Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 18
22 18. október 2008 LAUGARDAGUR Það fer vel á því að Sara og Tobias kynntust í heimsborginni New York, í partíi þar sem sameiginlegur vinur hélt. „Þetta var fyrir fjórum árum, þá átti ég annan kærasta og hann aðra kærustu þannig að það var ekkert í spilinu, við spjölluðum heilmikið saman reyndar. Tveimur árum síðar þá hring- ir hann í mig og spyr hvort ég muni eftir sér. Þá var hann staddur á Íslandi, átti ekki konu lengur og ég ekki mann, og hann bauð mér í kaffi. Við höfum eiginlega verið í því kaffi síðan,“ segir Sara. Hún er stolt af sínum manni sem vinnur fyrir Þjóðleikhúsið sem drama- túrg í leiksýningunni Macbeth. Sara er hins vegar á fullu þessa dagana vegna hlutverks síns í söngleiknum Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson. „Ég leik Söru, sextán ára stelpu sem er að uppgötva lífið og þarf að díla við að verða fullorðin ótrúlega fljótt, pabbi hennar er alkóhólisti og mamman með- virk. Allar persónurnar í leikritinu eru eiginlega að glíma við einhver vanda- mál.“ Leikritið er öðrum þræði söngleikur um söngleik því það fjallar um þegar fólkið í blokkinni ákveður að setja upp söngleik. Og hér fær Sara að spreyta sig á söngnum á nýjan leik. „Það er mjög gaman og frábært að taka þátt í þessari uppsetningu en krefjandi um leið, við erum á sviðinu allan tímann,“ segir Sara sem segir sýninguna vera aðgengilega, fyndna og sanna: „Það er ótrúlega mikið hjarta í henni og ég held að hver einasti áhorfandi eigi efti að geta samasamað sig persónunum í leik- ritinu,“ segir Sara sem er afar ánægð með samstarfsmenn og leikstjóra leik- ritsins. Og það er henni algjörlega að skapi að leika í svona stórsýningu, fullt af fólki og mikið að gerast. Survivor í fjögur ár Fjögurra ára nám í átta manna bekk fannst henni á hinn bóginn svo þrúg- andi að hún var að spá í að hætta við að verða leikari þegar náminu lauk. „Þetta er frábært nám en í raun er þetta „survivor“-leikur í fjögur ár, nema enginn heltist úr lestinni. Maður er settur í kennslustofu með einhverjum sem maður þekkir ekki neitt og þarf að eyða öllum sínum tíma með fólkinu í fjögur ár,“ segir Sara sem er afar fegin að hún tók samt við hlutverkinu sem henni bauðst að námi loknu í Skila- boðaskjóðunni. „Mér fannst ég þurfa að prófa og mér til mikillar ánægju þá uppgötvaði ég aftur hvað mér þykir gaman að leika, ég fann aftur af hverju ég sótti í áhugamannaleikhúsin á sínum tíma.“ Fram undan hjá henni er, auk hlut- verksins í Fólkinu í blokkinni, að leika systur Fridu Kahlo í leikriti Brynhild- ar Guðjónsdóttur. Það er sem sagt nóg að gera í bili og Sara segist alls ekki skipuleggja tímann lengra en út vetur- inn. „Við höfum gælt við að flytja til London þar sem Tobias er ali,n upp. Svo dreymir okkur líka að fara að ferð- ast, við erum bæði draumóramann- eskjur,“ segir Sara sem er samt ótrú- lega ánægð með lífið á Íslandi um þessar mundir. „Ég gekk í gegnum tímabil, eins og örugglega margir gera, þegar Ísland fór í taugarnar á mér. Mér fannst það lítið, kalt og grámyglu- legt og algjörlega málið að komast í burt. En svo hef ég lært að meta allt hér, náttúruna og nálægðina við allt. Kannski ekki síst í gegnum Tobias. Það er aðallega þessi staður hér sem þarf að vera rólegur og sáttur til þess að manni geti liðið vel hvar sem er í heim- inum,“ segir hún og leggur höndina á hjartastað. Látum það vera lokaorðin. Tveimur árum síðar þá hringir hann í mig og spyr hvort ég muni eftir sér. Þá var hann stadd- ur á Íslandi ... hann bauð mér í kaffi. Við höfum eiginlega verið í því kaffi síðan. L augavegurinn er grámóskuleg- ur daginn sem ég geng hann á leið minni til fundar við Söru Marti Guðmundsdóttur. Þar býr hún í fallegri íbúð sem er hæfilega kæruleysilega skreytt dóti og munum. Kærastinn hennar Tobias Munthe er á hlaupum út um dyrnar þegar mig ber að garði, þau kveðjast á spænsku sem undirstrikar alþjóðlegan andblæ heim- ilisins. Í notalegri stofunni er boðið upp á kaffi eða te og meðan vatnið sýður sýnir Sara mér íbúðina en hún hefur búið í miðbænum síðan hún hóf nám í Leiklistarskólanum, fyrir fimm árum. Þangað flutti hún úr Hafnarfirði og hún lítur eiginlega enn á sig sem Hafn- firðing enda bjó hún þar frá tíu ára aldri. „Hafnarfjörður var svo lítill þegar ég var að alast upp,“ segir Sara sem er nýorðin þrítug. Þar steig hún sín fyrstu skref í leikhúsinu, sem kær- asta Bugsy Malone í samnefndu leik- riti. „Við vorum fimmtíu krakkakvik- indi sem tókum þátt í sýningunni og hún gekk svo vel að hún var sett upp í Reykjavík nokkrum árum síðar.