Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 18. október 2008 33 „Stærstu“ sveitir Airwaves- hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. CSS (sem er stytting á Cansei de Ser Sexy – „Þreytt á að vera kynæsandi“) varð til í São Paulo árið 2003. Sveitin sló saman hráu pönki og frauðpoppi í anda Beyoncé og varð útkoman fersk. Fyrsta platan kom út í Banda- ríkjunum árið 2006 og sveitin þeyttist um heiminn með sitt glaðværa danspönk og spilaði meðal annars með Klaxons og Gwen Stefani. Önnur platan, Donkey, kom svo út á þessu ári og er mun rokkaðri en fyrri verk. Krakkarnir í CSS, fimm stelpur og einn karl, þykja gríðarlega hress á sviði. Þau hefja leik kl. 23. Á eftir þeim, á miðnætti, stíga Vampire Weekend á stokk. Þetta eru fjórir ungir New York-arar sem stofnuðu bandið árið 2006. Fyrsta platan þeirra kom út í ársbyrjun og stefnir leynt og ljóst að því að verða talin með bestu plötum ársins. Platan er álíka fersk og nauðsynleg og fyrsta plata The Strokes. Einfalt rokkpopp Vampíruhelgarinnar minnir þó ekki bara á Strokes heldur líka á fyrstu plötu Talking Heads, The Kinks og Graceland- plötu Pauls Simon. Önnur bönd sem koma fram í Hafnarhúsinu í kvöld eru Bob Justman, Jan Mayen, Dikta og Færeyingarnir í Boys in a Band. -drg MEIRA GOTT Í DAG: Dísa kemur fram í Norræna húsinu kl. 15, rétt á eftir danska söngstirn- inu Ane Brun. Uppáhaldshljómsveit Eltons John er ástralski poppdansdúettinn Pnau. Hann fer á svið Tunglsins kl. 23. Kanadíski dúettinn Junior Boys spilar sitt ljúfa og svalandi ambient- popp á Nasa á miðnætti. Jeff Who? klára massíft íslenskt kvöld í Iðnó, fara á svið á miðnætti. Á undan þeim hafa meðal annars Ske, Sprengjuhöllin og Viking Giant Show komið fram. ICELAND AIRWAVES: DAGUR 4 Feitustu bitarnir í Hafnarhúsinu GRÍÐARHRESS Á SVIÐI CSS frá Brasílíu spila kl. 23 í kvöld. Lítið hefur heyrst frá frægasta Íslendingi sögunnar, söngkonunni Björk, síðan þær fjármálahamfarir sem nú ganga yfir hófust. Úr þessu rætist í dag þegar Björk situr ráðstefnuna Hugsprettu í Háskóla Íslands. Á Hugsprettu á að vinna að stefnu- mótun fyrir Ísland og fá ungt fólk til að byggja upp hugmyndir um mögu- leika landsins og eigin tækifæri til nýsköpunar. Magnús Scheving íþróttaálfur og fleiri koma einnig fram. Björk hyggst ræða um sjálf- bærni. Á mánudaginn verður svo lag Bjarkar, „Náttúra“, boðið til sölu á nattura.info. Eins og fram hefur komið syngur Radiohead-söngvarinn Thom Yorke með henni í þessu lagi. Sjálfbær Björk BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Syngjum til náttúrunnar. WWW.COD.IS - WWW.MYSPACE.COM/CODMUSIC 01. The cure 02. Hop e you fin d you’r n eedle 03. My v ision 04. Don’ t believe 05. Chem icals 06. Party at the w hite hous e 07. Lost at sea 08. Town of death 09. The funeral 10. Don’ t look int o my lies 11. New year’s 12. Time to kill 13. Let’s here it fo r the ceo ’s (hipp hipp hur rey) THE VIKING GIANT SHOW THE LOST GARDEN OF THE HOOLIGANS TRYGGÐU ÞÉR EINTAK Í NÆSTU VERSLUN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.