsfélögum rangar upplýsingar um samsetningu sjóðsins, var og er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem nú er seðlabankastjóri. Hvað var hann að gera inni á gafli hjá Glitni? Ýmis önnur dæmi mætti nefna. Skýrasta dæmið tekur af öll tvímæli um meinsemdina. Það er seta Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra og eins helzta máttarstólpa Sjálfstæðisflokksins um aldarfjórðungsskeið, á varaformannsstóli í bankaráði Landsbankans. Kjartan átti hlut að því á sínum tíma að gera Björgólf Guðmundsson athafnamann að aðaleiganda Landsbankans, þótt viðskiptaferill og sakaskrá Björgólfs væru á allra vitorði. Kjartan sat kyrr í bankaráðinu, þar til honum var vikið frá í síðustu viku. Strax þá hefði þurft að hefja rannsókn á, hvort refsiverð brot svo sem umboðssvik voru framin, til að ákveða, hvort hneppa þyrfti eigendur og stjórnendur Landsbankans í gæzluvarðhald og frysta eignir þeirra. Landsbankinn steypti almenningi í miklar skuldbindingar gagnvart Bretum og Hollendingum með því að víkja sér undan að stofna dótturfyrirtæki utan um starfsemi sína í Bretlandi og Hollandi líkt og Glitnir og Kaupþing gerðu. Eftir situr almenningur með sárt ennið og veika von um, að eignir Landsbankans erlendis dugi fyrir skuldbindingunum. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætli að reyna að halda hlífiskildi yfir ýmsum þeirra, sem þyngsta ábyrgð bera á vandanum nú, þótt saklausir vegfarendur – fólkið í landinu – þurfi að axla þungar byrðar. Það má ekki verða. Ríkisstjórn, sem skortir afl eða vilja til að víkja stjórn Seðlabankans frá eftir allt sem á undan er gengið og til að gera tengdar varúðarráðstafanir, bregzt skyldu sinni og þarf sjálf að víkja fyrir nýju fólki. Saklausir vegfarendur Vegurinn fram á viðÍ DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Réttum hlut námsmanna erlendis UMRÆÐAN Katrín Jakobsdóttir skrifar um náms- menn erlendis Íslenskir námsmenn erlendis hafa fengið að finna harkalega fyrir sveiflukenndu gengi krónunnar á undanförnum mánuð- um en námslán þeirra eru greidd út í íslenskum krónum. Hinn 1. júní ár hvert eru gefnar út tölur um grunnframfærslu- kostnað í hverju landi fyrir sig í mynt við- komandi ríkis. Þessi tala er svo umreiknuð yfir í íslenskar krónur á gengi gjaldmiðils- ins í lok skólaannar. Til að framfleyta sér á hverri skólaönn hefur viðkomandi námsmaður í flestum tilfellum fengið bankalán sem miðast við þá grunnframfærslu sem upphaflega var gefin upp. Þegar kemur að greiðslu er ekki ólíklegt að gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni hafi tekið verulegum breytingum og annaðhvort gert framfærslu viðkomandi námsmanns auðveldari eða erfiðari. Námsmenn geta því endað í skuld við sinn viðskipta- banka og námslánið dugir ekki fyrir skuldinni. Nú höfum við nokkrir þingmenn í Vinstri grænum lagt fram þingsályktunartillögu um að úthlutunarreglurnar verði endurskoðaðar þannig að námslán námsmanna erlendis miðist við meðaltalsgengi viðkomandi gjaldmiðils á því tímabili sem námið stendur yfir. Þannig er tryggt að náms- menn taki ekki á sig sveiflur í gengi krónunnar. Ennfremur leggjum við til að menntamálaráðherra beiti sér fyrir því að úthlutun styrkja frá Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, verði breytt á hliðstæð- an hátt. Samkvæmt lögum um LÍN á að veita námsmönnum lán sem á að nægja til að standa straum af náms- og framfærslu- kostnaði meðan á námi stendur. Það er vandséð að LÍN sinni því hlutverki sínu ef námslánin sveiflast á þennan hátt og fólk sem uppfyllir öll skilyrði um námsárangur situr samt eftir stórskuldugt eftir önnina. Á sama hátt má segja að RANNÍS-styrkj- um sé meðal annars ætlað að framfleyta nemend- um í rannsóknatengdu framhaldsnámi og nauðsyn- legt að styrkirnir standi undir því hlutverki sínu. Hér er um að ræða réttlætismál sem einnig stuðlar að áframhaldandi framþróun Íslendinga í menntun og vísindum. Höfundur er alþingismaður. