Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 12
16 18. október 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Á þessum viðsjárverðu tímum nota hagsmunaaðilar tæki- færið til að ota að okkur „lausn- um“ og bjargráðum. Núna felst hún í því að „aflétta öllum hömlum“ og skuldsetja opinber orkufyrirtæki sem nemur 300 til 400 milljörðum fyrir tvö til þrjú ný álver. Þetta vilja menn gera þegar heildarskuldir OR og LV eru þegar orðnar 550 milljarðar – að mestu leyti vegna Alcoa og Norðuráls. Þetta er ástæðan fyrir því að bankarnir boðuðu alltaf stóriðjustefnu – meiri skuldir – meira stuð. Það stendur upp á álverð að endurgreiða þessi lán en álverð hríðfellur og stigi offramleiðslu er þegar náð. Orkuverð til almennings hefur verið hækkað. Þjóðin trúir því að töfraorðið ÚTFLUTNINGSTEKJ- UR séu gjaldeyrir sem endar í vasa þjóðarinnar. Fréttir um útflutningstekjur og gjaldeyris- tekjur hafa ítrekað verið beinlínis rangar og skaðlegar. Á súluriti í Morgunblaðinu 11. okt. virðist áliðnaður mikilvægari en fiskiðnaður og mun stærri en ferðamennska. En framsetningin er nákvæmlega eins og hags- munaaðilar vilja koma þeim í fjölmiðla. Þegar Alcoa Fjarðarál segist flytja út fyrir 70 milljarða á ári þá halda flestir Íslendingar að þetta sé peningur sem kemur til Íslands. Blöðin birta tölurnar gagnrýnislaust en hvar eru peningarnir? Rangfærslur um útflutningstekjur Tekjur sem verða eftir í landinu eru laun starfsmanna, skattar og greiðsla fyrir orku. Fyrirtækið er erlent og flytur allan hagnað úr landi. Ef meðallaun eru 5 milljónir er launakostnaður Alcoa um 2 milljarðar á ári. Innlend aðföng eru um milljarður til viðbótar. Alcoa greiðir c.a 6-8 milljarða fyrir orku en öll sú upphæð fer beint úr landi til að greiða skuldir Landsvirkjunar næstu 40 árin. Hún kemur því ekki inn í hagkerfið til að greiða fyrir námslánum, neyslu, lyfjum eða olíu. Álfyrirtækin greiddu aðeins 1.5 milljarða í skatt á Íslandi árið 2007 en Alcoa greiðir aðeins 5% skatt af arði. Því má við bæta að Alcoa fékk 2.6 milljarða króna eða 3% af stofnkostnaði í styrk frá íslenska ríkinu vegna byggingar verk- smiðjunnar á Reyðarfirði - rúmlega árslaun allra starfs- manna. Raunveruleg áhrif Alcoa eru því á bilinu 4 til 5 milljarðar en ekki 70 milljarðar eins og fyrirtækið heldur fram þegar það státar sig af útflutningstekjum. Mismunurinn - 65 milljarðar fara ALLIR framhjá landinu. Þeir koma okkur ekki við frekar en flugvélar sem fljúga gegnum flugstjórnarsvæðið. Það er ósiðlegt að reyna að telja þjóð trú um að hún lifi eða geti lifað á fyrirtæki sem skilar jafn litlu í þjóðarbúið. Heil þjóð mun aldrei lifa á launum 400 verkamanna. Þegar þingmenn segja að þetta sé framtíðin þá hafa þeir verið blekktir með framsetningu á gríðarlegum útflutningstekjum. Venjulegt fólk tekur síðan áhættu byggða á röngum upplýsingum, skuldsetur sig í bjartsýniskasti og fórnar meiru en það hefði fórnað vegna ávinnings sem er ekki fyrir hendi. Hagfræðingar staðfesta þessar tölur og Hagstofan getur það sömuleiðis en það þarf ekki hagfræðing til að reikna þetta út. Allir sem kunna venjulegt heimilisbókhald geta gert þessa útreikninga sjálfir. Mismunurinn er tvítug- til þrítugfaldur en álfyrirtækin og orkufyrirtækin kjósa að breiða út hærri töluna en fela skuldirnar. Alvarlegar blekkingar Því miður er munurinn svo mikill að um þessa tölfræði er ekki hægt að nota annað orð en að hér séu á ferðinni alvarlegar blekkingar. 