Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 18. október 2008 — 285. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG heimili&hönnunLAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 ● INNLIT Útsýni til allra átta ● JÓHANN MEUNIER EIGANDI LIBORIUS Notagildi í hávegum haft ● Í ALDANNA RÁS Gerður Helgadótti H Ú S& H EI M IL I Hringborð Fréttablaðsins Við enduruppbyggingu landsins þurfa Íslendingar að tileinka sér ný gildi eins og ráðdeild, hógværð og lítillæti. 24 SARA MARTI GUÐMUNDSDÓTTIR Fer með eitt aðalhlutverkið í Fólkinu í blokkinni sem sýnt er við miklar vin- sældir í Borgarleikhúsinu. 22 DANSTÓNLIST HEFUR MIKIL ÁHRIF Á MIG Unnsteinn Manuel Stefánsson í Retro Stefson VIÐTAL 28 Ferskur og til í allt! ALLIR BÍLAR Á EINUM STAÐ - Á KLETTHÁLSI SAMFÉLAGSMÁL 218 manns leituðu aðstoðar Mæðrastyrksnefndar í úthlutun vikunnar, sem er óvenju- mikið miðað við miðjan mánuð. „Það voru margir á ferð sem við höfum ekki séð áður,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður sem segir fjölgun í hópi yngra fólks og eldri borgara hafa verið áberandi. Í hverri viku hafa á bilinu 170 til 220 mætt í úthlutun nefndar- innar á miðvikudögum. Ragn- hildur býst við fjölgun skjólstæð- inga nefndarinnar á næstunni í kreppu, dýrtíð og auknu atvinnu- leysi og vonast því til að árleg söfnun nefndarinnar gangi vel. Mæðrastyrksnefnd hefur verið starfrækt í 80 ár. - sbt/sjá síðu 26 Mæðrastyrksnefnd 80 ára: Fleiri leita sér aðstoðar 2 4 -2 -2 -1 SNJÓÉL NYRÐRA Í dag verða norðan 5-13 m/s, hvassast NA-til. Snjókoma eða él norðan til en bjart veður sunnan og vestan til. Hiti víðast um eða undir frostmarki en þó frostlaust að deginum syðra. VEÐUR 4 EVRÓPUMÁL Sjötíu prósent kjósenda vilja að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB). Aðeins 17,5 prósent eru andvíg þessari leið. Tæp fimmtíu prósent eru hlynnt aðild Íslands að ESB en 27 prósent andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir hóp áhugafólks um Evrópumál innan Framsóknar- flokksins. Athygli vekur að meirihluti kjósenda allra flokka er hlynntur því að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um aðildarviðræður. Þar fara kjósendur Samfylkingar fremstir með 83 prósent og Vinstri grænna með 78 prósent. Tæp sjötíu prósent framsóknarmanna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu en rétt rúmlega helmingur þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, væri gengið til kosninga í dag. Niðurstaða spurningarinnar um hvort viðkomandi væri hlynntur aðild að ESB eða ekki var afger- andi önnur en þegar spurt var um þjóðaratkvæðagreiðslu. Tæp fimm- tíu prósent eru hlynnt aðild en 27 prósent andvíg. Tæplega áttatíu prósent Samfylkingarfólks eru mjög eða frekar hlynnt aðild en 36 prósent kjósenda Sjálfstæðis- flokks. Páll Magnússon, fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokks- ins, segir að skoðanakönnunin sé unnin án samráðs við forystu flokksins og sé viðbragð grasrótar- innar í flokknum við Evrópuum- ræðunni, bæði innan framsóknar og í samfélaginu. - shá / sjá síðu 4 Þjóðin vill atkvæða- greiðslu um Evrópu Sjötíu prósent kjósenda vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildar- viðræður um inngöngu í ESB, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capa cent. Meirihluti innan allra flokka er því hlynntur. Um helmingur er hlynntur aðild. TROMMAÐ Í TAKT Karl Ágúst Úlfsson og félagar í Practical stóðu í gær fyrir trommugjörningi á Ingólfstorgi þar sem þeir hvöttu fólk til að koma saman og tromma í takt. Um 300 manns sýndu þar fram á að íslenska þjóðin getur spilað í takt enda sagði Karl Ágúst Íslendinga alla í sama liði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BÓKMENNTIR „Rétt fyrir kreppuna settum við upp útstillingu með bókum um gömlu haustverkin, að sjóða niður og þar fram eftir götunum. Það hefur töluvert farið út af þessum bókum, og hugsanlega hefur kreppan eitthvað með það að gera,“ segir Einar Ólafsson, bókavörður á Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. „Oft er hægt að merkja það á bókavali safngesta hvað er í umræðunni. Nokkuð hefur farið út af bókum um efnahagsmál, kapítalisma síðustu daga. En mig grunar að fólk sé einnig á höttunum eftir einhverju til að slaka á yfir í þessu ástandi. “ Að sögn Einars gera frændur okkar Svíar það gott þegar kemur að lánum á barnabókmenntum og tónlistarefni. „Allir ABBA-geisla- diskarnir okkar eru í útláni og löng bið eftir þeim. ABBA er auðvitað fullkomin í kreppuna. Smá dans og gleði. Svo ræður hinn sænski Einar Áskell ríkjum hjá yngsta fólkinu. Starfsfólkið á safn- inu hefur rætt það sín á milli að fullorðna fólkið hefði líka gott af því að lesa um Einar Áskel og þá hluti sem hann veltir fyrir sér. Það eru mörg góð og viðeigandi skilaboð falin í Einari Áskeli,“ segir Einar um sænskan nafna sinn. - kg Einar Ólafsson bókavörður segir útlán safna oft endurspegla tíðarandann: Einar Áskell mjög viðeigandi UTANRÍKISMÁL „Ég tel, þrátt fyrir að við höfum tapað þessari kosningu að það hafi verið rétt að fara í þetta framboð,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísland tapaði í gær kosningu um setu í öryggisráðinu. Geir segir það nokkur vonbrigði en telur eigi síður að staða Íslands sé að mörgu leyti sterkari en áður en kosninga- baráttan hófst. „Kosningabarátta okkar endurspeglaði að við vildum halda fast við þá grund- vallarreglu að litlar þjóðir eigi sama rétt og stórar í þessum samtökum,“ segir Geir. - ovd/sjá síðu 10 Ísland ekki í öryggisráðinu: Geir segir tapið vera vonbrigði HJÁ MÆÐRASTYRKSNEFND Um 200 manns mæta í viku hverri í úthlutun Mæðrastyrksnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.