Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 16.10.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Við skulum ekki leita að sökudólgum, sögðu sökudólgarnir. Næst sögðu þeir: Nú verða allir að standa saman og þið verðið að treysta okkur. Við reddum þessu. Ég og Lufsan höfum ólíkar skoðanir á þessu. Henni finnst eðlilegast að þeir sem rústuðu herbergið taki til eftir sig. Mér finnst eðlilegast að einhver annar en sá sem keyrði bílinn fullur út í skurð bakki honum upp. En ég veit svo sem ekki hver það ætti að vera. Við búum við fámenni og kannski er skásta fólkið í djobbinu. Það verður að minnsta kosti ekki hægt að skipta um fyrr en í næstu kosningum. ÞEIR fara fram á traust. Gott og vel. Við getum treyst ykkur, en ekki skilyrðislaust. Mér detta í fljótu bragði í hug fimm skilyrði sem ég bendi á til þess að ykkur sé betur treystandi. 1. Burt með þá allra vanhæfustu. Strax. Ég nefni engin nöfn enda þarf þess ekki. Nöfnin blasa við öllum. 2. Burt með svínslega óréttlát lífeyrisréttindi ykkar. Þið tókuð allir þátt í að veiða þá hörmung upp úr kjötkötlunum. Burt með þau strax. 3. Gerið fjármál stjórnmálaflokkanna gegnsæ. Hver hefur dælt peningum í ykkur síðastliðin tíu ár? Svarið því strax. 4. Burt með tilgangslausu og rándýru aðstoðarmennina sem þið komuð ykkur upp. 5. Lækkið kaupið ykkar um 30-40 prósent. Takið á ykkur skerðingu eins og við hin. VIÐ bíðum eftir viðbrögðum ykkar. Og þótt við höfum nægan tíma þá nennum við ekki að bíða endalaust. Atvinnulaus, blönk, sorgmædd og hrædd þætti okkur vænt um að þið bæruð nú einu sinni ábyrgð á gjörðum ykkar í staðinn fyrir að byrja enn og aftur á gamla þrasinu. Innantómt málskrúð og lygar koma ykkur ekki út úr þessari klípu. Ekki halda að við höfum gleymt þessu næst þegar þið þurfið á atkvæðum okkar að halda. Á MEÐAN þið takið ykkur saman í andlitinu og gerið það rétta í stöðunni skal ég segja ykkur hvaða fólki ég treysti best. Það er fólkið sem tekur á móti börnunum mínum á morgnana, leikskólakennurunum. Eru þeir með aðstoðar menn og á sérlífeyrisdíl? Nei! Þetta fólk, og aðrir í ummönunargeiranum, er hins vegar það fólk sem ætti með réttu að njóta þessara sérkjara. Ekki þið. Í LOKIN bæti ég við einu skilyrði enn, kannski því mikilvægasta: 6. Þið ættuð að skammast ykkar. Traust Komdu með allt í Gull Lifðu núna Þú færð Ofurheimasímann. Allt innifalið, símtöl í alla aðra síma, óháð kerfi – líka í GSM og til útlanda fyrir 3.490 kr. * Þú færð lægsta mínútuverð í GSM, óháð kerfi Þú færð mesta hraðann á Netinu Þú færð okkar bestu kjör og sparnað sem er gulls ígildi Vertu með allt á einum stað og skráðu þig strax í nýja vildarþjónustu í 1414 eða á vodafone.is. Vodafone Gull – það besta sem við bjóðum F í t o n / S Í A * Innifalið er allt að 6.000 kr. í GSM og 6.000 kr. til 30 helstu viðskiptalanda Íslands. Símtöl í 118 og 900 númer eru gjaldfærð. Í dag er fimmtudagurinn 16. október, 289. dagur ársins. 8.22 13.13 18.03 18.12 12.58 17.42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.