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Tryggvi Þór hættur Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur er hættur sem sérlegur efnahagsráð- gjafi ríkisstjórnarinnar. Haustið 2003 varaði Tryggvi Þór við afleiðingunum af því ef ríkisútgjöld yrðu ekki skorin niður og stórframkvæmdum frestað. „Ef allir leggjast á eitt mun góðærið skila sér til almennings en ef menn fara út af sporinu verða timburmennirnir miklir. Verðbólga, samdráttur og sársauki. Þá fyrst brotlendum við,“ sagði Tryggvi þá. Ríkis- stjórnin launaði Tryggva með því að... ja, hafa hann beinlínis á launum rétt á meðan hrakspáin gekk eftir. Drepur tímann Tryggvi Þór var ráðinn sem efnahags- ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í júlí og stóð til að hann yrði henni innan handar þar til í byrjun næsta árs. Hann hættir því nokkuð á undan áætlun og þarf því að drepa tímann í nokkra mánuði áður en hann hefur aftur störf hjá Öskum Capital. Nú er sagt að Ísland hafi færst heilu áratugina aftur í tímann. Spurn- ing hvort Tryggvi Þór gerist ekki bara hljóðmaður hjá Greifun- um á ný? Stillir saman strengi Snemma árs 2006, þegar útrásin malaði sem mest gull, var efnt var til lokaðra boðshljómleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem velski ofurbarítóninn Bryn Terfel söng fyrir forseta Íslands og aðra broddborgara. Þetta sárnaði mörgum unnendum klassískrar tónlistar úr röðum almennings og voru jafnvel þess dæmi að rótgrónir aðdáendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands segðu sig úr vinafélaginu. Nú minnir sveitin hins vegar á að henni lætur betur að stilla saman strengi en stuðla að ósætti og býður þjóðinni á ókeypis tónleika á föstudags- og laugardagskvöld. Það er auðvitað til fyrirmyndar, jafnvel þótt enginn sé Bryn Terfel í þetta sinn. bergsteinn@frettabladid.isÓ vissa um hvað framtíðin ber í skauti sér er líklega það sem þyngst hvílir á þeim sem fyrir fjölskyldum eiga að sjá nú á tímum bankakreppu. Sumar afleiðingar bankakreppunnar eru vissulega komnar í ljós, til dæmis hækkandi vöruverð. Flest heimili í landinu eru einnig skuldsett og hækkandi afborganir setja mark sitt á heimilisbókhaldið og þá ekki síst í þeim tilvikum að lán hafa verið tekin í erlendri mynt. Miklu fleira er þó óljóst á þessum tímapunkti. Óvíst er að einhverju leyti um afdrif sparifjár, séreignasparnað og jafnvel greiðslna úr lífeyrissjóðum, svo eitthvað sé nefnt. Óvissa um framtíð fjöldamargra fyrirtækja í landinu og þar með atvinnu þúsunda einstaklinga er einnig mörgum þungbær. Verkefni ríkisstjórnar Íslands eru því mörg og flókin. Margt hefur verið sagt en óljóst er um efndir. Sparifjáreigendur hafa verið róaðir með því að segja þeim að innstæður séu tryggðar, sömuleiðis hefur séreignasparnaður verið sagður tryggður. Svör til þeirra sem áttu sparnað sinn í ýmsum sjóðum bankanna hafa verið óljósari en þeim hefur þó verið lofuð einhver fyrirgreiðsla. Brýnt er að almenningur fái að finna fyrir efndum þessara yfirlýsinga á eigin skinni sem allra fyrst. Ekki er þó síður brýnt að ríkisstjórnin gangi fumlaust og af öryggi til þess verkefnis að halda hjólum atvinnulífsins í landinu gangandi. Slíkar aðgerðir þola enga bið enda eru þær forsenda þess að þúsundir manna haldi vinnu sinni. Gjaldeyrisþurrðin sem ríkt hefur að undanförnu hefur þegar leikið atvinnulífið grátt. Það þolir því enga bið að greiða fljótt og örugglega fyrir gjaldeyrisviðskiptum með því að veita gjaldeyri inn á markaðinn með erlendu láni. Ljóst er einnig að fjöldi fyrirtækja stendur frammi fyrir gjaldþroti, komi ekki til lánafyrirgreiðslu af hálfu viðskipta- banka. Brýnt er því að fyrirtæki sem hafa forsendur til að eiga lífvænlega framtíð fái nauðsynlega fyrirgreiðslu til að þeim verði fleytt yfir erfiðleikatímabilið sem nú stendur yfir. Stýrivextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig í gær. Það var vissulega skref en fjarri því að nóg sé að gert. Krafan hlýtur að vera sú að stýrivextir á Íslandi séu sambærilegir við það sem tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Lækkun stýrivaxta úr 15,5 pró- sentum í 12 prósent er vonandi aðeins byrjunin. Hlutverk Seðlabanka Íslands er lögum samkvæmt að fram- fylgja efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Ef ágreiningur er uppi milli bankastjórnar Seðlabanka og ríkisstjórnar leikur því eng- inn vafi á hver á að ráða för. Stór hópur Íslendinga átti þess ekki kost að taka þátt í því kapphlaupi sem kallað var góðæri. Íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að lágmarka áhrif bankakreppunnar á kjör þessa hóps. Afleiðingar þess að hjól atvinnulífsins stöðvist eru atvinnumiss- ir fjölda fólks. Eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir að það gerist. Grípa verður til aðgerða til að tryggja atvinnu. Hjól atvinnulífs- ins snúist STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.