Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 8
12 18. október 2008 LAUGARDAGUR Fjármálaeftirlitið (FME) hefur beint þeim tilmælum til rekstrar- félaga verðbréfasjóða að grípa til aðgerða sem leiða til þess að peningamarkaðssjóðum félaganna verði slitið. Fólk sem fjárfest hefur í slíkum sjóðum má því eiga von á að fá úr þeim greiðslu inn á banka- reikninga sína. Byrjað verður á því að endur- greiða fólki laust fé í sjóðunum í hlutfalli við eignarhlut hvers og eins í þeim. Hversu mikið endan- lega skilar sér svo af fjárfesting- um fólks á eftir að koma í ljós. „Þeim tilmælum er beint til rekstrarfélaganna að ekki verði opnað fyrir innlausnir í sjóðunum, heldur að sjóðsfélagar fái greitt úr þeim. Í því felst að allt laust fé hvers peningamarkaðssjóðs verði greitt inn á innlánsreikninga sjóðs- félaga í hlutfalli við eign þeirra og jafnræði þeirra verði haft að leið- arljósi,“ segir í tilkynningu sem FME sendi frá sér síðdegis í gær. Í tilmælum eftirlitsins er einnig lagt til að greitt verði mánaðarlega inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga í samræmi við hlutfallslega eign þeirra eftir því sem aðrar eignir sjóðsins fást greiddar, allt þar til engar eignir verði eftir í eigna- safni sjóðanna. Ekki liggur fyrir hversu langan tíma gæti tekið að gera upp sjóð- ina, en samkvæmt heimildum blaðsins er það verið mismunandi eftir sjóðum, sem séu mismunandi að gerð og samsetningu. - óká Peningamarkaðssjóðir leystir upp Óvíst hversu hratt peningar skila sér til eigenda og eins í hvaða magni. PENINGAR Fólk ætti brátt að fá inn á bankareikninga hluta eignar sinnar í peningamark- aðssjóðum bankanna. Hversu mikið skilar sér af fjárfestingum fólks á eftir að koma í ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 67 644 +0,05% Velta: 122 milljónir MESTA HÆKKUN SLÁTURF. SUÐURL. 33,33% EIMSKIPAFÉLAGIÐ 30,77% MAREL 2,14% MESTA LÆKKUN ATORKA 37,50% ICELANDAIR 1,70% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,00 +0,00% ... Atorka 0,50 -37,50% ... Bakkavör 5,00 +0,00% ... Eimskipafélagið 0,85 +30,77% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 14,45 -1,70% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 71,50 +2,14% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 83,50 +0,97% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: Kreppufræði Í nýjasta tölublaði Economist er fjallað um Ísland undir yfirskriftinni „kreppanomics“. Athyglisvert er hins vegar hvernig tímaritið virta greinir stöðuna sem hér er upp komin. Aðgerðir stjórnvalda eru fremur sagðar hafa aukið á ringul reiðina. Hrunadansinn hafi hafist með yfirlýsingu um þjóðnýtingu Glitnis og hafi ýtt undir áhyggjur af stöðunni hér. „Eftir að hafa reynt að styðja við einn banka [þurftu stjórnvöld] brátt að taka hina, Landsbanka og Kaupþing. Og fyrstu viðbrögð, sem meðal annars fólu í sér yfirlýsingu um að tengja gengi krónunnar við evru, þrátt fyrir ónógar gjaldeyrisbirgðir til að verja tenginguna, auk tilraunar til að tryggja lán frá Rússum, urðu aðallega til að rugla stöðuna,“ segir í Economist, sem þó kemst að þeirri niðurstöðu að heimfæra megi vanda Íslands upp á fleiri þjóðir. Þetta sé bara spurning um hlutföll, ekki eðli vandans. Kreppuhugtakið sé hins vegar þess eðlis að skiljist vel á milli tungumála. Nýrri herferð frestað Á málþingi um áhrif fjármálakreppunnar hér á landi sem Félag viðskipta- og hagfræðinga hélt í gær upplýsti Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, í framhjáhlaupi um ákveðin áhrif á rekstur félagsins. Í ljósi tíðinda af Nýja-Lands- bankanum og Nýja-Glitni, hafi þeir hjá flugfélaginu ákveðið að fresta um sinn auglýsingaherferð þar sem við sögu kemur „New Icelandair.“ Hættan er nefni- lega sú að nýjungin verði ekki tengd við stóla og skemmtanakerfi, heldur ríkisvæð- ingu og yrði því heldur til að ýta undir sögusagnir um hrakfarir en hitt. Peningaskápurinn ... „Verðið er ásættanlegt í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru, ef maður er bara raunsær,“ segir Sigrún Hjartardóttir, forstöðu- maður fjárfestatengsla hjá Glitni. Tilkynnt var um sölu á sænsku dótturfélagi Glitn- is, Glitni AB, til sænska HQ bankans í gær. Sölu- verðið er 60 milljónir sænskra króna, eða sem nemur tæpum níu hundruð milljónum króna, miðað við skráð gengi Seðla- bankans í gær. Kaupverðið í júlí í hittifyrra var hins vegar 425 millj- ónir sænskra króna, eftir því sem næst verður komist. Kaupverðið var því ríflega sjö sinnum hærra en söluverðið nú, í sænskum krónum mælt. Sigrún segir verðið svo sem ekki hátt ef miðað sé við bókfært virði félags- ins og upphaflegt kaup- verð. „En við þessar aðstæður veltir maður vitaskuld fyrir sér raun- verulegu verðmæti fjár- málafyrirtækja.“ Árni Tómasson, formað- ur skilanefndar Glitnis, segir það fara eftir aðstæðum á hverjum stað hvað sé selt. Til að mynda sé haft til hliðsjónar lána- safn fyrirtækisins og þess háttar sem ekki þurfi að setja fjármuni í. „Í skilanefndinni höfum við sett okkur þá vinnureglu að selja í engum tilvikum þær eignir sem við getum haldið í.“ - ikh ANDERS HOLMGREN Anders er fram- kvæmdastjóri Glitnis í Svíþjóð. Algjört verðhrun á Glitni í Svíþjóð „Það er ljóst að útrás íslensku bankanna er í biðstöðu auk þess sem við vildum styrkja okkur sem banki sparisjóðanna,“ segir Agnar Hansson, forstjóri Sparisjóða- banka Íslands. Bankinn tók upp nafnið Icebank í miðju útrásaræðinu fyrir tæpum tveimur árum en kastaði því fyrir róða á hluthafafundi í gær. Agnar segir þetta ákveðna varn- araðgerð þótt engin uppstokkun hafi átt sér stað í bankanum. Þá var ný stjórn skipuð á fundinum í gær. Sparisjóðirnir eiga 56 prósent í Sparisjóðabankanum en helstu stjórnendur hans auk annarra fjárfesta eiga afganginn. - jab Sparisjóðavísun vænn kostur Mán til mið 10–18.30, fim 10–21, fös 10–19, lau 10–18, sun 13–18 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.