70 milljarða útflutningstekjur Alcoa er ósönn tala og ekki tæk í opinbera umræðu vegna þess að hún hefur ekkert með okkur að gera. Hver sá blaðamaður sem notar hráar tölur um útflutnings- tekjur hefur orðið auðveld bráð almannatengla. Hver sá sem heldur að þessi iðnaður sé undirstaða lífs hans ásamt fiski hefur verið plataður. Alcoa sparar árlega um 200 milljón dollara í orkuverði miðað við verð til stóriðju í Evrópu og USA. Sá sparnaður jafngildir 4.000 árslaunum og því er til mikils að vinna fyrir þetta fyrirtæki – að nýta sér neyðina og gera 40 ára samninga við veika þjóð og spara sér samtals 8.000 árslaun með álveri á Bakka, skuldsetja þjóðina og kallast bjargvættur hennar samtímis. Hið sama gildir um Helguvík og Straumsvík. Við fall krónu hefur launakostnaður í áliðnaði fallið um 50%. Launakostnaður Alcoa fer úr 30 milljónum dala í 20 milljónir. Alcoa sparar því núna árlega heilan milljarð á falli krónunnar og því minnka gjaldeyristekjur sem því nemur – um 10 milljón dollara á ári. Vilji álfyrirtækin hjálpa þjóðinni væri nær að greiða jafn marga dollara í laun og í fyrra frekar en að egna okkur til frekari skuldasöfnunar og áhættu. Gagnsæi og lýðræði Til samanburðar eru raunveruleg- ar tekjur af sjávarútvegi á annað hundruð milljarðar króna og að frádreginni olíu verður nánast allt eftir innanlands. Af heildar- neyslu ferðamanna innanlands árið 2006 námu kaup á flugþjón- ustu um 50 milljörðum króna segir Hagstofan. Kaup ferða- manna á gisti- og veitingaþjón- ustu voru um 26 milljarðar króna og skiptist hún nánast til helm- inga milli þessara tveggja atvinnugreina. Nánast öll sú upphæð verður eftir í landinu. Áliðnaðurinn greiddi 5,6 milljarða í laun sama ár. Það þýðir að kaffi og veitingahús um allt land skiluðu 4 sinnum meiri tekjum heldur en álver Alcoa – talandi um kaffihúsalýð – þá eru kaffi- og veitingahúsin ein helsta gjaldeyr- islind þjóðarinnar á eftir fiskin- um. Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarvirkjun skila litlum sem ENGUM gjaldeyristekjum vegna þess að tekjurnar fara allar beint úr landi til lánardrottna. Fjölmiðlar þurfa að standa vaktina þegar menn vilja nýta óttann og óreiðuna til að efna til umsvifa sem geta komið okkur í enn meiri vanda. Allt tal um afnám á lögum og reglugerðum er ekkert annað en spilling og viðtökur byggjast á því að fólk hefur verið matað á röngum upplýsingum. Ástandið er alvarlegt, því verður ekki neitað en hundruð milljarða skuldsetning opinberra orkufyrirtækja getur ekki verið svarið og verksmiðjur sem eiga að komast í gagnið 2012 - 2015 eiga ekki erindi í umræðuna núna. Eina raunverulega von okkar er að hér verði jarðvegur fyrir stór og smá fyrirtæki, helst einhver sem geta orðið sambærileg við Össur, Marel, CCP eða Actavis á næstu árum. Bankar verða áfram til og fólk mun reka þá af meiri skynsemi, orkan verður mikilvæg ef hún klúðrast ekki í meðförum smákónga í sveitarstjórnum. Þjóðin þarf hærra orkuverð úr núverandi virkjunum, nýta fiskinn betur og laða gesti til landsins en fyrst og fremst þarf gagnsæi og lýðræði til að fólk nenni að búa í þessu landi. Sættum okkur við sjálfstæðið Tilboð stóriðjunnar um frekari skuldsetningu til að að gera Ísland að einni stærstu álbræðslu í heimi eru af sama meiði og þegar bankarnir urðu 10 sinnum stærri en Ísland. Hún er þrá manna eftir sterkum leiðtoga, skjóli stórveldis, göfugum auðmanni eða risa fyrirtæki sem menn geta bent á vegna þess að þeir trúi ekki að þeir standi raunverulega á eigin fótum. Við eigum að redda okkur úr þessu rugli, sætta okkur við sjálfstæðið og hafna öllum sem vilja binda okkur á frekari skuldaklafa. Bjargráðin eru til þess eins fallin að kljúfa þjóðina endanlega í herðar niður. Orðspor okkar er skaðað en ef við gerumst slíkir ribbaldar að afnema lög og ráðast hömlulaust inn á ósnortin svæði verður mannorðið endan- lega glatað. Höfundur er rithöfundur. ANDRI SNÆR MAGNASON Næstu skref | Framtíð Íslands Úr einu ruglinu í annað Jahá! „Til að treysta yfirsýn og tryggja betur tengsl forsætisráðherra og ríkis- stjórnarinnar og bæta samhæfingu þeirra mörgu sem að starfinu koma, hefur forsætisráðherra falið Ásmundi Stefánssyni ríkissáttasemjara að hafa yfirumsjón með þeim margvíslegu starfs- hópum sem nú starfa og vera tengiliður á milli þeirra innbyrðis og gagnvart forsætisráðherra og ríkis- stjórn.