Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 18. október 2008 Sýning Íslenska dansflokksins á fimmtudagskvöld á fjórum nýjum dúettum – tvídönsum – er um flest markverður vitnisburður um stöðu dansins hér. Innan dansflokksins eru flinkir dansarar, konurnar sterk- ari en karlarnir, efni flokksins til að gera sýningar sæmilega úr garði felast fyrst og fremst í tíma til æfinga og vinnu. Hann hefur tak- mörkuð fjárráð til að skapa sýning- um fjölbreytileika í útliti. Það er stundum talað um að flokkurinn hafi skýran stíl sem er ofmat. Þrátt fyrir að yfir honum hafi verið sama list- ræna forystan um langt skeið, bregður jafnan fyrir nýjum brögð- um þegar nýir höfundar koma flokknum til liðveislu. Dansarnir fjórir sem sýndir voru á fimmtudag féllu í tvö horn, eink- um fyrir misskýra sýn höfunda á efniviðinn. Fyrstur var dans Gunn- laugs Egilssonar og hafði á sér skýr- an og einfaldan stíl. Hann var unn- inn af þéttri tilfinningu fyrir stígandi, útsjónarsemi í átökum danspars á gólfi og skuggaleiks á tjaldi, snjallri en einfaldri hugmynd sem varð að æ þéttara neti höfund- arins um efniviðinn – klár sýn unnin af ökonómíu – fumlaus tök og full- komlega fagmannleg með styrkri byggingu sem slúttaði með glæsi- brag. Verulega gleðileg aðkoma Gunnlaugs Egilssonar sem höfund- ar og Aðalheiður og Steve Lorens voru óaðfinnanleg í flutningnum. Framlag Peter Anderson var brogaðra: hann hefur sýnt það í dönsum sínum að hann vill brjóta form, rjúfa hefðir og hér byggðist það á nánast skopstælingu sem var rofin úr sal með aðkomu Katrínar Johnson sem truflaði Hjördísi Lilju og fékk sér til hjálpar Björn Inga og Unni Birnu Björnsdóttur fiðluleik- ara. Þetta var kyndugt spaug en heldur rislítill dans – fókusinn var á öðru. En í dagskránni var þetta ágætis uppbrot og léttir og þjónaði vel þeim tilgangi. Óljóst erindi var einkenni á dansi Sveinbjargar Þórhallsdóttur eins og oft áður. Íd á að vinna meira með dramatúrga sem liðsinni höfundum sem hafa tæknilega getu til dans- smíða en veika tilfinningu fyrir upp- byggingu. Það örlaði víða í túlkun Lovísu Óskar á harmi sem manni virtist að gæti verið áhrifaríkt efn- issvið í hugleiðingu um skekkju í sambandi milli fólks. Ekki sannfær- andi verk en það er alltaf gaman að sjá Cameron á sviði. Síðastur var dans milli þeirra Emilíu Benediktu og Hannesar Þórs eftir Láru Stefánsdóttur sem með fulltingi Filippíu Elísdóttur, hönnuð- ar sviðsmyndar og búninga, varð að eftirminnilegu atriði. Loksins varð rýmið dramatískt umhverfi með sáraeinföldum brögðum: dufti á gólfi sem teiknaði nýtt svið, fáein- um glanskúlum, einni rólu og bún- ingi Emilíu. Sagan var ljós, dansinn studdi sig loks við umhverfi, mynd- sýn sem var úr annarri átt en þau minimalísku leiðindi sem fátækt flokksins hefur jafnan í för með sér. Hér var öllu stillt innarlega á svið- inu svo myndin varð heil, kompósi- sjónin naut sín sem heild í fallega tjásaðri endurminningu. Þannig komu upphafs- og endaat- riðið skemmtilega á óvart. Í báðum var heildin, myndin það sem réði úrslitum og gerði gæfumuninn. Næstu sýningar á þessum fjórum dönsum verða 24., 25., og 26. október. Páll Baldvin Baldvinsson Fjórum dönsum betur LISTDANS ÍD sýnir á Nýja sviði Borgarleikhúss Duo Dansar eftir Gunnlaug Egilsson, Peter Anderson, Sveinbjörgu Þór- hallsdóttur og Láru Stefánsdóttur. Tónlist eftir ýmsa. Leikmyndir og búningar: Una Stígsdóttir, Anik Todd, Filippía Elísdóttir, Harpa Einarsdóttir, Katrín Óskarsdóttir. Lýsing: Aðalsteinn Stefánsson. Flytjendur: Aðalheiður Halldórs- dóttir, Steve Lorenz, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Katrín Á. Johnson, Björn Ingi Hilmarsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Cameron Corbett, Lovísa Ósk Gunnarsdótt- ir, Emilía Benedikta Gísladóttir, Hannes Þór Egilsson. ★★★ Betri helmingurinn fínn, hinn lakari. LISTDANS Úr verki Gunnlaugs Egilssonar, Djöflafúgunni, sem þau Aðalheiður Halldórsdóttir og Steve Lorens fluttu á sviði og í skuggamyndum á tjaldi eftir Sverri Kristjánsson. MYND: ÍD/ GOLLI Auglýsingasími – Mest lesið Aðeins tvær sýningar eftir Sun. 19. okt. kl. 14 Sun. 26. okt. kl. 13 “Þetta er einfaldlega frábær sýning fyrir alla fjölskylduna” VÞ, Fréttablaðið Ekki missa af Gosa Sett upp í samstarfi við Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is Sí ðu stu sý nin ga r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.