“ Bugsy Malone er söngleikur og hin sísönglandi Sara Marti söng fyrir fullu húsi í fyrsta skipti en ekki það síð- asta. Á unglingsárum gerðist það nefni- lega að hún varð viðriðin tónlistar- bransann hér. „Þegar ég var fimmtán ára fór ég að syngja bakraddir hjá Svölu Björgvins í hljómsveit sem hét Bubbleflies, við spiluðum út um allt á börum og ég bara fimmtán ára,“ segir Sara og hlær. Það var svo á útihátíð- inni Uxa árið 1995 sem Sara kynntist þeim Pétri Hallgrímssyni og Jóhanni Jóhannssyni sem höfðu stofnað hljóm- sveitina Lhooq og þeir buðu henni að syngja með hljómsveitinni. „Þetta var á þeim tíma sem Ísland var að verða rosa heitt og við fengum svakalegan meðbyr, áttum einhver fjögur lög og allt í einu vorum við komin með plötusamning í hendurnar, gátum meira að segja valið úr tilboð- um.“ David Bowie hreifst af sveitinni á sínum tíma og það vakti talsverða athygli hér á landi þegar hann valdi hana til þess að hita upp fyrir tónleik- ana sem hann hélt hér á landi 1996. Hljómsveitin lagði upp laupana nokkrum árum og einni plötu síðar og Sara sem þrátt fyrir ýmis gigg í tón- listarbransanum fann sig ekki þar. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi gera af mér, ég vann á ýmsum stöðum, fór aðeins í Iðnskólann og svo endaði ég á því að sækja um í kvikmyndagerð í Ástralíu, og komst inn í skólann.“ Fyrir henni átti þó ekki að liggja að fara yfir hálfan hnöttinn í nám, á sama tíma sótti hún um í Leiklistar- skólanum og komst inn. Inntökupróf- in eru strembin en Sara naut góðs af leikreynslu úr Firðinum, hafði tekið þátt í nokkrum áhugaleikritum árin á undan og hafði reyndar verið starfs- maður Hafnarfjarðarleikhússins um árabil. Spurð hvort hún komi frá listrænu heimili segir hún svo ekki vera: „Hm, nei, ég lýg því, “ bætir hún við og skellir upp úr. „Mamma er myndlist- armenntuð en hún bætti reyndar við sig háskólagráðu hér á landi og vinn- ur sem þroskaþjálfi.“ Bíómyndafjölskylda á Spáni Móðir Söru er frá Spáni og þar á hún stóra fjölskyldu sem hún heimsækir á hverju ári. „Ég kalla þau bíómynda- fjölskylduna mína, þau eru stundum eins og sprottin út úr Woody Allen- mynd, þú veist risastór fjölskylda og hávær, það er svo mikil ást og gleði hjá þeim.“ Sara er tvítyngd og þykir ekki leiðinlegt að unnustinn talar spænsku reiprennandi. „Það er svo gaman að heimsækja þau með honum af því að hann talar líka spænsku.“ Spænska er þó ekki það tungumál sem þau nota mest í samskiptum held- ur enska en Tobias er hálfur Frakki og hálfur Breti. „Frá byrjun höfðum við bakgrunn sem aðrir hafa ekki og það tengdi okkur saman. Það er kannski ekki svo mikið öðruvísi að vera frá tveimur löndum og þó. Í manni mætast tveir menningarheim- ar og þeir stangast stundum á.“ Endurheimti leikgleðina Sara Marti Guðmundsdóttir leikkona var orðin hundleið á að leika undir lok náms í Leiklistarskólanum. En hún fann gleðina í leiknum þegar hún steig á fjalirnar sem fullgild leikkona. Hún fer með eitt aðalhlutverkanna í Fólkinu í blokkinni sem sýnt er við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti hana yfir tebolla. BYRJAÐI Í BUGSY MALONE Sara Martin hóf ferilinn í heimabænum Hafnarfirði en leikur nú hina sextán ára Söru í Fólkinu í blokkinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. Sara Martin fer með hlutverk Söru, sextán ára stúlku, í leikritinu Fólkið í blokkinni. Svo vildi til að Sara Martin er nýbúin að fá spangir. „Ég átti að fá þær í sumar, en aðstandendum leikritsins leist svo vel á að ég væri með spangir að ég frestaði því,“ segir Sara sem óneitanlega verður gelgjulegri fyrir vikið. Fólkið í blokkinni er leikrit með söngvum og er höfundur þess Ólafur Haukur Símonarson. Það fjallar í stuttu máli um fólk í blokk í Reykjavík, sem ákveður að setja upp söngleik, og skrautlegt líf þeirra. Verkið er sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins og sitja áhorfendur á áhorfendapöllum sem komið hefur verið fyrir á sviðinu en leikritið fer fram á hliðarsviði og baksviði. Spangir fyrir hlutverkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.