Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 46
 18. október 2008 LAUGARDAGUR Minningardagskrá í tali og tónum um píanóleikarann Rögnvald Sigurjónsson fer fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarða- byggð, sem er á Eskifirði, á morg- un kl 16. Tilefnið er að Rögnvaldur hefði orðið 90 ára 15. október síðastliðinn. Viðeigandi er að tónleikarnir fari fram á Eskifirði, enda fæddist Rögnvaldur og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar áður en hann fluttist til Reykjavíkur. Hann var afreksmað- ur á sviði íþrótta jafnt sem tónlistar og keppti í sundknattleik fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Berl- ín árið 1936. Hann er þó þekktastur fyrir afrek sín á sviði tónlistar, bæði sem kennari og hljóðfæra- leikari. Rögnvaldur hélt fjölda einleiks- tónleika, kom fram með hljómsveit- um og í útvarpi og sjónvarpi bæði heima og erlendis, meðal annars á Norðurlöndunum, í Bandaríkjun- um og á meginlandi Evrópu. Að auki gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum fyrir íslenska tónlistar- menn og var meðal annars formað- ur Félags íslenskra tónlistarmanna frá 1977 til 1983. Píanótónlist verður að sjálfsögðu í hávegum höfð í minningardag- skránni, en flytjendur verða fyrr- verandi nemendur og samstarfs- menn Rögnvaldar, þeir Halldór Haraldsson og Þorsteinn Gauti Sig- urðsson. Þá verður Karlakórinn Glaður sérstakur gestur hátíðarinnar, en faðir Rögnvaldar var einn af stofnendum karlakórs- ins. Geir Rögnvaldsson, sonur Rögnvaldar, mun einnig stíga á stokk og ræða um lífshlaup og rifja upp merkileg atvik frá ferli föður síns. Aðgangur að dagskránni er ókeypis og öllum opinn. - vþ Rögnvaldar minnst á morgun RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON Eins ást- sælasta píanóleikara þjóðarinnar verður minnst með hátíðardagskrá á Eskifirði á morgun. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 18. október ➜ Opnanir 21.00 Fordulópont Lárus H. List opnar myndlistasýningu og Páll Szabó flytur tónverk í Ketilhúsinu, Listagilinu á Akureyri. ➜ Fundir 12.00 Ísland og Evrópusambandið, kostir og gallar Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum held- ur súpufund að Skúlatúni 4 (2. hæð). Ræðumenn fundarinns eru Jón Baldvin Hannibalsson og Skúli Thoroddsen. Allir velkomnir. ➜ Síðustu forvöð Málverkasýningu Halls Karls Hinrikssonar í Gallerí Fold, lýkur á morgun. Í dag mun Hallur vera með listamannaspjall kl. 13.00-16.00 og frá kl. 15.00 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna á frönsku. Opið til kl. 17.00 ➜ Uppákomur Haustverkin kalla Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir uppákomu milli kl. 14.00-16.00. Þar má m.a. sjá tóvinnufólk að störfum í baðstofunni og forvitnilegan markað með handverki og góðgæti. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 56. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Hingað er kominn stórkór frá Nor- egi, Óratóríukór Niðarósdóm- kirkju, hinni fornu höfuðkirkju sem skipaði um aldabil stóran sess í hugmyndalífi okkar hér á eyjunni í norðri. Óratoríukórinn er fjöl- mennur blandaður kór sem býður upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar frá Norðurlöndunum og Mið-Evr- ópu. Hann syngur í Hallgríms- kirkju á sunnudag 19. október, í messu kl. 11 og á tónleikum kl. 17. Stjórnandi er Vivianne Sydnes sem hefur stjórnað óratóríu- og dómkór Niðarósdómkirkju í nokk- ur ár. Með í för er tónskáldið og organistinn Petra Björkhaug sem samið hefur tvö verka á efnis- skránni. Aðalviðfangsefni kórsins eru stór kirkjuleg tónverk og skipa hann 90 félagar. Hann tekur þátt í árvissum flutningi á Jólaóratóríu Bachs en flytur að auki 2–3 stór verk ár hvert.Vivianne Sydnes er dómkantor i Niðarósdómkirkju og stjórnar bæði Óratóríukórnum og Dómkórnum. Hún er menntuð í kirkjutónlist í Noregi og Svíþjóð. Orgelleikarinn Petra Bjørkhaug, sem einnig er dómkantor við Nið- arósdómkirkju, hefur einnig lagt stund á tónsmíðar og hefur samið tvö af verkunum, sem eru á efnis- skránni. Hugmyndin að Íslandsferð kviknaði vorið 2006 eftir að kórinn flutti verkið Harmsól, gamalt helgikvæði eftir Gamla-Kanóka, munk í Þykkvabæjarklaustri á 13. öld. Verkið var flutt í þýðingu Ivars Orgland, hins kunna Íslands- vinar, á nýnorsku. Tónlistin er eftir Wolfgang Plagge, sem notar stef úr gömlum sálmum frá Niðarós dómkirkju, sem nýlega hafa fundist. Það kom í ljós að verkið var of stórt til að taka með til Íslands. Í þetta sinn hefur kór- inn því aðeins lítinn hluta verksins á efnisskránni, en einnig önnur verk frá Noregi bæði frá fortíð og nútíð, þeirra á meðal verk eftir Grieg. Vonandi gefst okkur tæki- færi síðar til að heyra Harmsól, en heimsókn kórsins nú gefur ein- stakt tækifæri að heyra norskar raddir hljóma. pbb@frettabladid.is Gestir úr Niðarósi TÓNLIST Óratóríukór Niðaróskirkju held- ur tónleika hér á landi. Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna! sun. 19/10 örfá sæti laus Macbeth William Shakespeare Blóð vill blóð... Ekki missa af ögrandi sýningu Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 19/10 tvær sýningar örfá sæti laus Sýningum fer fækkandi Hart í bak Jökull Jakobsson Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað Örfá sæti laus í október www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Sá ljóti Marius von Mayenburg Nú á leikferð um landið, sýningar í Reykjavík í nóvember Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning í Kassanum Frumsýning 24. október Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason Ekki missa af eldfjörugum söngleik og ekta diskófjöri! lau. 18/10 uppselt, sýningum lýkur í nóvember í samstarfi við Borg arleikhúsið kynnir: Höfundar og flytjendur: Margrét Sara Guðjónsdóttir Sveinbjörg Þórhallsdóttir Jared Gradinger 30. október kl. 20 UPPSELT 1. nóvember kl. 15 2. nóvember kl. 20 Aðeins þessar 3 sýningar! Sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins Tryggðu þér miða núna! s. 568 8000 eða á midi.is PRIVATE DANCER www.panicproductions.is MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ MÁLVERKAUPPBOÐ Erum að taka við verkum á næsta uppboð. Höfum kaupendur að góðum abstraktverkum eftir Þorvald Skúlason, Karl Kvaran, Nínu Tryggvadóttur og Kristján Davíðsson einnig módelmyndum eftir Gunnlaug Blöndal. Vinsamlegast hafi ð samband við Pétur Þór í síma 511 7010 eða 847 1600 ÖRUGG ÞJÓNUSTA - LÆGRI SÖLULAUN Gerum upp strax eftir uppboð Opið í dag í SKIPHOLTI 35 frá kl. 13 til 16 Skipholti 35 105 Reykjavík. sími 511 7010 petur@galleriborg.is -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.