Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 4
4 19. október 2008 SUNNUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Þetta eru háar upp- hæðir og því áfall fyrir ríkissjóð,“ segir Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykja- vík. Katrín bendir á að erfitt sé að mæta þessum tekjumissi með samdrætti í ríkisútgjöldum eins og nú árar, enda þýddi það að störf væru í hættu. „Líklega þyrfti þá að taka lán erlendis til að mæta þessum samdrætti, en við höfum nú ekki gott lánshæfi á alþjóðleg- um mörkuðum eins og stendur.“ Vöxtur fjármálakerfisins und- anfarin ár hefur skilað miklu í skattekjum til ríkisins, en fjár- málaþjónusta og tengd starfsemi var orðin sú atvinnugrein sem skilaði langmestu af tekjuskatti í ríkissjóð. Árið 2006 borgaði fjár- málaþjónustan 18,2 milljarða í tekjuskatt. Hrun og þjóðnýting bankanna þriggja mun því hafa mikil áhrif á fjármál ríkisins. Erfitt er að áætla með vissu hversu miklum skatttekjum ríkið mun verða af, en Katrín áætlaði fyrir nokkrum árum að heildar- skatttekjur hins opinbera af starf- semi fjármálafyrirtækja hafi legið á bilinu 30 til 35 milljarðar króna vegna ársins 2005, eða ríf- lega 8 prósent af öllum skatt- tekjum ríkis og sveitarfélaga. Skatttekjur af starfsemi fjár- málafyrirtækja felast í tekju- skatti á starfsemi þeirra, auk tekjuskatts á starfsmenn þeirra og útsvars og tryggingagjalds. Til viðbótar má telja fjármagnstekju- skatt sem greiddur var af eigend- um bankanna af hlutabréfum þeirra og af vaxtatekjum af skuldabréfum þeirra, en áætla má að þriðjungur fjármagnstekju- skatts hafi verið greiddur af eig- endum hluta- og skuldabréfa bankanna. Samkvæmt áætlun Markaðar- ins námu heildarskatttekjur ríkis- ins af starfsemi viðskiptabank- anna þriggja árið 2005 því 24 milljörðum króna, um 30 milljörð- um 2006 og 37 milljörðum árið 2007. Sjá má á myndinni hér til hliðar hvernig tekjurnar skiptast á ólíka liði. Af þessu sést að skatt- tekjur af starfsemi viðskipta- bankanna árið 2007 námu 8 pró- sentum af heildartekjum ríkisins í ár, en þær eru áætlaðar 461 millj- arður. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir forsendur áætlun- arinnar réttar og niðurstöður hennar líklega frekar varkárar. „Bankarnir munu varla greiða neina tekjuskatta í ár og það verð- ur enginn fjármagnstekjuskattur greiddur af eigendum hlutabréfa í þeim,“ segir Þórólfur, og bætir við að hluthafar geti notað tap af hlutabréfum bankanna til frá- dráttar á öðrum hagnaði, „þannig að ríkið mun hafa harla lítið upp úr fjármagnstekjuskatti í ár.“ Þórólfur segir að langt sé í að ríkið muni hafa tekjur af fjár- málastarfsemi. „Ég get ekki séð að við getum rekið alþjóðlega banka í fyrirsjáanlegri framtíð, og það er mjög langt í að ríkið muni hafa tekjur af þessum nýju ríkisbönkum, og þær tekjur munu líklega ekki hrökkva fyrir kostn- aðinum af málaferlum á hendur Bretum vegna Icesave og Kaup- þings þar í landi.“ - msh Langt í að ríkið hafi tekjur af viðskiptabönkunum þremur Ætla má að tekjutap ríkisins vegna hruns og þjóðnýtingar viðskiptabankanna verði um 25 milljarðar. Óbein áhrif enn meiri. Alvarlegur tekjumissir, segir lektor í hagfræði. Jafngildir tvöföldum útgjöldum til Háskóla Íslands. Brotthvarf bankanna jafnast á við að helmingur sjávarútvegs og fiskvinnslu hefði lagst af. SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 54 milljörð- um króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2008 samanborið við 52,2 milljarða á sama tímabili árið 2007. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Aflaverðmæti hefur aukist um 1,8 milljarða eða 3,4 prósent á milli ára. Aflaverð- mæti í júlí nam 8,7 milljörðum miðað við 5,7 milljarða í júlí 2007. Aflaverðmæti botnfisks janúar til júlí 2008 nam 39,2 milljörðum og jókst um 2,4 prósent miðað við sama tímabili árið 2007. Verð- mæti þorskafla var 19,4 milljarð- ar og dróst saman um 1,8 prósent frá fyrra ári. - shá Aflaverðmæti íslenskra skipa: Nokkur aukn- ing frá fyrra ári GRANDASKIP Íslensk skip skiluðu meiri verðmætum að landi fyrstu átta mánuð- ina í ár en í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 13° 11° 10° 13° 16° 16° 13° 17° 14° 24° 24° 18° 15° 25° 14° 26° 18° Á MORGUN 13-23 m/s hvassast suðaustan og austan til. ÞRIÐJUDAGUR 8-13 m/s norðaustan til annars hægviðri. 