Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 48
36 18. október 2008 LAUGARDAGUR > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Klippingin í ár Sam- kvæmt tískubiblíunni Vogue er klipping áratugarins „Aggy“, eða það er að segja stuttur aflitaður drengjakollur sem fyrirsætan Agyness Deyn gerði frægan. Það var breski hárgreiðslu- maðurinn Sam McKnight sem klippti Deyn fyrir Vogue fyrir tveimur árum og klippingin hefur verulega breytt ferli fyrirsætunnar. utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Ótrúlega fallega augnskuggapallettu frá haustlínu Christian Dior. Fullkomið fyrir náttúrulega útlitið. Dásamlegan „vintage“ kjól úr blúndu og flaueli frá versluninni Einvera, Ægisíðu. Sexy og rokkaða herraskó frá Prada. Fást hjá Sævari Karli. OKKUR LANGAR Í … Það er spurning hvort hönnuðir skynjuðu ástand heimsmarkaðana í haust þegar þeir sóttu innblástur í „grunge“-tísku tíunda áratugarins. Tímabil hljómsveita eins og Nirvana og Pearl Jam sem klæddist hálfgerðum lörfum og sungu texta sem voru gegnsýrðir af „angst“. Alexander Wang sendi fyrirsætur á pallana í rifnum sokkabuxum, síðum peysum og grófum skóm, Marc Jacobs virtist hafa sótt innblástur til „vintage“-fatabúða og Thakoon og Preen notuðust óspart við köflótt efni sem voru samnefnari við „grunge-ið“. - amb SÍÐAR PEYSUR, KÖFLÓTTAR SKYRTUR OG LÁTLAUSIR LITIR Í HAUST GRUNGE-TÍSKAN SNÝR AFTUR SILKI Gráköflóttur kjóll með belti frá Preen. Í seinni heimsstyrjöldinni var matur skammtaður en það voru föt líka, og fólk fékk heila 66 miða fyrir fatnaði á ári sem dugði fyrir sirka einu dressi. Náttkjóll kostaði til dæmis átta miða, vasaklútur tvo og þar fram eftir götunum. Á þessum tímum fór breska ríkið í herferð sem beindist að konum og kallaðist „Make do and Mend,“ þar sem gefin voru góð ráð til þess að nýta gamlan fatnað og gera úr honum nýjan. Meðal þessara góðu ráða voru til dæmis að sníða pils og kjóla úr gömlum gardínum, gamlar peysur voru raktar upp og garnið nýtt til að prjóna nýjar, konur teiknuðu línu aftan á fótleggina á sér til þess að þær litu út fyrir að ganga í nælonsokkabuxum og settu auk þess sósulit á lærin. Nú er ég kannski ekki að hvetja þær konur sem fóru illa út úr mynt- körfulánunum til að nota afgangs sósu í stað brúnkuklúta (þetta athæfi dró víst flugur að) en það er samt aldrei að vita nema að brúnkukrem festist í gámum í tollinum ásamt hárspreyi og kampavínsflöskum. Erfiðir tímar eru að renna upp og því um að gera að rifja upp hvað ömmur okkar og langömmur gerðu fyrir sjötíu árum. Ég fór á bar um síðustu helgi (bjórinn var jú frír) og þar drógu tvær ungar konur prjóna upp úr töskunum og fóru að bera saman bækur sínar. Heimaprjón er sumsé það sem koma skal. En ef við lítum aftur í söguna til harðindatímabila er nokkuð augljóst að konur hafa alltaf reynt að gera það besta úr útlitinu þegar eitthvað bjátar á. Ég er viss um að sálfræðingar séu sammála um að það sé mikilvægt að halda andlitinu og sjálfsörygginu þegar eitthvað meiri háttar bjátar á. Í síðari heimsstyrjöldinni voru þær allar voðalega fínar í aðsniðnum drögtum, fallega greiddar og með eldrauðan varalit til dæmis. Það er kannski ekkert skrýtið að tískuhönnuðir séu með svona mikinn fókus á falleg snið og dragtir um þessar mundir, eins og þeir hafi næstum séð efnahagskreppuna fyrir. Reyndar vissi ofgnótt af skærrauðum fötum á tískupöllunum í vor ekki á gott en enginn fattaði undirtóninn um áhættu … áhættu … áhættu … Að bæta og breyta RAUTT Köfl- óttur jakki við dömu- lega blússu og pils frá Thakoon. PRJÓN Grár kjóll með belti og fylgi- hlutir í „vintage“-stíl frá Marc Jacobs. DÖMULEGT Jakki með gam- aldags sniði við hnésítt pils og leðurhanska frá Thakoon. Fyrsti skólaveturinn er búinn og sumarið blasir við ... Hlý og skemmtileg saga eftir verðlaunahöfund. Um Nonni og Selma – Fjör í fyrsta bekk: „... hoppandi skemmtileg bók.“ björn þór vilhjálmsson, morgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.