Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 60
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Guðmundar Steingrímssonar Í dag er laugardagurinn 18. október, 291. dagur ársins. Ég persónulega er búinn að gera það algerlega upp við mig, að best sé núna að horfast fullkom- lega í augu við það að hér á Íslandi er allt farið á versta veg. Ég veit fyrir víst að heill embættismanna- her hefur unnið við það dag og nótt að slökkva elda eins og það er kallað á vinsælu líkingamáli. Mig grunar að fáir viti hvers lags kraftaverk eru unnin í því slökkvi- starfi fyrir hönd þjóðarinnar á hverri klukkustund. Ég sendi bar- áttukveðjur. VIÐ erum í djúpum skít, svo notað sé annað líkingamál og nú úr land- búnaði. Mér sýnist að flestir í kringum mig átti sig á svartri stöðu. Jafnvel hef ég á stundum lent í bölsýniskeppni á förnum vegi við kunningja, þar sem keppt er í bölsýnisspám og vinnur sá sem er svartsýnastur. ÞJÓÐIN er þess vegna, að ég held, alveg með á nótunum. Það þarf ekkert að fegra þessa mynd. Margir bjuggust við þessum ósköpum. Meginþorri almennings held ég að hafi fyrir löngu áttað sig á því að þetta útrásarbrölt allt saman var í meira lagi grunsam- legt og að allir þessir Range Rov- erar, sem nú heita Game Overar, væru í raun bensínlausir. FLESTUM held ég að líði dálítið eins og í fjölskyldu, þar sem einn bróðirinn er búinn að tala hátt í fjölskylduboðum um nokkurt skeið, og nú er komið í ljós að hann hafði veðsett hús foreldranna upp í topp og er núna með allt niðrum sig. Óheppni, segir hann. Hinir dæsa. ÞETTA er auðvitað gömul saga og ný, svona rugl. En það breytir ekki því að nú þarf að halda fjölskyldu- fund, svo ég noti enn eina líking- una, og gera samning: Ef við sem búum í þessu landi eigum að bretta upp ermar og hefja endurreisnar- starfið – og ég fyrir mitt leyti skal alveg djöflast eins og brjálæðing- ur, ekki síst fyrir hönd barnanna minna sem ég vil síður að þurfi að bogra hér í skuldafangelsi lungað úr 21. öldinni – að þá þurfa nokkrir hlutir að vera á hreinu áður en við hefjumst handa: 1) ÞEIR sem eiga sök á þessu þurfa að skammast sín. 2) Þetta má ekki gerast aftur. 3) Skýra sýn, takk. Pólitíska. Hvar, svo ég noti nú sívinsælt líkingamál úr sigling- um, ætlum við í þessu beljandi fárviðri að bera að landi og í örugga höfn? Hvert er förinni heitið? ÞESSU þarf skipstjórinn að svara. Sko 8.28 13.13 17.56 18.19 12.58 17.35 © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 8 www.IKEA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.