“ Svohljóð- andi frétt sendi forsætisráðu- neytið frá sér í gær. Hana má auðveldlega skilja á þann veg að tengsl forsætisráðherra og annarra ráðherra hafi ekki verið næg. En sjálf- sagt er ekki átt við það. Eða hvað? Sláturnámskeið fyrir alla Sandgerðisbær og veitingastað- urinn Vitinn bjóða öllum íbúum Sandgerðis á ókeypis námskeið í slát- urgerð. Hráefnið er frítt. Þetta mættu borgaryfirvöld í Reykjavík taka sér til fyrirmyndar. Og svo sem ráðamenn annarra sveitar- félaga líka. Sláturnámskeið fyrir alla, það er krafan. Svikin loforð Ljóst er að fjölmargar þjóðir sem heitið höfðu Íslendingum atkvæði í öryggisráðskosningunni sviku lof- orð sín. Það er afleitt. Orð eiga að standa. Stjórnvöld hljóta að rannsaka hverjir gengu á bak orða sinna og í fram- haldinu slíta stjórnmálasam- starfi til hægri og vinstri. Við sem stöndum við allt sem við segjum eigum ekki samleið með þjóðum sem segja eitt og gera annað. bjorn@frettabladid.isM ikið spennufall varð í stjórnarráði Íslands í gær, einkum og sér í lagi í utanríkisþjónustunni, eftir að ljóst varð strax í fyrstu umferð atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hún þyrfti ekki að axla ábyrgð á setu í öryggisráði samtakanna næstu tvö árin. Hefði niðurstaðan orðið á hinn veginn hefði það orðið til þess að mikið hefði mætt á hinni fámennu stjórnsýslu Íslands á tímum þegar fyrirsjáanlegt er að hún þarf á öllu sínu að halda til að sinna öðrum og satt að segja brýnni verkefnum í þágu þjóðarinnar. Því eins rétt og það er að Ísland eigi almennt séð fullt erindi í að sitja í öryggisráðinu eins og langflestar aðrar aðildarþjóðir SÞ hafa þegar gert, er engum blöðum um það að fletta að það verkefni hefði vart getað lagzt á herðar íslenzka ríkisins á óheppilegri tíma. Reyndar hefur legið fyrir allt frá því að Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, tók frumkvæði að því að stefnan var sett á þetta takmark að allmargir Íslendingar, þar með taldir ýmsir talsmenn íslenzkra stjórnvalda, voru ekki sannfærðir um að það þjónaði hagsmunum þjóðarinnar. Fyrir utan þá embættis- menn sem störfuðu beint að framboðsundirbúningnum og höfðu þannig atvinnu af því að halda á lofti rökunum fyrir því að tími væri kominn fyrir Íslendinga að taka þetta verkefni að sér mátti heyra efasemdaraddir úr ýmsum áttum. Það má því gera ráð fyrir að ýmsir fagni niðurstöðunni frek- ar en harmi hana. En auðvitað er það ekki fagnaðarefni að svona metnaðarfullt markmið sem sett hefur verið fyrir hönd þjóðarinn- ar náist ekki. Vert er líka að halda því til haga að með því að setja landinu þetta takmark hefur margt jákvætt áunnizt; framboðsund- irbúningurinn hefur gert tengsl Íslands við umheiminn þroskaðri og fjölbreyttari, sem ekki veitti af. En einmitt vegna smæðarinnar verður íslenzka stjórnsýslan að forgangsraða verkefnum og seta í öryggisráðinu hefði krafizt ann- arrar forgangsröðunar en brýnustu hagsmunir þjóðarinnar köll- uðu á. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur sjálf bent á, að næstu skref í viðbrögðum Íslendinga við þeirri djúpstæðu kreppu sem landið er lent í sé til skemmri tíma litið að fá Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn til liðs við endurreisnarstarfið. Meira að segja norrænir seðlabankastjórar segja að aðkoma sjóðsins sé forsenda fyrir því að þeir geti rétt Íslendingum hjálparhönd. Til lengri tíma litið sé aftur á móti nauðsynlegt að útvega íslenzku hagkerfi trúverðugan gjaldmiðil með trúverðugan bak- hjarl, og það verði ekki gert nema með aðild að evrópska mynt- bandalaginu. Og það verður ekki gert nema að undangenginni inn- göngu í Evrópusambandið. Taki stjórnvöld ákvörðun um að marka þessa stefnu veitir ekki af að stjórnsýslan hafi eins óbundnar hendur af öðrum verkefn- um og mögulegt er til að geta einbeitt sér að því að ná sem hag- stæðastri niðurstöðu úr aðildarsamningum við Evrópusambandið. Í þessu ljósi er það óneitanlega léttir að ekki skyldi verða af setu Íslands í öryggisráði SÞ að sinni. Öryggisráðskosningin og framhaldið: Forgangsröðun þjóðarhagsmuna AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.