Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 32
 16. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Prjónahönnuðurinn vinsæli Védís Jónsdóttir á heiðurinn að öllum uppskriftunum í nýj- ustu prjónabókinni frá Ístex. Í nýjustu prjónabókinni frá Ístex má finna uppskriftir að hentugum og fallegum flíkum fyrir unga sem aldna af báðum kynjum. Uppskriftirnar eru allar eftir Vé - dísi Jónsdóttur prjónahönnuð en hún segist fyrst og fremst sækja í brunn íslenskrar prjónahefðar í hönnun sinni. „Ég gekk út frá þjóðlegum hefð- um við hönnunarvinnuna og þannig eru allar peysurnar í bókinni byggðar upp með hringlaga axlar- stykki í einni eða annarri mynd,“ segir Védís. „Ég sæki mér þó inn- blástur víða og beiti fyrir mig að- ferðum og munstrum sem koma annars staðar frá; til að mynda má finna keltneskar vísanir í sumum uppskriftanna. Útfærslan er þó á endanum þannig að þetta virkar allt mjög íslenskt.“ Óhætt er að segja að lopapeysan hafi hlotið uppreist æru hin síðari ár og orðið að hálfgerðri tískuflík. Peysur úr smiðju Védísar hafa verið afar vinsælar hjá íslensku prjónafólki og því liggur beint við að spyrja hvernig henni þyki að sjá nánast daglega fólk íklætt hönnun sinni. „Mér finnst það voðalega notalegt,“ segir hún. „En ég er löngu hætt að telja hversu oft ég sé fólk í peysum sem ég hef hannað. Til að mynda gafst ég upp á menningarnótt fyrir nokkrum árum að reyna að telja hversu marga ég sá í lopapeysunni með rennilásnum en hún var þá gríðarlega vinsæl. En ég sé reyndar dálítið eftir því að hafa ekki klippt myndir út úr blöðunum af fólki í hönnun minni því þær hafa nefnilega verið fjölmargar.“ Nýjasta prjónabókin frá Ístex er sú 28. í röðinni og hefur selst afar vel. Védís telur slæm tíð- indi síðustu vikna valda því að fólk leiti í prjónaskap. „Það er gott fyrir sálina að prjóna; það er róandi og veitir öryggistilfinn- ingu. Að auki er það ódýrt og þar sem framleiðsla Ístex er alíslensk hefur hún ekki hækk- að í verði eins og flest annað. Ég tel því að ef við eigum einhvern tímann að vera í lopapeysum þá sé það nú. Ég sá í sjónvarpinu að ein- hver þeirra sem er í forsvari fyrir nýju bankana var í lop- a peysu í viðtali; það er tímanna tákn.“ - vþ Nú er tími fyrir lopapeysur Védís Jónsdóttir hannaði margar af þeim lopapeysum sem notið hafa mikilla vinsælda upp á síðkastið. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N Íslenski fáninn blaktandi við hún á Lögbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ekkert er þjóðlegra né vekur með þjóðinni jafnmikinn sam- hug og geðshræringu og ís- lenski fáninn í tignarlegu og rammíslensku umhverfi Þing- valla. Þegar tækifærum til ferðalaga fækkar, en nauðsyn er að blása þjóðarstolti í brjóst landsmanna eftir ósanngjarna ágjöf svokallaðra „vinaþjóða“, er fátt jafn- yndislega upplífg- andi og haustlitaferð á helgasta stað landsins. Eftir létta göngu um Almannagjá, magnaða lita- dýrð og jarðfræðiundur þjóð- garðsins er blátt áfram dásam- legt að tylla sér niður í hreinu, íslensku lofti, undir fagurlitum þjóðfánanum, með heitt kókó úr íslensku súkkulaði og rjóma á brúsa, flatkökur með hangi- kjöti, harðfisk, ástarpunga og sultuborna lagtertu undir svanga tönn. - þlg Upp rísi þjóðlíf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.