Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 18. október 2008 Heimsmeistaraeinvígi í skák: Anand vann þriðju skákina SKÁK Viswanathan Anand vann þriðju skákina í heimsmeistara- einvíginu við Vladimír Kramnik. Tvær fyrstu skákirnar enduðu með jafntefli. Anand var með svart og upp kom hið flókna Meran-afbrigði í Slavneskri vörn. Kramnik lenti í heimabruggi hjá Anand sem tefldi hratt og djarflega í hvassri stöðu. Brátt munaði heilum klukkutíma á tímanum hjá keppendunum. Kramnik svaraði fyrir sig með því að fórna manni og þá var komið að Anand að hugsa. Hann fórnaði manninum til baka og tókst að halda frumkvæðinu. Í hárbeittri stöðu þar sem báðir keppendur höfðu lítinn tíma gaf Kramnik eftir og hann gafst upp eftir 41 leik. - pal BRETLAND, AP Breska stjórnin hefur fengið þá hugmynd að koma upp risavöxnum gagna- grunni þar sem safnað verði upplýsingum um öll símtöl, tölvupóst og önnur netsamskipti. Tilgangurinn er að auðvelda varnir gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi. Jacqui Smith innanríkisráðherra segir gagna- grunninn nauðsynlegan fyrir lögreglu og öryggissveitir landsins. Stjórnarandstæðingar og mannréttindasamtök fordæma hugmyndirnar. Umboðsmaður hryðjuverkalaga segir ófært að stjórnvöld fái að koma sér upp svo viðamiklum gagnagrunni. - gb Bresk stjórnvöld: Vilja öflugan njósnagrunn SVEITARSTJÓRNIR Ólafur F. Magnús- son borgarfulltrúi kveðst gera alvarlega athugasemd við að Vesturbæjarblaðið fái 450 þúsund króna styrk frá Reykjavíkurborg eins og önnur hverfisblöð. „Enda má færa rök fyrir því að fremur sé um að ræða flokkssnepil en eiginlegt hverfisblað. Um það vitna meðal annars leiðarar ritstjóra blaðsins, Geirs A. Guðsteinssonar, sem fela í sér órökstuddar dylgjur um störf undirritaðs sem borgarstjóra og eindreginn stuðning við þá flokka sem nú ráða í borginni og bera, umfram aðra, ábyrgð á því ófremdarástandi sem ríkir í íslensku samfélagi,“ segir í bókun Ólafs í borgarráði. - gar Fyrrverandi borgarstjóri: Hverfisblað er flokkssnepill ÓLAFUR F. MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.