3 1 1 -1 -2 -2 -3 2 2 4 -5 8 13 13 13 5 7 8 16 15 10 10 23 1 1 1 33 -10 -1 1 -2 STORMUR Í KVÖLD Djúp og kröpp lægð stefnir upp að suð- austanverðu landinu í dag. Meginhluti landsins sleppur við þessa lægð en við suðausturhornið má búast við stormi með snörpum vindhviðum nú síðdegis og í kvöld. Úrkoman mjakast inn á SA- og A-vert landið síðdegis og má búast við rigningu eða slyddu syðst en snjókomu á Austurlandi. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur ÁÆTLUN UM SKATTTEKJUR RÍKISINS AF VIÐSKIPTABÖNKUNUM Fjármagnstekjuskatt- ur vegna bankanna Tekjuskattur bank- anna Tekjuskattur og útsvar starfsmanna Tryggingagjald 2005 2006 2007 2008 Hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs 5,7% 6,9% 7,58% 2,5% 36,8 milljarðar 29,2 milljarðar 23,9 milljarðar 11,6 milljarðar 25,2 milljarðar Kostnaður samkvæmt fjárlögum 2009 milljónir Atvinnuleysistryggingasjóður 8.513 Háskóli Íslands 13.104 Háskólinn í Reykjavík 2.303 Sinfóníuhljómsveit Íslands 732 Landsbókasafn Íslands 816 Samtals 25.468 HVERSU LANGT HRÖKKVA 25 MILLJARÐAR? KÍNA, AP Wen Jiabao, forsætisráð- herra Kína, segir kínversk stjórnvöld að hluta til bera ábyrgð á því að þúsundir kín- verskra barna sýktust af mela- mín-mengaðri mjólk. Jiabao segir að ríkisstjórnin sé harmi slegin vegna melamín- mengunarinnar sem hefur dregið fjögur börn til dauða. „Þótt vandamál hafi komið upp í framleiðslufyrirtækjunum þá ber ríkisstjórnin einnig ábyrgð,“ segir hann og viðurkennir að eftirliti hafi verið ábótavant. - ve Menguð mjólk í Kína: Stjórnvöld við- urkenna mistök ÍRAN, AP Íranar hafa samþykkt tilskipun sem bannar aftökur ungra afbrotamanna sem hafa verið fundnir sekir um fíkniefna- brot. Þeir sem dæmdir eru fyrir morð geta enn átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Hossein Zobhi, talsmaður ríkissaksóknara, segir að dómur- um sé enn ætlað að dæma unglinga, sem hafa verið fundnir sekir um morð, til dauða ef fjölskylda fórnarlambsins taki ekki við skaðabótum. Tilskipunin tekur ekki til 120 unglinga sem þegar bíða dauða- refsingar en hvergi eru fleiri ungl- ingar teknir af lífi en í Íran. - ve Írönsk yfirvöld milda dóma: Dregið úr dauðarefsingum EFNAHAGSMÁL Halldór J. Kristjáns- son, fráfarandi bankastjóri Lands- bankans sagði í viðtali við Markað- inn á Stöð 2 í gær að hafin hafi verið flýtimeðferð á því að aðgreina Icesave-reikninga í Bretlandi frá aðalbankanum. Bresk stjórnvöld hafi komið þeim skilaboðum áleiðis um síðustu mánaðamót að Landsbankinn ætti að fá skyndimeðferð til að stofna dótturfélag um breska innláns- reikninga í Bretlandi. Þessari vinnu hafi hins vegar ekki verið lokið þegar íslensku bankarnir féllu. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmað- ur viðskiptaráðherra staðfesti þetta síðar í Markaðnum. Hann staðfesti einnig að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi fyrir nokkr- um vikum átt fund með Alistair Darling, fjármálaráðherra Bret- lands, um Icesave-reikningana. Halldór sagði að annan júlí síð- astliðinn hafi breska fjármálaeftir- litið óskað eftir aðgreiningu Icesave í dótturfélag. Þá hafi fjármálaeftirlit á Íslandi og í Bretlandi fylgst náið með þróun innlána Landsbankans í Icesave- reikningunum síðustu mánuði. Í sumar hafi átt sér stað reglubundin ítarleg úttekt á starfsemi Lands- bankans í Bretlandi. Engar meiri háttar athugasemdir hafi verið gerðar við starfsemina. Eina ábend- ingin sem þá hafi borist hafi verið sú að passa þyrfti upp á lausafjár- stýringu samstæðunnar. - ovd Landsbankinn fékk flýtimeðferð á aðgreiningu Icesave frá starfsemi á Íslandi: Aðgreining Icesave féll á tíma FRÁ LANDSBANKANUM Halldór J. Kristjánsson, fráfarandi bankastjóri Landsbanka Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GENGIÐ 17.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 201,1017 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,42 112,96 194,45 195,39 150,58 151,42 20,202 20,32 16,878 16,978 14,939 15,027 1,1134 1,12 170,77 171,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.