Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 19. október 2008 — 286. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Frábær tónlistarhátíð Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur heppnast vel í ár. Íslenskir listamenn vekja athygli erlendra útsendara. FORNLEIFAR Brot úr snældusnúð, sem talinn er vera frá elleftu öld, fannst við fornleifauppgröft á svokölluðum Alþingisreit í vik- unni. Hann skreytir rúnaletur sem er jafnvel það elsta sem fund- ist hefur hér á landi, reynist aldursgreining fornleifanna rétt. Vala Garðarsdóttir, fornleifa- fræðingur og uppgraftarstjóri við Alþingisreitinn, segir fundinn merkan vegna þess að gripurinn sé líklega frá elleftu öld, þótt nákvæm aldursgreining liggi ekki fyrir. „Það gerir fundinn svo sér- stakan því til þessa hefur aðeins fundist ein rúnarista frá þessum tíma hér á landi. Þessi fundur hefur kannski mikið að segja um þróun rúnaleturs hérlendis því þetta getur fyllt inn í þá mynd. Það má segja að týndi hlekkurinn sé fundinn.“ Snúðurinn er úr grænum sand- steini sem bendir til að efnið í hann hafi verið sótt í Esjuna. Þórgunnur Snædal, prófessor og rúnasér- fræðingur, hefur rannsakað snúðinn og ráðið í hið forna letur. „Á brotinu stendur sennilega kven- mannsnafnið Þórunn og orðin „á mig“.“ Í grennd við Alþingisreitinn hafa fundist minjar um elstu byggð í Reykjavík og er Land- námsskálinn við Aðalstræti 16 merkust þeirra. Vala segir að ýmislegt sem hefur fundist við uppgröftinn nú bendi til að um iðnaðarsvæði frá landnámstíma sé að ræða og líklegt að það teng- ist skálanum við Aðalstræti. - shá Snældusnúður með rúnaletri frá 11. öld fannst við uppgröft á Alþingisreitnum: Týndi hlekkurinn fundinn SNÆLDUSNÚÐURINN Brotið sem fannst á Alþingisreitnum er úr grænum sandsteini. Það sannar að efnið í hann er fengið úr Esjunni. Rúnaristan er talin vera frá elleftu öld sem er það elsta sem hér hefur fundist, reynist aldursgreining rétt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 16&22 HVESSIR Í dag verður vaxandi norðaustanátt, 13-23 í kvöld, hvass- ast við SA-ströndina. Úrkomulítið í fyrstu. Rigning eða slydda suð- austan til og snjókoma með Austur- landinu síðdegis og í kvöld. VEÐUR 4 3 1 -2 -3 2 FÁGAÐUR HRYLLINGUR Nýjasta bók skáldkon- unnar Guðrúnar Evu Mínervudóttur fjallar um kynlífsdúkku af dýrustu gerð. HELGARVIÐTAL 10 DRÖFN ÖSP SNORRADÓTTIR Slúðurdrottning flytur í mekka slúðursins 22 EFNAHAGSMÁL „Það verður erfitt að brúa þetta bil,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, en samkvæmt áætlun Markaðarins voru heildar- skatttekjur ríkisins af starfsemi Kaupþings, Glitnis og Landsbank- ans í fyrra nærri 37 milljörðum króna. Tekjurnar í ár verða innan við 12 milljarðar. Óbein áhrif á skatttekjur ríkisins geta orðið enn meiri. „Þetta er sambærilegt við að það hafi þurrkast út helmingurinn af öllum fiskveiðum og fiskvinnslu,“ segir Þórólfur en hann telur að áhrifin af hruni bankanna þýði lík- lega tíu prósenta samdrátt lands- framleiðslu, „sem mun auðvitað líka draga úr tekjum af veltuskött- um. Áhrifin munu verða mjög víð- tæk.“ Fyrirséð var að skatttekjur rík- isins af bönkunum yrðu minni í ár en undanfarin ár, en eftir hrun þeirra er sýnt að eini tekjuliðurinn sem muni halda eru skattar á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja. Í ljósi hópuppsagna og fyrirséðra launalækkana mun sá liður einnig dragast saman. „Við sjáum núna áhrifin af því að hafa byggt bankana á sandi, og sá sandur heitir íslenska krónan,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að Seðlabankinn hefði þurft að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð sem hefði nægt til að verja bankana. „Hin leiðin hefði verið að taka upp evru. Hvorugt var gert, og þetta er kostnaðurinn.“ - msh/sjá síðu 4 Ríkið verður af 25 milljarða skatttekjum Heildarskatttekjur ríkisins af starfsemi stóru bankanna þriggja í fyrra námu 37 milljörðum króna. Eftir þjóðnýtingu þeirra verða tekjurnar um 12 milljarðar. FYLGIR Í DAG ÍRAK Fylgismenn shia-klerksins Moqtada Sadr efndu í gær til fjöldamótmæla í Bagdad til að mótmæla áformum um að framlengja dvöl bandaríska hersins í Írak. Áætlað er að um 50.000 mótmælendur hafi komið saman. Samninganefndir landanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að framlengja skuli dvöl hersveit- anna eftir margra mánaða viðræður en stjórnvöld í Írak eiga eftir að gefa samþykki. Ef samkomulagið gengur eftir mun herliðið fara úr landi árið 2011. - ve Herseta Bandaríkjanna í Írak: Tugir þúsunda mótmæltu MÓTMÆLI Í BAGDAD Talið er að fimmtíu þúsund manns hafi mótmælt á götum Bagdad í gær. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Lífeyrissjóðirnir, sem hugðust kaupa eignir og rekstur Kaupþings, gagnrýna Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hart og segja hann hafa útilokað aðkomu þeirra að bankanum með yfirlýs- ingu í fjölmiðlum. Björgvin hafnar málflutningi þeirra staðfastlega. Í yfirlýsingu sjóðanna segir að Björgvin hafi útilokað kaupin með ummælum í fjölmiðlum. Ráðherra segir málið í höndum Fjármálaeftir- litsins og sjóðirnir eigi að beina gagnrýni sinni þangað. Hann segir vinnubrögð sjóðanna með ólíkind- um og vísar yfirlýsingum úr þeirri átt til föðurhúsanna. - shá / sjá síðu 6 Sala á Kaupþingi: Ráðherra deilir við lífeyrissjóði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.